Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 64
n Fjórtán meðlimir voru skráðir í hópinn „Við styðjum sr. Gunnar“ á samskiptasíðunni Facebook í gær. Er hann til stuðnings séra Gunnari Björnssyni sem nýlega var fluttur úr embætti sóknarprests á Selfossi af biskupi Íslands. Meðal þeirra sem styðja prestinn á síðunni er parið Beggi og Pacas. Meðlimir hópsins fordæma „þá aðför sem sr. Gunnar hefur mátt þola að undanförnu af hálfu fjölmiðla, lítils en háværs hluta almennings og loks sjálfs biskups Íslands“. Beggi og Pacas eru ekki einu þekktu andlitin sem styðja við bakið á prestinum sem sýknaður var af kynferðisbrot- um gegn tveimur stúlkum. Þing- maðurinn Árni John- sen hefur einnig lýst yfir stuðn- ingi sín- um. Allt í steik? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur Fyrir Fréttaskot sem leiðir til Fréttar. Fyrir Fréttaskot sem Verður aðalFrétt á Forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta Fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur Fyrir besta Fréttaskot hVers mánaðar. Fyrirtækið Rafeindavirkinn sf. hefur stefnt fyrrverandi forsetaframbjóð- andanum Ástþóri Magnússyni fyrir ógreiddar skuldir. Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, lögmaður Rafeinda- virkjans, segir um einfalt innheimtu- mál að ræða. Fyrirtækið hafi unnið fyrir Ástþór og nú sé deilt um réttmæti kröfunnar. Sigurbjörn vill annars lítið tjá sig um eðli málsins en segir það ósköp einfalt, ekkert merkilegt og snúast um litlar fjárhæðir. Rafeindavirkinn sérhæfir sig með- al annars í loftnetum, tölvum, dyra- símum og gervihnattabúnaði en selur einnig ýmiss konar skotfæri og -vopn. Vinna fyrirtækisins fyrir Ástþór tengist útvarpsstöðinni Lýðvarpinu sem Ást- þór stofnaði í febrúar. Þegar Lýðvarpið var stofnað var Ástþór í framboði fyrir flokk sinn Lýðræðishreyfinguna sem hlaut vægast sagt hrikalega útreið í kosningunum í lok apríl. Ástþór er með lögheimili á Spáni og er eigandi Goldbank, fyrirtæk- is sem býðst til að kaupa gull af al- menningi. Hann sendi seðlabanka- stjóranum Má Guðmundssyni bréf fyrir stuttu þar sem hann bauðst til að að kaupa gullforða bankans, heil tvö tonn af gulli. liljakatrin@dv.is Styðja Séra Gunnar Fyrrverandi forsetaframbjóðandi borgar ekki reikninga: rafeindavirki Stefnir ÁStþóri n Fyrirtækið Netmiðlar ehf. hefur stefnt stjörnukokkinum Sigga Hall vegna skuldar. Samkvæmt Þor- steini Einarssyni, lögmanni kokks- ins, er þetta „... ómerkilegt mál. Ágreining- ur um reikning.“ Netmiðlar ehf. sérhæfir sig í að veita einstakl- ingum ráðgjöf og þjónustu varð- andi markaðs- setningu á net- inu. Fyrirtækið sér um að birta auglýsingar í hinum ýmsu miðlum og gerð vefauglýs- inga. Er það sérstaklega tekið fram á heimasíðu fyrirtækisins að það hafi það sem markmið að bjóða þjón- ustu á lægra verði en tíðkast hefur. kokkur í bobba n Blaða- og leiðsögumaðurinn Snæfríður Ingadóttir er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem sýkst hafa af svínaflensu. Snæfríður lýsir fyrir vinum sínum á Facebook þeirri eymd sem það er að vera smitaður af inflúensunni sem fer eins og eldur um sinu þessa dag- ana. Ekki bætir úr skák að Snæfríð- ur fær ekki flensulyf því hún er með barn á brjósti, en hún eignaðist stúlku í lok ágúst. Snæ- fríður þarf því bara að bíða eftir að pestin gangi yfir og harka af sér þessa hrikalega hvim- leiðu flensu. Snæfríður með SvínaflenSu Er krafan réttmæt? rafeindavirkinn vann fyrir ástþór og fær ekki borgað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.