Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 36
36 föstudagur 30. október 2009 helgarblað Mér finnst gott að tala í bíl, sérstaklega ef maður slekkur á farsímanum og útvarp-inu,“ segir Magnús Eiríksson tónlistar- maður og slekkur á hvoru tveggja skömmu eftir að blaðamaður er sestur upp í bílinn hjá honum. Magnús sækir hann í vinnuna upp á Lyngháls og tekur stefnuna í austur. Út úr bænum. „En til þess að geta talað í bíl þarftu að kom- ast út úr kraðakinu í innanbæjartraffíkinni, þó að við innfæddir Reykvíkingar getum hugsað um fjóra hluti í einu – borða pylsu, drekka kók, tala í farsíma og keyra bíl. Ef þú bætir einhverju einu við fer allt í köku.“ Bókin um ævi Magnúsar sem kom nýverið út, Reyndu aftur, er líka byggð á samtölum sem skrásetjarinn Tómas Hermannsson átti við tón- listarmanninn í bíl. „Tómas segir að ég geti ekki talað neins staðar nema í bíl,“ segir hann. Lentur aftur í „pakkanum“ Tekurðu oft samtöl, kannski af alvarlega taginu sem þörf er á að taka, í bílnum fyrir utan bæinn? „Viðtöl sem eru tekin í kyrrstöðu, þar sem þú neglir þig niður í einhvern stól og setur þig í einhverjar stellingar, held ég að virki ekkert bet- ur heldur en bílaviðtöl. Þau verða uppskrúfaðri og þú ert ekki í sama tempói og manneskjan er venjulega. Venjulegur Reykvíkingur er í þessu tempói, að keyra og er að verða seinn á fullt af stöðum. Kannski má segja að venjulegur Reykvíking- ur þurfi núna að vera í þremur vinnum til að geta borgað reikningana. Ég er búinn í þessum pakka fyrir löngu en er samt einhvern veginn lent- ur inni í honum aftur. Óviljandi. Áður fyrr var maður kannski í þremur vinnum og var vinn- andi allt upp í sextán klukkustundir á sólarhring. Svoleiðis stress getur farið voða illa með menn. Síðustu árin hef ég því reynt að bremsa niður og verið aðallega að sinna tónlistinni. Sem er mjög skemmtilegt.“ Lentur inni í þessum pakka aftur segirðu – þurftirðu að fara að vinna meira eftir hrunið? „Nei, en eins og aðrir sé ég að skuldirnar hækka. Við borgum meira fyrir það sem við lát- um ofan í okkur, bensínið á bílinn og svoleiðis. Ég er ekki að kvarta, ég hef mitt nokkurn veginn undir kontról. En ungt fólk sem trúði á krafta- verkið er náttúrlega að fara mjög illa út úr þessu ævintýri núna.“ Fallast þér hendur frammi fyrir einhverjum reikningum sem þú færð inn um lúguna hjá þér þessa dagana? „Nei, nei. Ég er kominn yfir það versta í mínu lífi.“ ViLdi segja söguna sjáLfur Tómas talar um í formálanum að hann hafi suð- að í þér í nokkur ár að fá að gefa út ævisögu þína en þú alltaf hafnað því. Hvers vegna samþykkt- irðu það núna loksins? „Ég fór að hugsa málið upp á nýtt, fór að hugsa um að einhverjum gæti dottið í hug að skrifa ævisögu mína þegar ég væri dauður og þá fannst mér það miklu sterkari leikur að hafa hönd í bagga með slík skrif á meðan ég er lif- andi,“ útskýrir Magnús og hlær. „Það var aðalástæðan, svona eftir að ég hugs- aði málið alveg í botn. Svo er það líka að þetta er ekki hefðbundin ævisaga heldur samtalsbók. Og í raun og veru er þetta „road-book“ eins og Am- eríkaninn myndi segja. Það er tempó í henni.