Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 28
28 föstudagur 30. október 2009 fókus
Royal Shakespeare Theatre, RSC,
er önnur helsta leiklistarstofnun
Bretlands, við hlið Þjóðleikhúss-
ins, National Theatre, á suðurbakka
Thames í London. RSC hefur hins
vegar aðalbækistöðvar sínar í Strat-
ford-upon-Avon, fæðingarbæ Willi-
am Shakesperes, jafnframt því sem
það sýnir í London. Leikhúsið gamla,
sem eitt sinn hét The Shakespeare
Memorial Theatre og hefur staðið á
sama stað á bakka Avon-fljótsins frá
því seint á nítjándu öld, hefur verið
lokað vegna endurbyggingar í þrjú
ár og er áætlað að það opni í ársbyrj-
un 2011. Á meðan hefur leikflokkur-
inn aðeins eitt svið í Stratford, The
Courtyard, sem er skammt frá eldra
leikhúsinu. En það er ágætis leikhús,
byggt eftir fyrirmynd hins elísabet-
anska leikhúss, ekki ósvipað og The
Globe í London sem margir Íslend-
ingar hafa komið í. The Courtyard
er hins vegar innileikhús, ívið minna
í sniðum en The Globe og öllu hlý-
legra, með góða nánd milli sviðs og
salar. Stórt fram- eða öllu heldur
aðalsvið gengur inn í salinn miðjan;
þetta er sviðsskipan sem knýr menn,
leikstjóra jafnt sem leikara, að leggja
ekki síður áherslu á hið talaða orð en
þau sjónrænu hjálpartæki sem svo
oft verða hálfgerð martröð á nútíma-
leiksviðum.
„Byltingar“ í Stratford
Þegar gagnrýnandinn hafði stutta
viðdvöl í Stratford snemma í haust,
var þar sitthvað áhugavert í boði:
mjög vönduð sýning á Sem yður
þóknast, einum vinsælasta gaman-
leik Shakespeares, og tvær sýning-
ar á nýsömdum rússneskum leikrit-
um. Þær voru frumsýndar á meðan
hann stóð þarna við og marka upp-
haf á stóru prójekti, Revolutions,
sem RSC stendur fyrir næstu fjögur
ár – menn hugsa svolítið lengra þar
á bæ en við eigum að venjast hér.
Tilgangur þess er að kynna stöðu
rússneskrar leiklistar og leikritunar
bæði í samtíðinni og á tíma Sovét-
ríkjanna, og bregða jafnframt ljósi á
það hvað Vesturlandamenn, ekki síst
Bretar, hafa fengið frá rússneskum
leiklistarmönnum. Rússar hafa haft
margvísleg áhrif á vestræna leikrit-
un; hvað varðar list leikarans má vel
segja að þeir hafi þegið síst minna af
nágrönnum sínum í vestri en hinir
síðarnefndu hafa lagt þeim til á móti.
Stanislavský dró í teoríu sinni sam-
an ákveðin meginatriði leikrænnar
túlkunar betur en nokkur annar hef-
ur gert og leikrit Tsjekhovs eru víðar
leikin en flestra annarra nútímaleik-
skálda (venjan er að láta það hugtak
ná aftur til seinni hluta nítjándu ald-
ar og miða við Ibsen); í leikskrá RSC
er því haldið fram að Shakespeare
einn sé vinsælli en Tsjekhov, og er
sú staðhæfing ugglaust reist á góðri
statistík.
