Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 17
Eftir að hafa alist upp á Flateyri flutti
hann í bæinn og fór á sjóinn 19 ára
gamall. Sú reynsla sannfærði hann
um að sjómennskan væri ekkert líf.
Hann er menntaður vélstjóri, hefur
unnið á dekkjaverkstæði og var í ára-
tug ókrýndur konungur næturlífsins.
Þekktastur er hann þó fyrir rekstur lík-
amsræktarstöðva og er oftast kallaður
Bjössi í World Class. Fullu nafni heitir
hann Björn Leifsson.
Gjaldþrot?
„Ef allt fer á versta veg getur verið að
ég verði keyrður í gjaldþrot. Ég hræð-
ist það vissulega en ég verð þá ekki sá
fyrsti og ekki sá síðasti. Að sjálfsögðu
get ég ekki falið þá tilfinningu að mér
finnst gjaldþrot óþægilegt tilhugsun-
ar,“ segir Björn.
Yfir höfði Björns vofir hugsanlegt
gjaldþrot þar sem einn stærsti kröfu-
hafi á hendur honum, Straumur við-
skiptabanki, hefur hafið mál gegn
honum. Sjálfur íhugar Björn að kæra
til baka fyrir ævintýralega lélega ráð-
gjöf.
Sár krabbi
DV flutti fyrst fréttir af fjárhagsvand-
ræðum Björns og síðan þá hefur
skapast mikil, og á köflum harðorð,
umræða um World Class og færslu
rekstursins milli félaga. Birni finnst
umræðan óvægin í sinn garð og sárn-
ar að eiginkonu hans, Hafdísi Jóns-
dóttur, sé blandað í umræðuna um
eigin fjárhagsvanda. Aðspurður segist
hann vera nokkuð hörundsár að eðl-
isfari. „Í mínum huga stóð alltaf til að
standa í skilum og ég tel mig ekki hafa
gert neitt sem ekki stenst lög. Ég er
ekki að moka flórinn fyrir sjálfan mig.
Hafdís kom ekkert nálægt þessu, að
öðru leyti en svo að hún vann hjá fé-
laginu og er gift mér,“ segir Björn.
„Mér finnst umræðan hafa ver-
ið óvægin og auðvitað særir hún. Ég
verð bara líklega að sætta mig við að
það er kalt á toppnum. Ætli það megi
ekki segja að ég sé frekar hörundsár,
enda krabbi og við erum þekktir fyr-
ir slíkt.“
Vantaði aðstöðu
Björn ólst upp á Flateyri, að eig-
in sögn í húsinu við hliðina á Reyni
Traustasyni, ritstjóra DV. Hann minn-
ist æskuáranna með hlýju og segir
það hafa verið jákvæða lífsreynslu að
alast upp í smáþorpi úti á landi. „Mér
fannst mjög gott að alast þarna upp,
lítill bær og maður þekkti alla,“ segir
Björn.
Björn fór fljótlega að sinna íþrótt-
um af kappi. Hann æfði í fyrstu frjáls-
ar íþróttir og skíði en sneri sér upp úr
unglingsárunum að líkamsræktinni.
„Ég fór fljótlega að æfa sjálfur og var
mjög duglegur í ræktinni en fann allt-
af fyrir því að góða aðstöðu vantaði.
Þess vegna fékk ég þá flugu í höfuðið
að reka sjálfur líkamsræktarstöð því
ég var viss um að ég gæti gert þetta
mjög vel,“ segir Björn.
Sjómennska er fangelsi
Aðspurður segist Björn aldrei hafa
verið mikill námsmaður en kláraði
engu að síður Vélskólann í Reykjavík.
Hann setti fljótlega stefnuna á það
að gera aðeins það sem til þurfti svo
hann næði prófum í skólanum. „Ég
gerði bara það sem þurfti og ákvað
að vera ekki að leggja neitt of mikið á
mig,“ segir Björn.
Frá Flateyri flutti Björn til Reykja-
víkur og eftir að hafa lokið vélstjóra-
námi réð hann sig til sjós. Sjómennsk-
unni sinnti hann í rúm þrjú ár en
viðurkennir að það hafi ekki hentað
sér. „Mér fannst þetta bara fúlt, ég var
alltaf úti á sjó þegar allir aðrir voru
að skemmta sér. Mér líkaði aldrei að
vera svona fastur um borð og vildi
bara komast í land. Í mínum huga er
sjómennskan einfaldlega sjálfskapað
fangelsi,“ segir Björn.
Engin framtíð
„Ég fílaði þetta ekki og sá fljótt að ég
átti ekki framtíðina fyrir mér úti á sjó.
Ég varð að geta stundað íþróttir og
haft gaman af lífinu,“ bætir Björn við.