“ Ertu ánægður með útkomuna? „Mjög ánægður. Það er náttúrlega fullt af sög- um sem við skildum eftir, angar í hinar og þessar áttir þar sem ég er að eltast við fjölskylduna og svona, en ég hugsa að það sé betra að hafa þetta svona tempóbók.“ Tómas sagðist hafa stungið upp á fjölda rit- höfunda til að skrifa söguna en þú hafir gefið lítið fyrir þær hugmyndir, og svo á endanum skrásetti hann hana. Vildirðu alls ekki fá einhvern alvöru rithöfund til að skrifa þetta? „Nei, ég vildi bara segja söguna sjálfur. Það er málið. Og ég var bara ekki tilbúinn fyrr því ég var ekki búinn að sjá rétta flötinn á bókinni. Svo þeg- ar við fengum okkur einhvern tímann bíltúr og byrjuðum að tala um þetta verkefni einn gang- inn enn datt mér í hug að taka með upptökutæki og bara setja í gang. Tómas tók svo að sér skrá- setninguna.“ Hatar að taLa í sjónVarpi Þeir sem hafa séð viðtal við Magnús í sjónvarp- inu hafa kannski tekið eftir að hann er ekki mjög impóneraður yfir slíku. Hann virðist yfirleitt bíða eftir því að masinu ljúki svo hann geti farið að spila. Blaðamanni finnst hann vera að spjalla við allt annan Magnús þarna í bílnum, gráum Volvo sem Magnús hefur átt í nokkur ár, þar sem við erum staddir miðja vegu á milli Mosfellsbæjar og Kjalarness. Magnús kvittar undir að málbeinið hjá hon- um sé aldrei mjög laust í sjónvarpsútsendingu. „Já, ég hata það að tala í sjónvarpi. Þar getur maður ekki keyrt um, fyrir utan að það er skellt á mann svo sterku ljósi og miklu „meiköppi“ að maður getur ekki annað en skrúfast pínulítið til. Nema náttúrlega fólk sem búið er að koma sér upp rútínu og hefur látið tala við sig í nokkur ár. Samt er eins og sumir stjórnmálamenn ætli aldrei að venjast þessu helvíti og eru alltaf jafn- stífir og uppskrúfaðir,“ segir Magnús og hann og blaðamaður skella upp úr. Búast mátti við að titill bókarinnar yrði sóttur í eitthvað af lögunum þínum, en af hverju varð Reyndu aftur fyrir valinu? „Eins og sést í bókinni fer ég í klessu einu sinni eða tvisvar, tilfinningalega og neyslulega, og missi tökin á mínu lífi. En ég fæ séns til þess að reyna aftur. Það finnst mér lýsa svolítið atti- túdi mínu til lífsins, að það þýðir ekkert að detta niður og væla.“ erfið ameríkusigLing með pabba Þú ert sjómannssonur. Hvers konar áhrif hefur það á lítinn pjakk að vera ekki í kringum pabba sinn löngum stundum, allt upp í tvo mánuði í senn? „Mínusinn við það var að hann var ekki í landi til þess að ala okkur systkinin upp. Eða „mínus“ innan gæsalappa. Við bjuggum í kjallaranum hjá afa og ömmu og afi tók þetta að sér, að hafa vit fyrir okkur. Pabbi var fyrst á togurum en fór svo í millilandasiglingar og það var mjög gaman að eiga pabba sem var í slíkum siglingum þeg- ar ekkert fékkst á Íslandi. Ég veit að mamma var pirruð á þessu siglingastússi á honum og vildi að hann drifi sig í land og færi að selja eitthvað. Pabbi undi bara ekki lengi í landi.