Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 49
lífsstíll 30. október 2009 föstudagur 49
Ný tískubúð á akureyri Ný tískuvöruverslun mun
opna á Akureyri um helgina. Verslunin er í Hafnarstræti 100 og
ber nafnið Indy. Eigendur eru kærustuparið Árni Freyr Árnason
og Hildur Friðriksóttir. Árni Freyr er hvergi banginn að opna nýja
verslun í kreppunni. „Þetta er bara eitthvað sem mig hefur lengi
langað að gera. Ætli það sé nokkurn tímann rétti tíminn? Við
ákváðum bara að drífa í þessu núna,“ segir Árni. Í Indy verða m.a.
merkin Nikita, DC og skólína frá Nike.
Tími villibráðarinnar er í algleym-
ingi og villibráðarblað Gestgjafans
er komið í verslanir. Villti kokkur-
inn Úlfar stóð í ströngu við að útbúa
bragðmikla rétti úr íslenskri villibráð
fyrir blaðið og býður hér upp á létt-
steikta rjúpu í tilefni af því að rjúpna-
veiðitímabilið er í þann mund að
hefjast.
Fyrir 4
16 rjúpubringur
salt og nýmalaður pipar
4 msk. olía
Kryddið rjúpubringur með salti
og pipar og steikið upp úr olíu á
pönnu í 1 mín. á hvorri hlið eða
þangað til kjötið verður fallega brúnt.
Færið bringurnar í eldfast mót og
steikið í 180°C heitum ofni í 3 mín.
Takið þá kjötið úr ofninum og látið
hvílast í 3 mín. Endurtakið þannig
að bringurnar verði samtals 9 mínút-
ur í ofninum. Berið fram með kirsu-
berjasósunni og til dæmis berja-
soðnum perum, blönduðu grænmeti
og steiktum kartöflum.
Kirsuberjasósa
1 laukur, smátt saxaður
2 msk. olía
1 ½ dl portvín
1 msk. balsamedik
2 dl kirsuberjasósa frá
Den Gamle Fabrik
1 tsk. tímían
1 msk. brómberjasulta
4 dl sterkt rjúpusoð
sósujafnari
40 g kalt smjör í teningum
salt og nýmalaður pipar
Látið lauk krauma í olíu í potti í
2 mín. Bætið þá portvíni, balsamed-
iki, kirsuberjasósu og tímíani í pott-
inn og sjóðið niður um ¾. Setjið þá
brómberjasultu og rjúpusoð sam-
an við og þykkið með sósujafnara.
Takið pottinn af hellunni og bætið
smjöri saman við. Hrærið stöðugt í
þar til smjörið hefur bráðnað, eftir
þetta má sósan ekki sjóða. Smakkið
til með salti og pipar.
Dominique og Eymar mæla með
þéttu Côtes du Rhône eins og J. Perr-
in Côtes du Rhône village eða Guigal
Côtes du Rhône. Château de Mont-
faucon eða Chapoutier Belleruche
verða einnig mjög fín með.
Uppskrift: Úlfar Finnbjörnsson
Í boði Gestgjafans:
léttsteikt rjúpa með kirsuberjasósu
UmsjóN: INDÍANA ÁsA HrEINsDóttIr, indiana@dv.is
xxx
Íslensk
barnaföt Í
Danmörku
„Ég hef þegar fengið margar fyrir-
spurnir um húfurnar því þær eru
sniðugar undir hjólahjálminn og
Danir ferðast jú flestir um allt á
hjóli,“ segir Marín Manda Magn-
úsdóttir sem á verslunina Baby-
Kompagniet.dk í Danmörku en
íslensku Ígló-vörurnar eru komnar
í verslunina. Marín Manda er hæst-
ánægð með sendinguna sem hún
hefur ekki enn sett fram í búðina.