Að sjómannsferlinum loknum
vann Björn í tvö ár við að sóla dekk
á Gúmmívinnustofunni. Hann segir
það tímabil hafa einkennst af mikilli
vinnu og síðan þá hafi hann eiginlega
ekki stoppað. „Ég er mjög duglegur og
vinnusamur. Ég hef alltaf unnið mjög
mikið. Til dæmis vann ég lengi í rækt-
inni allan daginn og á kvöldin rak ég
skemmtistaði,“ segir Björn.
Ævintýrið hefst
Í júlí árið 1985 opnaði Björn sína
fyrstu líkamsræktarstöð undir heitinu
World Class, þá í litlu húsnæði í Skeif-
unni. Aðspurður segir hann að strax
frá upphafi hafi stöðin slegið í gegn og
leiðin hafi ávallt verið upp á við. „Mér
gekk mjög vel strax frá byrjun og með-
byrinn var mikill. Ég var mjög ánægð-
ur með byrjunina og ég get sko ekki
kvartað yfir ferlinum í þessum líkams-
ræktargeira,“ segir Björn.
Eftir að Björn opnaði sína fyrstu
líkamsræktarstöð gerðist hann síð-
ar rekstraraðili vinsælla veitinga- og
skemmtistaða, Ingólfskaffis og Þjóð-
leikhúskjallarans. Staðina rak hann í
tíu ár og var kóngur næturlífsins um
langt skeið. „Ég rak þarna vinsælustu
skemmtistaði bæjarins og það var
mjög gaman,“ segir Björn.
Giftist samkeppnisaðila
Björn segist varla hafa farið út að
borða eða skemmta sér að næturlagi
síðustu tíu ár. „Eftir 10 ára í bransan-
um fékk ég alveg nóg. Síðan vorum
við komin með börn og svona, þá var
gott að geta verið heima hjá sér um
helgar. Að hætta í skemmtibransan-
um var mikill léttir og má segja að ég
hafi ekki farið út að skemmta mér eða
borða síðan,“ segir Björn.
Hafdís og Björn kynntust á opn-
unarhátiðinni á fyrstu World Class-
stöðinni. Þangað bauð hann helstu
keppinautum sínum og var hún í hópi
þeirra en Hafdís rak þá vinsælt dans-
stúdíó. Þá varð ekki aftur snúið og þau
hafa verið saman síðan.
Erfið lífsreynsla
Aðspurður segir Björn stoltastur af
opnun risastöðvar World Class í Laug-
um. Hann segist hafa gengið með hug-
myndina í höfðinu í sautján ár áður en
hún kom til framkvæmda. „Laugar eru
mjög vel heppnuð stöð þar sem allir
viðskiptavinir okkar eru ánægðir. Ég
réðst þarna í gríðarlega stórt verkefni
enda tók það langan tíma frá því að
hugmyndin kviknaði,“ segir Björn.
En lífið er ekki alltaf dans á rósum
og Björn segist hafa orðið fyrir ýmsum
áföllum á lífsleiðinni. Erfiðasta lífs-
reynslan var þegar Björn missti besta
vin sinn í sjóslysi. „Það sem hefur tek-
ið mest á mig í gegnum tíðina var þeg-
ar besti vinur minn lést þegar Suður-
landið fórst. Það var ofsalega erfið
lífsreynsla,“ segir Björn.
Miklarskuldir
Björn lagði upp í útrásarverkefni á
haustmánuðum árið 2006 og fjár-
festi, í samstarfi við Straum Burðar-
ás, í keðju heilsuræktarstöðva í Dan-
mörku. Keðjan heitir Equinox og þá
voru starfræktar þrettán stöðvar undir
því heiti, tólf stöðvar á Jótlandi og ein
risastöð í Kaupmannahöfn. Verkefnið
misheppnaðist og í dag skuldar Björn
bankanum talsvert fé.
Straumur keypti á dögunum kröfu
Kaupþings og getur bankinn þannig
nálgast persónulegar ábyrgðir gegn
Birni og staðið sterkari fótum fyr-
ir dómstólum. Fyrir þessari skuld er
hann í persónulegri ábyrgð og því
hætta á að hann verði á endanum úr-
skurðaður gjaldþrota.
Betri stellingar
Björn lítur á nýlegar aðgerðir Straums
sem persónulega árás. Hann hefur
beðið lögmann, Sigurð G. Guðjóns-
son, að undirbúa málshöfðun gegn
bankanum. „Það virðist vera sem þeir
séu að reyna að koma sér í betri stell-
ingar til þess að ná mér persónulega.
Það er bara þannig að bankinn ætlar
að gera á mig persónulega árás, með
aðstoð ríkisbanka. Þetta finnst mér
mjög ámælisvert,“ segir Björn.