“ Þegar Magnús var orðinn unglingur fékk hann að starfa á sumrin sem messagutti og há- seti á millilandaskipum sem pabbi hans, sem hét Eiríkur Ólafsson, var á. Hann var himinlif- andi með það. En sumarið 1960, þegar Magnús var fimmtán ára, fór hann í túr til Bandaríkjanna sem sökum mikilla veikinda sem hann upplifði á leiðinni varð mjög eftirminnilegur. Ferðin varð einnig eftirminnileg vegna fleiri atvika, meðal annars þess að lekandi greindist hjá nánast allri áhöfninni og þurfti hún því að dveljast í sóttkví fyrir utan höfnina í New York í tvo sólarhringa. Magnús og pabbi hans voru þó á meðal þeirra sem sluppu við óværuna. Eiríki fannst gaman að fá sér í glas eins og sonurinn upplifði hjá sjálfum sér ekki löngu eftir þessa örlagaríku ferð. Og þegar það var gert tók hann alltaf lagið. „En hann vildi helst ekki fá sér í glas nema að geta fengið sér afréttara daginn eftir,“ segir Magnús. „Hann kallaði það að gæla við þynnkuna. En hann var samt edrú vikum og mánuðum saman í sjóstússinu. Það var ekkert drukkið úti á sjó í þessum túrum sem hann var í.“ smíðaði sinn eigin rafmagnsgítar Við erum komnir upp á Kjalarnes og Magnús stoppar fyrir utan bensínstöðina sem stendur þar nánast við þjóðveginn. Hann réttir blaða- manni 500 krónur, biður hann um að kaupa fyr- ir sig sódavatn og segir að ég megi sjálfur kaupa mér eitthvað að drekka fyrir afganginn. Á meðan ætli Magnús að hringja eitt símtal. Blaðamaður kann ekki við að þiggja boðið góða, kaupir sóda- vatnið og svo heldur ferðin áfram. Tónlistarmanninn í sér uppgötvaði Magn- ús fyrst þegar hann heyrði í rafmagnsgítarnum þegar hann var í Gaggó Aust. „Ég og Leifur Breið- fjörð vinur minn vorum að labba á horninu hjá Hjálpræðishernum en það var sjoppa í kjallaran- um á húsinu beint á móti. Þaðan glumdi einhver tónlist úr juke-boxi og við Leifur fórum þangað. Þá var þetta lag sem heitir Guitar Boogie Shuffle með hljómsveit sem hét Virtues, lítt þekktu bandi í dag. Ég heillaðist gjörsamlega og fór heim að reyna að spila það.“ Magnús kom fyrst fram með eins konar skóla- bandi í Gaggó Aust sem í voru meðal annarra áðurnefndur Leifur sem þekktur er fyrir afrek sín á myndlistarsviðinu. Magnús kveðst einnig hafa verið feikilega vinsæll partíspilari. „Um leið og ég var búinn að ná nokkrum gít- argripum og búinn að fá smá tilsögn í að nota þau var ég farinn að spila í partíum hjá fjölskyld- unni. Undrabarnið var leitt fram á sviðið þegar fólkið var búið að fá sér vel í glas. Hróður minn spurðist víða. Það endaði með því að ég smíðaði mér sjálfur rafmagnsgítar. Ég komst yfir gítarháls og þá er nú hálfur sigurinn unninn.“ Hvenær samdirðu fyrsta lagið þitt? „Ég man það bara ekki, svei mér þá. Ætli ég hafi ekki verið átján ára, 1963 – alla vega þar sem ég samdi bæði lag og texta. Það var lagið Koma engin skip í dag? Svo var ég búinn að gera eitt- hvað smávegis með Pónik.“ fékk sjáLfstraustið með mannakornum Spilamennskan fer á fullt hjá Magnúsi upp frá því að hann eignast almennilegan magnara. Hann spilar mikið með „hálfgerðri“ skólahljómsveit í Kópavogi, síðan Skuggasveinum, EM sextett og hljómsveitinni Pónik sem seinna varð Pónik og Einar eftir að Keflvíkingurinn Einar Júlíusson varð söngvari hennar. Síðastnefnda hljómsveitin var fyrsta „at- vinnuband“ Magnúsar. Þeir spiluðu oft og víða – á skólaböllum, í Sigtúni, á Keflavíkurflugvelli og stundum í