Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Síða 4
Óvíst með afstöðu
þriggja úr VG
Afstaða þriggja þingmanna
vinstri grænna gagnvart Ice-
save-frumvarpinu er óljós. Lilja
Mósesdóttir lýsti því yfir í Silfri
Egils í gær að hún myndi ekki
styðja frumvarpið, en gat ekki
sagt til um hvort hún myndi sitja
hjá við atkvæðagreiðsluna eða
greiða atkvæði á móti. Ögmund-
ur Jónasson, Ásmundur Einar
Daðason og Atli Gíslason hafa
gagnrýnt frumvarpið mjög en
ekki er vitað hvernig þeir ætla að
greiða atkvæði. Frumvarpið nær
fram að ganga ef þessir fjórir
þingmenn sitja hjá, jafnvel þótt
allir stjórnarandstöðuþingmenn
greiði atkvæði á móti.
4 mánudagur 2. nóvember 2009 fréttir
Kærunefnd Fjármálaeftirlitsins ógilti
á milli 70 og 80 prósent af þeim mál-
um sem kærð voru til nefndarinnar á
árunum 1998 til 2006. Þetta kom fram
í máli Eiríks Jónssonar, lektors í lög-
fræði við Háskóla Íslands, sem hélt
fyrirlestur um efnið í Háskóla Íslands
síðastliðinn föstudag. Fyrirlesturinn
var haldinn á ráðstefnu í félagsvísind-
um sem kallast Þjóðarspegillinn og
skrifaði Eiríkur grein upp úr erindinu
sem birt er í ráðstefnuritinu.
Í fyrirlestrinum bar hann saman
hvernig opinberar eftirlitsstofnanir
hér á landi: Fjármálaeftirlitið, Sam-
keppniseftirlitið og Neytendastofa,
hafa beitt því sem hann kallar lög-
mætisreglu. Lögmætisreglan geng-
ur út á það hversu mikla lagastoð úr-
skurðir eftirlitsstofnana þurfa að hafa
til að kærunefndir þessara stofnana
geti staðfest þá.
Í fyrirlestri Eiríks kom fram að gríð-
arlegur munur væri á því milli eftir-
litsstofnanna þriggja hversu mikillar
lagastoðar kærunefndirnar hafi kraf-
ist þegar tekin var ákvörðun um það
hvort staðfesta ætti úrskurði þeirra. Í
tilfelli Samkeppniseftirlitsins, til dæm-
is, ógilti kærunefnd þeirrar stofnunar
á milli 10 og 20 prósent af úrskurðum
stofnunarinnar, samkvæmt heimild-
um DV.
Til einföldunar má segja að í tilfelli
kærunefndar Fjár- málaeftir-
litsins hafi
verið
gerð
miklu strangari krafa um að lögbrot
hafi verið að ræða til að nefndin stað-
festi úrskurði stofnunarinnar, en í til-
felli Samkeppniseftirlitsins og Neyt-
endastofu.
Regluverði ekki refsað fyrir
óeðlileg viðskipti
Kærunefnd Fjármálaeftirlitsins, sem
lögð var niður með lögum árið 2006,
sneri við ýmsum úrskurðum þar sem
Fjármálaeftirlitið hafði ætlað að grípa
inn í og refsa eða meina einstaklingum
eða fyrirtækjum að gera tiltekna hluti
á markaði, líkt og Eiríkur rekur í grein
sinni. Ein refsing var til að mynda að
sekta viðkomandi með stjórnvalds-
sekt. Þeir sem sátu í kærunefndinni
þegar hún var lögð niður voru Örn
Höskuldsson, Garðar Valdimarsson
og Kristján Jóhannsson.
Í grein sinni nefnir Eiríkur nokkur
dæmi um úrskurði sem kærunefnd
Fjármálaeftirlitsins sneri við. Til að
mynda nefnir hann dæmi um úr-
skurð Fjármálaeftirlitsins frá ár-
inu 2004 þar sem stofnunin lagði
stjórn-
valds-
sekt á regluvörð hjá fjármálafyrirtæki
sem tilkynnti ekki um þrenn viðskipti
sem félög sem voru nátengd honum
áttu með hlutabréf í fjármálafyrirtæk-
inu sem hann starfaði hjá. Eiríkur seg-
ir að kærunefndin hafi tekið fram að
óðelilegt væri að maður sem starfaði
sem regluvörður hefði sjálfur eftirlit
með eigin viðskiptum en ógilti samt
niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins á þeim
forsendum að hátterni regluvarðarins
væri ekki klárlega brot á lögum.