„Helga fatahönnuður er ofboðslega
fær og dugleg og ég hef mikla trú
á að hún muni hanna skemmti-
lega hluti í nánustu framtíð. Ég er
nokkuð viss um að Ígló-vörurnar
séu komnar til að vera, þrátt fyrir
krepputíma,“ segir Marín Manda.
Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla, segir algengt að þolendur eineltis séu
með brotna sjálfsmynd þegar þeir vaxa úr grasi og að þeim vegni ekki alltaf vel í lífinu.
Sjöfn segir fátt erfiðara fyrir foreldra en að þurfa að senda barn sitt af stað í skóla vit-
andi hvað bíði þess þar. Samtökin heimili og skóli hafa hrint átaki gegn einelti úr vör.
stjörnurnar
halDa sér
Í formi
Eva Longoria
drekkur þrjá
lítra af vatni á
dag til að losa
líkamann
við eitur-
efni. Ef hún
verður leið á
bragðlausu
vatninu bætir
hún bara sítr-
ónum, appelsínum eða jarðar-
berjum út í til að fá örlítið bragð.
Idol-kynnirinn Ryan Seacrest
sem var þybbinn sem ungling-
ur segist halda sér í formi með
því að borða hollan fisk sem sé
ríkur af omega-3 fitusýrum. Ryan
mælir með sushi, laxi, sardínum
og makríl.
Söngkonan
Fergie viðheld-
ur magavöðv-
um sínum með
magaæfingum
og eplaediki.
„Ég fæ mér
tvær skeið-
ar af edikinu
tvisvar á dag,“
segir söngkonan sem telur edikið
minnka matarlistina.
Leikkonan Katherine Heigl seg-
ist halda sér í formi með því að
borða litlar máltíðir á tveggja
tíma fresti.
Hollywood-stjarnan Gwyneth
Paltrow mælir með grænu tei
sem hún segir
bjarga sinni
heilsu. „Grænt
te heldur mér frá
súkkulaðiáti en
veitir mér næg
andoxunarefni
og vökva og flýt-
ir fyrir efnaskipt-
unum,” segir
leikkonan.
„Ég vona að átakið skili öflugu for-
varnastarfi og verði til þess að fólk
horfi í kringum sig og verði vakandi
gagnvart einelti,“ segir Sjöfn Þórðar-
dóttir, formaður Heimilis og skóla, en
átaki gegn einelti var ýtt úr vör í vik-
unni af samtökunum. „Það er okkar
von að foreldrar verði betur upplýst-
ir um einkenni eineltis, hvernig þeir
eiga að bregðast við og hvar sé best
að leita lausna. Afleiðingar einelt-
is geta verið skelfilegar og barn sem
hefur orðið fyrir langvarandi einelti
getur misst sjálfstraustið og sjálfs-
mynd þess brenglast.“
Sjöfn segir það áberandi í um-
ræðunni um einelti að margir sem
lagðir voru í einelti í æsku og á ungl-
ingsárunum hafi ekki gert sér grein
fyrir hvað væri í gangi fyrr en á full-
orðinsárum þegar eineltisumræð-
an varð opnari og fólk tilbúnara að
tjá sig um einelti og afleiðingar þess.
„Þolendur héldu jafnvel að þeir sjálf-
ir hefðu átt sökina á því að þeir hefðu
verið lagðir í einelti og eru fyrir vikið
með brotna sjálfsmynd svo mörgum
þeirra vegnar ekki alltaf vel í lífinu,“
segir Sjöfn og bætir við að það sé
sammerkt með þeim sem verða fyrir
einelti að þeir beri þess merki á full-
orðinsárum og eigi erfiðara með að
fóta sig á atvinnumarkaði og í einka-
lífinu. Spurð um úrræði handa fólki
með brotna sjálfsmynd vegna ein-
eltis segir hún mikilvægt að fólk leiti
sér aðstoðar hjá sérfræðingum og
sálfræðingum.