Rússnesku leikritin tvö, sem ég sá
þarna á dögunum, voru bæði sam-
in eftir pöntun frá RSC. Þau heita á
ensku The Drunks (Drykkjusvolarn-
ir) og The Grain Store (Kornhlað-
an). Hið fyrra var samið af tveim-
ur bræðrum, Mikhail og Vyacheslav
Durnenkov, sem munu hafa skrifað
sitthvað saman áður í góðu bróðerni,
en höfundur hins síðara er Natalia
Vorozhbit, sem er reyndar frá Úkra-
ínu. Drykkjusvolarnir eru satíra um
rússneskan smábæjarmóral; her-
maður nokkur snýr aftur til heima-
bæjar síns frá styrjaldarátökum í
Tsjetsjeníu; heimamenn hyggjast
taka á móti honum sem stríðshetju,
en í raun verða viðtökurnar talsvert
aðrar. Konan hans hefur gefist upp
á að bíða eftir honum og annar er
kominn í bólið; pólitíkusarnir hafa
mestan áhuga á að nota hann sér til
framdráttar í bæjarpólitíkinni. Þetta
var frekar gróft í sniðum allt sam-
an, bæði efnið og útfærsla höfund-
anna, en líflegt og fór auðheyrilega
vel í áhorfendur sem tóku leiknum
með fögnuði; hvort þeir hafa kann-
ast við eitthvað af þessu frá sjálfum
sér skal ósagt látið, en kæmi ekki á
óvart; Bretar hafa sem kunnugt er
verið iðnir við að senda æskublóma
sinn til manndrápa meðal framandi
þjóða, og eru enn. Hinn rússneski
smábær hefur löngu unnið sér fast-
an sess í heimsbókmenntunum sem
eins konar táknmynd, mikrókosm-
os allra slíkra bæja; ætli það hafi
ekki byrjað með Eftirlitsmanninum
ódauðlega sem Nemendaleikhúsið
er að fást við um þessar mundir, og
haldið svo áfram hjá Tsjekhov.
Kornhlaðan er miklu bitastæðara
verk; það gerist í sveitaþorpi í Úkra-
ínu upp úr 1930 og lýsir því hvern-
ig stjórn Stalíns rústaði lífi fólksins
með ofbeldisfullri samyrkjuvæðingu
landbúnaðarins. Ef einhver spyrði
mig, gæti ég mælt með því að leik-
húsin hér kynntu sér það; nú þegar
menn tala sem mest um hrun kapít-
alismans, er nauðsynlegt að gleyma
ekki helstu „afrekum“ Stalíns og ann-
arra kommúnískra einræðisseggja,
og fróðlegt að skoða verkið með hlið-
sjón af Svartbók kommúnismans sem
er nú nýkomin út á íslensku og sumir
segja að hin vinstri sinnaða kúltúrel-
íta landsins ætli að þegja í hel. Mich-
ael Boyd, sem hefur verið leikhús-
stjóri RSC síðustu sex ár og er einn af
fremstu leikstjórum Breta, setti leik-
inn á svið; sýningin var einstaklega
fallega gerð og sumt í henni mjög
áhrifamikið. Eitt magnaðasta atriðið
segir frá því, þegar kommissarar Stal-
íns birtast í þorpinu þar sem íbúarnir
lifa við sult og seyru, og skipa þeim
að setja á svið eðlilegt þorpslíf handa
bandarísku kvikmyndagengi sem
von er á til að gera heimildamynd; af
því tilefni er dreginn fram veislukost-
ur slíkur að veslings fólkið hefur ekki
séð annað eins í langan tíma. Þegar
fréttist síðan að Kanarnir séu hættir
við komuna, ætla kommisararnir að
pakka öllu saman, en þá tryllist fólkið
og ræðst að matvælunum – eins þótt
byssukjaftarnir gíni við því. Hryllingi
stalínismans og þessarar sögu allrar
verður auðvitað aldrei lýst til fulln-
ustu á leiksviði, ekki frekar en veru-
leika eyðingarbúðanna, en þarna var
farin leið sem er einmitt sú rétta: að
gefa í skyn, forðast að velta sér upp úr
viðbjóðnum, treysta áhorfandanum
til að yrkja í eyðurnar – af því að hver
viti borin manneskja er fullfær um
að skilja og skynja hvað í þeim felst.