„Það er ekki eins og ég sé að reyna
koma mér undan einhverju. Fyrir
þetta hafði Straumur ekkert á mig per-
sónulega í höndunum. Mér finnst það
algjör skandall að ríkisbankinn Kaup-
þing skuli selja kröfu gegn mér yfir til
annars banka. Það er sjálfur banka-
stjórinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem
skrifar undir það afsal.“
Bjargar rekstrinum
Björn ítrekar að þó að hann sjálfur fari
hugsanlega á hausinn standi World
Class eftir óhult. Hann viðurkennir að
sökum greiðsluþrots fyrirtækisins hafi
rekstur þess verið færður yfir í annað
félag, upprunalegt eignarfélag lík-
amsræktarinnar. Þangað hafa helstu
rekstrarsamningar og daglegur rekst-
ur verið færður til að bjarga rekstrin-
um. „Við erum ekki að færa reksturinn
yfir í nýtt félag heldur í móðurfélag.
Málið er mjög einfalt, félagið var orðið
greiðsluþrota og til bjargar var rekst-
urinn færður yfir. Svona náum við
að bjarga rekstri World Class og við-
skiptavinum fyrirtækisins. Þetta er allt
gert með löglegum hætti,” segir Björn
og bætir við:
„Við erum að bjarga rekstrinum
út úr greiðsluþrotinu þannig að við-
skiptavinirnir geti haldið áfram að
æfa. Annars hefðum við þurft að loka
stöðinni því bankinn rifti húsaleigu-
samningnum. Þá hefði ég þurft að
taka tækin og opna einhvers staðar
annars staðar undir nafninu.“
Stoltur af rekstrinum
Útrásarverkefnið í Danmörku hefur
verið Birni kostnaðarsamt og enn sér
ekki fyrir endann á því. Hann segist
nú þegar hafa tapað fimm hundruð
milljónum á verkefninu en segir það
ekki koma niður á rekstri World Class
á Íslandi. „Þetta kemur rekstri World
Class á Íslandi ekkert við, að öðru
leyti en því að félagið var í ábyrgð fyr-
ir lánum sem við fengum. Reksturinn
gengur mjög vel og hefur alltaf gengið
mjög vel. Við erum að bjarga íslensk-
um rekstri og íslenskum viðskiptavin-
um út af einhverri vitleysu þarna úti í
Danmörku,“ segir Björn.
World Class er vörumerki
„Það má ekki setja samasemmerki
á milli mín og World Class, þó að ég
fari á hausinn þýðir það ekki að World
Class fari á hausinn. World Class er
ekki kennitala, World Class er vöru-
merki. Ég er mjög stoltur af rekstrin-
um og uppbyggingu World Class á
Íslandi. Þetta er mjög gefandi starf.
Þetta hefur gengið mjög vel og við
gerum ekkert annað en að hjálpa tug-
þúsundum til betra lífs og betri heilsu.
Það viljum við hjónin gera áfram.“
Engar veiðar
Aðspurður viðurkennir Björn að fjár-
hagsvandræði og efnahagsástand-
ið hafi orðið til þess að þau hjónin
hafi þurft að breyta lífstíl sínum. Hús
þeirra hjóna er mikið skuldsett en
hann reiknar með því að halda því.
„Tilhugsunin um gjaldþrot er ekki
góð. Að sjálfsögðu höfum við dregið
saman í einkaneyslunni hjá okkur því
við þurfum að haga seglum eftir vindi.
Við erum ekki lengur að ferðast eins
mikið til útlanda til dæmis og ég hef
ekkert farið að veiða síðustu tvö ár og
skíðaferðir erlendis hafa heldur ekki
verið neinar,“ segir Björn.
fréttir föstudagur 30. október 2009 17
TrauSTi hafSTEinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Mér finnst umræðan hafa verið óvægin og auð-
vitað særir hún. Ætli það megi ekki segja að ég sé
frekar hörundsár, enda krabbi og við erum þekkt-
ir fyrir slíkt.“
World Class á Íslandi
World Class var stofnað í júlí árið
1985 og er fyrirtækið því nærri 25 ára
gamalt. Starfsemin byrjaði í Skeifunni
3c í litlu húsnæði, þremur árum síðar
fluttist starfsemin í Skeifuna 19 og
þá var stærðin nánast tvöfölduð
í fermetrum talið. Árið 1995 flutti
fyrirtækið í eigið húsnæði í Fellsmúla
þar sem aðstaðan var orðin 1.760 fm
og voru höfuðstöðvar fyrirtækisins
starfræktar þar þangað til 2004 er
þær fluttust í Laugar á Sundlaugavegi
30a. Árið 2000 var opnuð glæsileg
stöð í Austurstræti og árið 2001 var
þriðja stöðin opnuð í Spönginni í
Grafarvogi. Árið 2004 var starfsstöð-
inni í Austurstræti lokað og ný opnuð
í húsi Orkuveitunnar á Bæjarhálsi. Í
desember 2007 og janúar 2008 voru
svo opnaðar fjórar World Class-stöðv-
ar sem eru í Hafnarfirði, Mosfellsbæ, á
Seltjarnarnesi og í Kópavogi.
Berst fyrir World Class
Bjössi stofnaði World Class
árið 1985, en er nú í baráttu
um að halda fyrirtækinu.
Giftist samkeppnisaðila
Dísa rak dansstúdíó þegar
Bjössi bauð henni á opnun
World Class.