Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 24
Læknar með sterkan maga Kettir eru kynjaskepnur. Ég varð þeirrar tví-bentu ánægju aðnjótandi að eignast kett-ling fyrir rúmu ári. Reyndar hafði ég fyrir gefið sjálfum mér hátíðlegt loforð um að gera aldrei neitt jafn heimskulegt og að taka fer- fætling upp á mína arma. En raunin varð önnur í bókstaflegum skilningi. Einn góðan veðurdag var dyrabjöllunni hringt og ég fór, venju samkvæmt, grandalaus til dyra. Vart hafði ég opnað dyrnar fyrr en ég stóð með kolsvartan kettling í fanginu. Fyrir utan stóð frænka mín og hermdi upp á mig fornt loforð, sem gefið var undir áhrif- um eldvatns, um að ég skyldi taka að mér eitt stykki af þeim fjölmörgu sem læðan hennar framleiðir sem í akkorði væri. Sá svarti fékk umsvifalaust nafnið Bjartur í Sumarhúsum, þó hann sé reyndar aldrei kallaður annað en Bjartur nema þegar hann gleymir hvað hann er með hvassar klær, þá bæti ég „í Sumarhúsum“ aftan við. Það geri ég í þeirri fullvissu að hann kæri sig kollóttan og ég þurfi því ekki að súpa seyðið af því. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að allir kettir ættu að heita Kiskis, enda eina kallið sem þeir hlýða... neinei, sýna viðbrögð við, og ein- göngu ef þeim er það þóknanlegt. Ég leyfi mér að halda fram, nokkuð hiklaust, að mér tókst að halda hús- bóndastöðu minni á heimilinu ótrúlega lengi. Bjartur auðsýndi þolin- mæði á leið sinni að yfirráðum og var voða sætur þar sem hann lá á bak- inu í sófanum með framloppurnar á kviðnum og afturloppurnar beinar niður. Alveg eins og ég! Ég gerði heiðarlega tilraun til að setja á hann háls- ól, en hann afþakkaði pent og kom mér í skilning um að nætursvefn minn væri í húfi. En Adam var ekki lengi í Paradís. Húsbóndavald mitt heyrir sögunni til og má ég þakka fyrir ef hann leyfir mér að blaða í bók undir feldi þegar húm- ar að kveldi, enda hægt að hafa margt mikilvægara fyrir stafni, til dæmis að strjúka honum á kviðnum. Fyrir vikið hef ég komið mér upp tækni sem gerir mér kleift að bæði fletta og halda bókinni með annarri hendi og klóra honum með hinni. Með því móti tekst mér að koma í veg fyrir eitrað augnaráð Bjarts. Á heildina litið hefur sambýli okkar verið með þokkalegum ágætum en ástandið byggist upp að vissu marki á getu minni til að gera mér grein fyr- ir hvað til míns friðar heyrir. En annað vandamál, og utanaðkomandi, gerði vart við sig og versnaði sífellt. Í fyrstu gerði ég mér ekki grein fyrir vandamálinu því þannig er mál með vexti að án gler- augna er sjón mín ekki upp á marga fiska. Hjá mér vöknuðu áhyggjur vegna hinnar gríðarlegu matarlystar sem Bjartur virtist hafa. Nánast allan daginn var hann við matarskálarnar og gúffaði í sig þurrmat og geli, og matarreikningur hans nálgaðist ískyggilega minn eigin í krónum talið. Einn góðan veðurdag þegar ég staulaðist fram í stofu í morgunsárið rak mig í rogastans. Bjartur var við matarskálarnar með snoppuna á kafi í gel- inu - ekkert nýtt við það - en Bjartur var einnig í mestu makindum uppi í gluggakistu í stofunni. Ég nuddaði augun, og sjá... jú, Bjartur var á tveimur