Eineltisáætlun nauðsynleg
„Flestir foreldrar sem leita til okk-
ar hjá Heimili og skóla koma vegna
þess að börn þeirra eru lögð í einelti.
Margir foreldrarnir eru ráðalausir
gagnvart vandanum og vita ekki hvert
þeir eiga að snúa sér. Margir skólar
vinna mjög gott starf í eineltismálum
og gefa foreldrum og forráðamönn-
um upplýsingar um eineltisáætlan-
ir en það eru ekki allir skólar með
virka eineltisáætlun og sums staðar
er upplýsingaflæði ekki nógu öflugt.
Mjög mikilvægt er að allir skólar hafi
eineltisáætlun sína sýnilega á heima-
síðu skólans og kynni áætlunina og
verkferlana fyrir foreldrum, forráða-
mönnum, nemendum og starfsliði.
Það er mikilvægt að sofna ekki á
verðinum,“ segir hún og bætir við að
jafnframt sé mikilvægt fyrir vinnu-
staði og íþróttafélög að koma sér upp
áætlun varðandi einelti. „Öflugt for-
varnastarf og fræðsla eru mikilvæg-
ust, við verðum að gera okkur grein
fyrir hvað einelti er og hvernig við
bregðumst við þegar það kemur upp.
Með þessu átaki viljum við fá samfé-
lagið með okkur í lið til að koma í veg
fyrir þær skelfilegu afleiðingar sem
einelti getur haft. Fræðslan verður að
byrja í frumbernsku, í leikskólum og
halda áfram í gegnum grunnskóla og
framhaldsskóla því það er ekki síður
erfitt að byrja í framhaldsskóla,“ seg-
ir Sjöfn sem vill sjá busavígslur sem
jákvæðan og uppbyggilegan þátt í
upphafi skólastarfs.
Einelti eykst í kreppu
Sjöfn segir líklega fátt jafnerfitt fyrir
foreldra og að þurfa að senda barn
sitt af stað í skólann vitandi hvað
bíði þess þar. „Eins verða foreldrar
að vera vakandi yfir breyttri hegð-
un barnsins því stundum þora þau
ekki að segja frá ofbeldinu. Ef barn-
ið vill ekki fara í skólann, kvartar
yfir magaverk, tekur ekki þátt í starfi
á vegum skólans eða íþróttafélags-
ins eða er ekki boðið í afmæli sem
allir aðrir mæta í verða foreldrar að
kanna málið,“ segir Sjöfn og bætir
við að einelti aukist á erfiðum tím-
um. „Rannsóknir sýna að líkur á að
börn lendi í einelti aukast í kjölfar
kreppu og bágs efnahagsástands.
Miðað við ástandið sem nú ríkir í
þjóðfélaginu eru allar líkur til þess
að aukning geti orðið á einelti verði
ekkert að gert og því er enn mikil-
vægara en nokkru sinni að vera vel
á verði,“ segir hún en bætir við að
samfélagið hafi tekið einstaklega
vel í átakið. „Það hefur orðið mikil
breyting og vitundarvakning í þess-
um málum. Einelti er ekki lengur
feimnismál, fólk vill bregðast við
þessu og ræða málin og við viljum
endilega fá stjórnvöld og sveitarfé-
lög í samvinnu með okkur því ein-
elti er hlutur sem við líðum ekki.
Við höfum hrint átaki gegn einelti
úr vör, við erum rétt að byrja og
munum aldrei láta staðar numið í
baráttunni gegn einelti. Það eigið
þið eftir að verða vör við á næstu
vikum og mánuðum.“
indiana@dv.is
ekki lengur
feimnismál
einelti
Öflugt forvarnastarf mikilvægast „með þessu
átaki viljum við fá samfélagið með okkur í lið til
að koma í veg fyrir þær skelfilegu afleiðingar sem
einelti getur haft,“ segir sjöfn.
Léttsteikt rjúpa Er herramannsmatur.
Mynd: KarL PEtErSSon