Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 42
42 föstudagur 30. október 2009 sport Snorri Steinn Guðjónsson hefur stýrt sóknarleik íslenska landsliðsins í handbolta af miklum myndarskap síðustu ár og er fyrir löngu orðinn einn almikilvægasti leikmaður þessa liðs sem öll þjóðin elskar. Hann hef- ur undanfarin ár leikið með einu stærsta liðinu í Danmörku, GOG frá Svendborg, en rétt fyrir tímabilið var hann kominn í gulan búning Rhein- Neckar Löwen, stórliðsins sem Guð- jón Valur Sigurðsson og Ólafur Stef- ánsson leika með. Snorri er aðeins með árs samning og viðurkennir að hann hafi hugann við það, sérstak- lega hafi það truflað hann fyrst. Hann reynir þó núna bara að njóta þess að vera kominn á toppinn á ferlinum. Erfitt að yfirgefa Danmörku „Ég er svona hægt og rólega að koma mér fyrir og mér líður bara vel. Það er engin spurning,” segir Snorri Steinn spurður um veruna í Þýskalandi til þessa. Bras var þó til að byrja með eins og við mátti búast þegar menn ætla að flytja búferlum einn, tveir og þrír. ,,Eins og flestir vita bar þennan flutning svolítið öðruvísi að heldur en gengur og gerist þannig að ég fór eiginlega bara í flýti frá Danmörku. Þessi tími sem maður þarf að gefa sér í að flytja á milli landa, hann hafði ég einfaldlega ekki þannig að fyrsti mánuðurinn var svolítið strembinn. Maður var með hugann á mörgum stöðum til að byrja með,“ segir Snorri Steinn og viðurkennir að erfitt hafi verið að yfirgefa Danmörku. „Hjá GOG fannst mér spennandi tímar fram undan þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu félagsins.Ef ég lít fram- hjá því hafði ég mikla trú á liðinu og það hefur sýnt sig núna. GOG er í öðru eða þriðja sæti og gengur vel,“ segir Snorri en Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari tók við þjálfarastöðunni hjá GOG fyrir tíma- bilið. Gisti hjá Guðjóni Hjá Rhein-Neckar Löwen voru fyrir tveir Íslendingar. Guðjón Valur Sig- urðsson hefur leikið þar í tvö ár og Ólafur Stefánsson gekk í raðir þess í sumar. Snorri er hæstánægður með að hafa þessa tvo vini sína með sér. „Það er algjör lúxus að vera með tvo Íslendinga með sér. Við þekkj- umst náttúrlega vel úr landsliðinu og erum góðir vinir,“ segir Snorri en sérstaklega var Guðjón Valur honum hjálplegur til að byrja með. „Ég bjó hjá þeim hjónunum fyrstu tvær vikurnar, var þar bara í góðu yf- irlæti. Konurnar okkar allra þekkjast líka vel og við eigum allir börn. Þetta eru bara algjör forréttindi að vera í svona góðu liði með Íslendinga með sér.“ Ánægður með stórt hlutverk Snorri hefur fengið mikinn spiltíma með Löwen strax í byrjun móts þrátt fyrir að annar leikstjórnandi hafi ver- ið keyptur til liðsins á sama tíma. Honum koma mínúturnar ekkert á óvart. „Ég fór náttúrlega þarna til að spila og auðvitað vill maður allt- af spila sem mest. Þetta er samt vel mannað lið með tvo menn í hverri stöðu og jafnvel meira en það. Það er því erfitt að ætlast til að maður spili allan tímann í hverjum einasta leik. Leikirnir eru samt mjög margir þegar við erum að berjast í öllum keppnum. Hingað til er ég samt mjög ánægður með mitt hlutverk í liðinu og mun halda áfram að gera mitt besta,“ segir Snorri og heldur áfram: ,,Ég er náttúrlega bara hæst- ánægður með að vera kominn í svona stórt lið og það er um að gera að njóta þess. Þetta er auðvitað draumurinn. Þýska deildin er sú besta í heiminum þannig að það að spila í góðu liði þar verður ekkert toppað,“ segir hann. Tapa ekki leik „Við vorum kannski svolítið óheppn- ir með leikjaprógramm til að byrja með,“ segir Snorri um brösótta byrj- un Rhein-Neckar á tímabilinu í Þýskalandi. Löwen mætti þar tveim- ur sterkustu liðum deildarinnar, Kiel og Hamborg, alveg í blábyrjun og tapaði mikilvægum stigum. Síð- an þá hefur gangurinn verið góður. Eiginlega mjög góður eins og Snorri útskýrir. „Í byrjun áttum við erfiða leiki gegn Kiel og Hamborg. Þá vorum við ekki komnir nægilega langt á veg til að standa svoleiðis stórliðum snúning. En eftir það höfum við ekki tapað leik og erum á góðu róli. Við spilum vel og vinnum leikina sann- færandi. Í október til dæmis unnum við alla leikina nema einn og gerð- um eitt jafntefli. Við erum alltaf að bæta okkur.“ Með hugann við samninginn Snorri er aðeins með samning til eins árs og veit því í dag ekki hvern- ig staða hans verður þegar tímabil- inu lýkur. „Handboltinn er nú bara svona. Þetta er sígaunalíf,“ seg- ir Snorri Steinn og hlær við. Hann viðurkennir þó fúslega að þetta hafi áhrif á hann og gerði töluvert til að byrja með. „Auðvitað er þetta einhvers stað- ar aftarlega í hausnum á manni. Maður er náttúrlega með fjölskyldu og verður að hugsa um fleiri heldur en sjálfan sig. Þetta truflaði mig til að byrja með en nú er ég búinn að ýta þessu til hliðar. Ég er bara staðráð- inn í að standa mig og svo sé ég hvað kemur út úr þessu öllu,“ segir hann. Hvað sem verður er leikstjórnand- inn brattur og hvergi banginn við næsta skref, hvað svo sem það verð- ur. ,,Ég er aldrei smeykur við að tak- ast á við nýjar áskorarnir. Ég vonast auðvitað til að vera lengur hjá Lö- wen en ef það verður ekki bíður mín bara nýtt ævintýri einhvers staðar annars staðar,” segir Snorri Steinn Guðjónsson. Handboltinn Landsliðsmaðurinn í handbolta, Snorri Steinn Guðjónsson, skipti snögglega um lið rétt fyrir tímablið. Hann yfir- gaf þá danska liðið GOG fyrir þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen sem tveir félagar hans úr landsliðinu leika með. Hann er aðeins með samning til eins árs og veit að nýtt ævintýri getur allt eins beð- ið hans næsta sumar. DV hitti Snorra í vikunni og ræddi um veruna í Þýskalandi er síga nalíf TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Á fullri ferð Snorri er einn af silfurdrengj- unum en hann er fyrir löngu orðinn einn mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðs- ins. Hann er ánægður í Þýskalandi. Spilar stórt hlutverk Snorri hefur stýrt leik Löwen af miklum myndarskap og langt er síðan liðið tapaði. MYND RhEiN-NEckAR-lOEwEN.DE Fær orð í eyra Snorri fær hér ráðleggingar frá aðstoðarþjálfara Löwen. MYND RhEiN-NEckAR-lOEwEN.DE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.