stöðum. Ég setti gleraugun á nefið og athugaði málið nánar. Bjartur var í gluggakistunni og einhver kolsvartur betlari í gelinu. Betlaranum var umsvifalaust vísað á dyr og mjálmaði ámátlega vegna þess óréttlætis, svo ámátlega að ég var við að bjóða hann velkominn á heimilið. Reyndar fór það svo að betlarinn, sem var með öllu ómerktur og því úr- skurðaður útigangur, varð einhverskonar kostgangari hjá mér, aðallega vegna þess að ég var ekki almennilega viss um hvorn köttinn ég var að reka af höndum mér. Mig grunar jafnvel að ég hafi oftar en einu sinni rek- ið Bjart á brott og hjálpað betlaranum að reka flóttann. Til að geta greint á milli ákvað ég að setja ól á Bjart hvað sem tautaði og raulaði. Það hafðist og túlkaði ég það sem ákveðinn smásigur af minni hálfu. Viti menn, mætir ekki betlarinn með þessa líka fínu hálsól daginn eftir. Hann hafði reyndar klikkað á litnum og einnig opinberað að hann var ekki jafn mikill stafkarl og hann hafði gefið sig út fyrir að vera og var fyrir vikið settur út af sakramentinu. Ég hef komist að því síðan Bjartur settist í húsbóndastól á heimili „mínu“ að þar sem köttur kemst út komast margir kettir inn. Á tímabili hafði ég Bjart sterklega grunaðan um að hafa sent út tilkynningu þar sem hann bauð gesti velkomna í þurrmat og gel, og jafnvel harðfisk á góðum degi, slík var umferðin. Ef sú hefur verið raunin hefur Bjartur í Sumarhúsum séð að sér, enda ekki loku fyrir það skotið að aðför yrði gerð að valdi hans á heimilinu. húsbóndinn á heimilinu koLbeinn þorsteinsson skrifar „Það er rólegt að gera núna. Haustin eru rólegasti tíminn hjá okkur og af einhverjum ástæðum er lítið að gera á miðvikudögum,“ segir Hildi- gunnur Georgsdóttir, dýra- læknir hjá Dýraspítalanum í Víðidal. Hildigunnur útskrif- aðist úr Norges Veterinær- høgskole árið 2005 og starfaði í Svíþjóð á Alingsås Djurklinik en hóf störf hjá Dýraspítalan- um í ágúst 2008. „Nú er ég að fara að skoða piss - það er partur af þessu,“ segir hún og tekur við þvag- prufu úr hundi sem hafði pissað mikið og oft. „Þetta er reyndar stór partur af því sem við gerum. Það er ýmis- legt sem þarf að skoða í óæðri endanum á dýrunum sem við þurfum að leysa. Þetta eru þvagfærasýkingar, niður- gangur og kirtlar en það bögg- ar mann ekki neitt. Við fáum inn ýmisleg ljót graftarkýli og maður þarf að vera með sterkan maga fyrir þetta,“ seg- ir hún um leið og hún setur smá hundapiss undir smá- sjána. „En það er með flesta dýralækna að okkur finnst svona ekkert ógeðs- legt. En um leið og mannfólkið fær graftarkýli eða eitthvað álíka finnst mér það frekar ógeðs- legt.“ Hildigunnur var að vinna í Svíþjóð áður en hún flutti aftur heim til Íslands í fyrra. Hún segir starfið vera mjög skemmtilegt og mjög fjölbreytt. „Ég hugsa að almennt eigi Íslendingar fleiri gælu- dýr núna en nokkurn tíma fyrr. Það er því nóg að gera. Þó að það sé kreppa. Í staðinn fyrir að fara til útlanda kaupir fólk sér hund.