Glaumbæ. Á árunum 1965 til 1975 spilaði Magnús með ýmsum tónlistarmönn- um undir ýmsum hljómsveitarnöfnum. Árið 1975 varð Mannakorn svo til að nafninu til þeg- ar samnefnd plata kom út. Þar var að finna lög eins og Ó, þú, Komdu í partý, Hudson Bay og Í rúmi og tíma sem Vilhjálmur Vilhjálmsson söng. Platan fékk mjög góðar viðtökur en tveimur árum seinna gáfu Mannakorn út aðra plötu sem varð enn vinsælli. Það var Í gegnum tíðina þar sem voru slagarar eins og Garún, Reyndu aftur, Braggablús, Sölvi Helgason og Gamli góði vinur. „Þarna fetaði maður hljómsveitaveginn áfram. Ég var reyndar alltaf að vinna dagvinnu með þessu,“ segir Magnús en hann hefur verið viðloðandi hljóðfæraverslunina Rín í áratugi. Verslunin stóð við Frakkastíg í fjörutíu ár en starfsemin var flutt í Brautarholtið fyrir nokkrum árum þegar plássleysi var farið að segja til sín. Magnús segist ekki hafa farið að semja af neinni grimmd fyrr en Mannakorn fór í gang þrátt fyrir að eitt og eitt lag hefði fæðst fram að því. „Eftir að við gerðum þessa fyrstu plötu, Mannakorn, fóru þessi lög að heyrast svolítið mikið og þá fer maður að fá svolítið sjálfstraust. Þá rauk ég í að semja fyrir plötu númer tvö sem fékk ennþá betri viðtökur og þá sá maður að maður var að mörgu leyti á réttri hillu.“ Hætti í brunaLiðinu út af sukkinu Djammið og sukkið var alltaf viðloðandi hljóm- sveitarbransann hér áður fyrr og það í miklu magni í sumum tilfellum. Magnús hefur ekki farið varhluta af Bakkusi. „Þetta fer samt dálítið eftir því í hvernig hljómsveitum þú ert. Ég segi kannski ekki að það hafi verið ofboðslegt fyllirí í Mannakornum, þetta var léttvín og smá hass. Svona á gáfumannastiginu. Brunaliðið var allt annar handleggur. Það var önnur vídd í sukki.“ Brunaliðið var svokölluð súpergrúppa sem Jón Ólafsson, núverandi vatnsbóndi sem áður var kenndur við Skífuna, setti saman árið 1978. Í henni voru auk Magnúsar félagi hans í Manna- kornum, Pálmi Gunnarsson, Magnús Kjartans- son, Diddú, Ragnhildur Gísladóttir, Laddi, Sig- urður Karlsson og Þórður Árnason. Frægasta lag hljómsveitarinnar er Ég er á leiðinni sem Magn- ús samdi – að sjálfsögðu. Lagið varð gríðarlega vinsælt. Magnús seg- ir það einn af þessum „monster-hitturum“ sem eru spilaðir út í það endalausa og verða að lok- um skrímsli sem fólk fær algjörlega nóg af, ekki síst höfundurinn og söngvarinn. „Þegar maður lendir í svona fári endar það með því að mað- ur slekkur á útvarpinu þegar lagið heyrist. Svo þurfti maður að spila þetta 5–6 sinnum á kvöldi. Og þetta er lag sem hrikalega erfitt er að syngja þannig að þú getur ímyndað þér hvernig Pálma leið. Ég tek ofan fyrir gæjum sem geta sungið svona lög. Ég á ekki séns í það sjálfur.” Magnús var aðeins í hálft ár í Brunaliðinu. „Eftir á að hyggja hEfði ég auðvitað átt að fara í mEðfErð líka sEm kó- ari og fyllibytta. En mér fannst ég þurfa að halda battEríinu á floti.“ ástfangin Magnús og Elsa á Majorka 1965, hann tvítugur, hún átján ára. Þau kynntust tveimur árum fyrr. kunnugleg stelling Með Pálma og Mannakornum að spila á Dansbarnum við Grensásveg 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.