Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Page 6
6 föstudagur 30. október 2009 fréttir Missti meðvit- und Ásdís fékk slæman heilahrist- ing þegar hún lenti í bílslysi komin sjö mánuði á leið. Íslenska ofurfyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur stefnt trygginga- félaginu Verði vegna deilu um hvort trygging á bíl hennar hafi verið í gildi þegar hún lenti í bílslysi árið 2007. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. nóvem- ber. Ásdís sagði frá bílslysinu í viðtali við blaðið Sirkus 9. mars árið 2007. Í viðtalinu sagðist hún hafa fengið slæman heilahristing og misst með- vitund. Hún mundi lítið eftir degin- um og varð að gista á sjúkrahúsi í þrjá daga. Hennar heittelskaði, fótbolta- maðurinn Garðar Gunnlaugsson, var þá á samningi hjá knattspyrnuliðinu IFK Norrköping í Svíþjóð. Honum brá mjög mikið við að fá fréttir af slysinu til Svíþjóðar enda Ásdís komin sjö mánuði á leið með sitt þriðja barn. „Þetta var hrikaleg lífsreynsla en ég þakka guði fyrir að barnið hafi sloppið […] Þegar ég rankaði við mér á sjúkrahúsinu vissi ég hvorki hver ég var né að ég væri ófrísk. Garðar greyið fékk áfall og hefur ekki enn jafnað sig. […] Hann fékk ekki að tala við mig fyrr en um kvöldið og vill aldrei þurfa að upplifa annað eins,“ sagði Ásdís í við- talinu. Ásdís hefur verið mikið á milli tannanna á fólki en hún er nú búsett í Búlgaríu. Hún mun væntanlega flytja þaðan fljótlega þar sem Garðar hefur rift samningi við knattspyrnufélagið CSKA Sofia. Hvort hún komi aftur til Íslands er óvíst en þangað til geta að- dáendur ísdrottningarinnar svoköll- uðu lesið pistla hennar á Pressunni. liljakatrin@dv.is Ísdrottningin stefnir tryggingafélaginu Verði vegna bílslyss: Ásdís Rán í tryggingadeilu Sandkorn n Einar Bárðarson, útvarps- stjóri Kanans, er í miklu stuði þessa dagana. Greinilegt er að hann óttast ekki slaginn við risana á markaðnum og hann sóp- ar að sér út- varpsstjörn- um með tilheyrandi kostnaði. Nú hefur Einar ákveðið að leggja til atlögu við Simma og Jóa á Bylgjunni á laugardagsmorgnum. Hann teflir Tvíhöfða þeirra Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartans- sonar gegn Bylgjumönnum frá og með þarnæstu helgi. Þáttur Eiríks Jónssonar, Heyrt og séð verður þá færður yfir á sunnu- dagsmorgna í samkeppni við Sirrý á RÚV og minni spámenn. n Stærsti eigandi Viðskipta- blaðsins er Haraldur Johann- essen, meðritstjóri Davíðs Oddssonar á Mogganum. Heyrst hefur að fjárfestar tengd- ir Björgvin Guðmundssyni, fyrrverandi viðskiptaritstjóra Mogg- ans, ætli að kaupa Harald út. Það er þó ekki staðfest að kaupin séu geng- in í gegn. Í bloggheim- um er aftur á móti slúðrað um sameiningu Mogga og Við- skiptablaðs. Þar yrði undarleg upplifun fyrir Björgvin og þre- menningana sem flúðu Mogg- ann til að fara á Viðskiptablaðið. n Skoðanakönnun Viðskipta- blaðsins sem leiðir í ljós mikla eftirspurn eftir Davíð Oddssyni, ritstjóra Moggans, í landsmál- in vekur furðu. Davíð ber höfuð og herðar yfir veraldlega leið- toga Íslands. Um fjórðungur vildi Davíð aftur sem leiðtoga en á hæla hans kemur Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Athygli vekur sú smánarlega út- reið sem Bjarni Benedikts- son, formað- ur Sjálfstæð- isflokksins, fær en ein- ungis 11,5 prósent treysta honum best. Þetta er vísbending um mikla óánægju inn- an flokksins. Smíðum allar gerðir lykla , smíðum og forritum bíllykla. Verslun og verkstæði Grensásvegi 16 Sími: 511 5858 Ekkert þak hefur verið sett á laun þeirra sem þiggja hlutfallslegar atvinnuleysisbætur úr Atvinnu- leysistryggingasjóði. Þannig eru dæmi um að fólk með allt að 900 þúsund krónur í mánaðarlaun fyr- ir 90 prósenta starf fái 10 prósent atvinnuleysisbætur á móti. Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumála- stofnunar, finnst þetta ekki réttlæt- anlegt. „Ég tel óeðlilegt að einstakling- ar með svo háar tekjur geti bætt sér upp tekjutap vegna minnkaðs starfshlutfalls með greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði.,“ seg- ir Gissur. Breyttar aðstæður á vinnumarkaði Í nóvember á síðasta ári voru gerð- ar breytingar á lögum um atvinnu- leysistryggingar vegna sérstakra að- stæðna á vinnumarkaði. Samkvæmt þeim lögum er heimilt að greiða hlutfallslegar atvinnuleysisbætur til fólks sem að kröfu vinnuveitanda hefur þurft að minnka starfshlut- fall sitt. Sú heimild kemur einnig til ef fólk sem hefur verið í fullu starfi missir vinnuna en fær aðeins hluta- starf á nýjum stað. Þegar atvinnuleysisbætur eru greiddar samhliða minnkuðu starfs- hlutfalli koma laun frá vinnuveit- anda ekki til skerðingar atvinnuleys- isbóta, en gerð er sú krafa að fólk sé í 50 prósenta vinnu eða meira. Tekið skal fram að þessi ákvæði gilda ekki ef starfsmaður óskar sjálf- ur eftir því að minnka við sig í starfi. Með hundruð þúsunda í laun Alls fá um 1.400 manns hlutfallsleg- ar atvinnuleysisbætur úr Atvinnu- leysistryggingasjóði. Lögbundin lág- markslaun í landinu eru tæpar 150 þúsund krónur. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun fyrir ágúst- mánuð fá 955 manns með yfir 150 þúsund krónur á mánuði greiðsl- ur úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Flestir, eða tæplega 400 manns, eru með laun á bilinu 200 til 300 þús- und. Tæplega hundrað launþegar með yfir 400 þúsund krónur á mánuði fá greiddar hlutfallslegar atvinnuleys- isbætur. Tíu þeirra eru með 600 þús- und eða meira á mánuði í launatekj- ur. Endurskoðun ákvæðisins Ákvæði í lögum sem hlutfallslegar atvinnuleysisbætur vegna skerts starfshlutfalls eru grundvallaðar á fellur úr gildi um næstu áramót. Gissur segir að endurskoðun þessa ákvæðis laganna standi nú yfir. Fregnir hafa borist af því að At- vinnuleysistryggingasjóður tæm- ist um mitt næsta ár að óbreyttu. Gissur bendir hins vegar á að sjóð- urinn tæmist aldrei meðan ein- hverjir tryggingagjaldsgreiðendur eru til í landinu. „Útgreiðslukrafa hans yfir ákveðið tímabil getur hins vegar verið meiri en tekjurnar sem renna í hann á sama tíma. Þegar svo er þarf ríkisvaldið að bæta í sjóð- inn, rétt eins og áformað er í fjár- lögum fyrir næsta ár. Það er ávallt mikilvægt að reglur um fram- færslutryggingar á vegum hins op- inbera séu ekki of ívilnandi eða útgreiðsluhvetjandi,“ segir Gissur. Vegna þessa eru þær reglur sem nú eru í gildi til endurskoðunar. HÁTEKJUFÓLK TEKUR BÆTUR Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is launþegar á bótum Launþegar í minnkuðu starfshlutfalli sem fá hlutfallslegar atvinnuleysisbæt- ur laun Fjöldi % Meðaltal starfshlutfalls 100 þúsund eða minna 102 7 52 100-150 316 23 55 150-200 288 21 59 200-300 391 28 69 300-400 182 13 77 400-500 66 5 78 500-600 18 1 78 600-700 8 1 84 700-800 1 0 90 800-900 1 0 90 Samtals 1.373 100 64 Heimild: Vinnumálastofnun Tölur eru frá ágúst 2009. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnum breytast tölurnar lítið á milli mánaða. Fólk með allt að 900 þúsund krónur í mánaðarlaun fær greiddar hlutfallslegar atvinnuleysisbætur í samræmi við lagabreytingar sem gerðar voru í kjölfar efnahagshruns- ins. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir þetta óeðlilegt. Á annað þúsund manns Tæplega þúsund manns með launatekjur yfir lögbundnum lágmarkslaunum fá greiddar hlutfallslegar atvinnuleysisbætur. Alls fá um 1.400 manns slíkar bætur. Mynd PHotos.coM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.