“ Tækninni fleygt fram „Hér fer mesta vinnan fram. Flestir fara ekkert lengra en þetta,“ segir Ólöf Loftsdóttir, einn af eig- endum Dýraspítalans, og kíkir inn í græna her- bergið svokallaða. Ólöf útskrifaðist úr Den Kong- elige Veterinær og landbohøjskole í Danmörku árið 1994. Hún er einnig fagdýralæknir í sjúkdóm- um hunda og katta. Ólöf labbar stolt um spítalann sinn. „Hér er röntgenherbergi og sónar. Við erum svo fínar á því,“ segir hún og hlær. „Tækninni hefur fleygt fram. Þegar ég byrjaði í þessu vorum við með gamla röntgenvél frá Vellinum. Þá var nóg að hafa einn dýralækni í smádýrunum - þá var lítið um hunda í borginni. Síðan hefur orðið algjör sprenging.“ Heilt herbergi er fyrir ketti og þar liggja þeir sem hafa farið í aðgerð og eru að jafna sig. Í hundaherberginu er einn hvutti með skerm fyrir andlitinu eftir aðgerð á skott- inu. Skermurinn er til að varna því að hann nái í saumana. „Þessi var í að- gerð út af vörtum á augun- um,“ segir Ólöf og bendir á gamlan hund sem sefur enn fast. Brennsluofninn heitir Funi Freyr Skurðstofan á Dýraspítal- anum er hlaðin nýjustu tækjum og tólum og dýr- in eru greinilega í góðum höndum. Fyrir utan hús- ið er síðan brennsluofn þar sem dýr sem deyja eru brennd. Ofninn er kallaður Funi Freyr. „Við erum þau einu sem gera þetta. Það var svolítið ljótt að henda dýr- unum bara í ruslið.“ Í hesthúsinu er allt tómt en aðgerð er í undirbúningi á skurðstofunni. Þar er allt eins og í minni skurðstofunni nema öll tæki og tól eru mik- ið, mikið stærri. Ólöf segir að þau fái ekkert af ólögleg- um dýrum inn á borð til sín. „Við sjáum þau ekki neitt. Við sinnum fuglum, örn- um og uglum sem finn- ast áður en fuglarnir fara niður í Húsdýragarð.“ Flest dýr hrædd en róleg Dýraspítalinn er einka- rekinn og uppfyllir all- ar kröfur nútímans. Þar starfa sex dýralækn- ar sem hafa áratuga- reynslu á ólíkum svið- um dýralækninga. Má þar nefna sérfræðing í hestasjúkdómum og fagdýralækni gæludýra- sjúkdóma. Meðan á heimsókn DV stóð var verið að bólusetja Easy, verð- launatík af Schaeffer- tegund, og var hún svolítið hrædd en afar róleg og gæf. „Hún er hrædd, með eyrun niður og skott- ið niður en hún er svo vel uppalin að það hvarflar ekki að henni að vera með múður. En það koma líka hundar sem verða alveg snarbrjálaðir á borðinu,“ segir Ólöf. Þá er sett- ur múll á þá eða þeim er haldið. „En í flestum tilfellum eru þau mjög meðfærileg þó að dýrin séu hrædd.“ Á Dýraspítalanum í Víðidal er mikill ys og þys. Alltaf nóg að gera og eng- ir tveir dagar eins. Ólöf Loftsdóttir og Hildigunnur Georgsdóttir dýra- læknar leiddu DV í allan sannleikann um störf dýralækna. Ólöf er einn af eig- endum Dýraspítal- ans, hún segir starfið mjög skemmtilegt en merkilegt nokk séu miðvikudagarnir ró- legastir. 24 föstudagur 30. október 2009 umræða dýralæknis Hildigunnur og Ugla Hildigunnur á þennan yndislega hund sem heitir Ugla og fær að fljóta með í vinnuna. Nóg að gera Ólöf og Hildigunnur á ganginum á Dýraspítalanum. Taflan segir til um verkefni morgunsins. Skurðstofan Hildigunnur á minni skurðstofu spítalans þar sem var nýbúið að taka vörtu úr auga hunds. Flott þríeyki Ólöf ásamt Baldri og Frey, sínum hundum. HELGARPISTILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.