Ekkert leikhúsblóð eða nærgöngult
ofbeldi – og samt kemst maður við og
fer úr leikhúsinu djúpt snortinn.
Og enn lifir Shakesperare ...
Sem yður þóknast er talsvert önnur
Ella, en það er á sinn hátt ágæt Ella.
Það var raunar einnig Michael Boyd
sem setti þann leik á svið. Þetta var
athyglisverð sýning, hæfilega óróm-
antísk á þessu rómantíska verki sem
sumir tískuleikstjórar hafa verið iðnir
við að „afbyggja“ og breyta í eitthvað
allt annað en það er frá hendi skálds-
ins; ég hef séð svo ömurlega vitlaus-
ar sýningar á leikritinu að ég get varla
minnst á það ógrátandi. Sem yður
þóknast er ástarsaga í reyfarakennd-
um stíl þeirra sveitasælubókmennta
sem fólk var sólgið í á dögum Shake-
speares, en oft hefur maður grun
um að skáldið hafi undir niðri verið
orðið hundleitt á barnalegum klisj-
um bókmenntagreinarinnar þó að
hann hafi viljað tolla í tískunni með
því að skrifa í anda hennar. En sjálf-
sagt hafði hann einnig sínar taugar til
sveitarómananna, svona líkt og við
höfum til krimmanna sem við gleyp-
um í okkur þrátt fyrir allt ruglið sem
þeir eru fullir af.
Fyrri hluti gamanleiksins er með-
al þess skemmtilegasta sem Shake-
speare samdi og vísast aðalskýr-
ing þeirra vinsælda sem hann hefur
notið; síðari hlutinn sem fer fram í
hinum dularfulla Ardenskógi, hef-
ur mér, með fullri virðingu fyrir
meistaranum, alltaf þótt of teygð-
ur. Shakespeare varð stundum líkt
og ástfanginn af persónum sínum,
leyfði þeim jafnvel að flæða út yfir
alla bakka; í þessum leik er það kven-
hetjan Rósalind sem á hug og hjarta
skáldsins – og áhorfenda; ótrúlega
nútímaleg kona sem tekur málin í
sínar hendur. Hún er ein þeirra vilja-
sterku kvenna sem Shakespeare var
greinilega heillaður af; margir fræði-
menn halda að mamma hans hafi
verið þannig, en hún var einmitt af
ætt Ardena í Varvíkurskíri – og því
ber töfraskógurinn í Sem yður þókn-
ast nafn hennar. Svona geta þræð-
irnir legið á ýmsa vegu hjá Vilhjálmi
blessuðum. Hér fór Rósalind leik-
konunni Katy Stephens mjög vel úr
hendi og Forbes Masson flutti eina
frægustu ræðu Shakespeares, þulu
hins beisklynda Jacques um sjö ald-
ursskeið mannsins, svo fallega að
ég hef vart heyrt það betur gert öðru
sinni. Þó að Shakespeare hafi legið
í gröf sinni í Þrenningarkirkjunni í
Stratford, fáein skref frá The Court-
yard, í bráðum fjögur hundruð ár er
hann enn ferskastur og dýpstur allra
skálda – þegar kunnáttumenn fara
höndum um hann.
Leiklistargagnrýnandi DV, Jón Viðar Jónsson, skrapp til Stratford í Englandi fyrr í haust og sá sitthvað
áhugavert. Þar á meðal var vönduð sýning á Sem yður þóknast, einum vinsælasta gamanleik Shakespeares,
og tvær sýningar á nýsömdum rússneskum leikritum.
stutt ferð
til stratford
Sem yður þóknast „... athyglisverð sýning, hæfilega órómantísk á þessu rómantíska
verki ...“ Katie Stephens og Jonjo O’Neill (Orlando) As You Like It
Kornhlaðan Sam Troughton
og Mariah Gale í sýningunni The
Grain Store, eða Kornhlöðunni.