Eiríkur vitnar í umræddan úrskurð
í greininni þar sem segir: „Þegar lit-
ið er til þess að hvergi er í nefndri [...]
gr. né öðrum ákvæðum laganna tek-
ið á því hvernig með eigi að fara þeg-
ar regluvörður félags tengist sjálfur
viðskiptum með bréf þess, og engin
slík ákvæði er heldur að finna í áður-
greindum reglum B hf. um meðferð
innherjaupplýsinga og innherjavið-
skipti, þykir ákærða ekki verða gerð
stjórnvaldssekt á þeim grundvelli.“
Ályktunin sem draga má af úr-
skurði kærunefndarinnar er því sú
að þar sem ekki er talað sérstaklega
um það í lögum og reglum að það sé
brot að regluvörður í fjármálafyrir-
tæki hafi eftirlit með eigin viðskiptum
með hlutabréf í fjármálafyrirtæki að
þar með sé ekki hægt að refsa mönn-
um fyrir slíkt. Heilbrigð skynsemi segir
manni þó að slíkt hljóti að teljast vafa-
samt í meira lagi.
Ekki hægt að banna
allt með lögum
Eiríkur ræðir þennan úrskurð sérstak-
lega í niðurstöðukafla sínum í grein-
inni. Hann segir að kærunefnd Fjár-
málaeftirlitsins hafi gert mjög ríkar
kröfur um að háttsemin sem verið var
að úrskurða um væri brot á settum
lögum og reglum og að nefndin hefði
ekki mikið byggt úrskurði sína á mati
á hverju tilfelli fyrir sig, svo sem eins
og reglum Fjármálaeftirlits-
ins um heilbrigða
og eðlilega við-
skiptahætti. Ei-
ríkur nefnir
þó að í lög-
um um
starfsemi
Fjár-
mála-
eftir-
litsins sé hlutverk stofnunarinnar ekki
bundið við að fylgjast með því að eft-
irlitsskyldir aðilar fari að lögum, held-
ur fylgist hún einnig með því að starf-
semin sé „að öðru leyti í samræmi við
heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti“
og geti gripið inn í ef svo er ekki.
Undirliggjandi gagnrýnin í grein
Eiríks er því sú að kærunefnd Fjár-
málaeftirlitsins hafi ekki úrskurðað
samkvæmt þessu skilgreinda hlut-
verki Fjármálaeftirlitsins og hafi í of
miklum mæli krafist þess að tekið
væri fram í lögum að háttsemin sem
stofnunin væri að úrskurða um væri
bönnuð í lögum. Þannig hafi mál þar
sem augljóslega var um óeðlilega og
vafasama viðskiptahætti að ræða, líkt
og mál regluvarðarins, verið vísað frá
vegna þess að þeir væru ekki klárlega
lögbrot.
Lögmaður, sem DV hafði samband
við til að spyrja hann um málið, seg-
ir að þessar niðurstöður bendi til að
kærunefndin, og þar með Fjármálaeft-
irlitið, hafi leyft alla þá viðskiptahætti
sem ekki hafi verið bannaðir sam-
kvæmt lögum. „Stemningin var orðin
svo mikið þannig að þú gerir ekki neitt
nema það sé bannað í lögum. Og það
er náttúrlega sáralítið bannað í lögum
varðandi viðskiptalífið. Fjármálaeftir-
litið má ekki ganga svo langt í því að
drepa matskenndar reglur sem ná yfir
fjármálamarkaðinn. Alþingi getur ekki
sett lög um allt. Þú getur ekki bannað
með lögum alla óeðlilega háttsemi
sem kemur upp í viðskiptalífinu,“ seg-
ir lögmaðurinn en af þessari umræðu
að dæma virðist eftirlitið með fjár-
málamarkaðnum hér á landi á árun-
um fyrir íslenska efnahagshrunið síð-
asta haust hafa einkennst of mikið af
stífri löghyggju en ekki af heilbrigðri
skynsemi.
IngI F. VIlhjálmsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
„Stemningin var orðin svo mikið þannig að þú
gerir ekki neitt nema það sé bannað í lögum. Og
það er náttúrlega sáralítið bannað í lögum varð-
andi viðskiptalífið.“
ÓGilti meirihlutann
af úrskurðum fme
Nefnd sem tók fyrir kærða úrskurði frá Fjármáleftirlitinu á árunum 1998 til 2006 felldi
á milli 70 og 80 prósent þeirra úr gildi. Eiríkur jónsson, lektor í lögfræði, telur í grein
að eftirlit með fjármálastarfsemi hér á landi hafi einkennst of mikið af löghyggju en
ekki huglægu mati. Túlka má niðurstöður Eiríks sem svo að kærunefndin hafi einung-
is staðfest þá úrskurði Fjármálaeftirlitsins þar sem um augljóst lögbrot var að ræða.
Úr lögum nr. 87/1998
um starfsemi fjár-
málaeftirlitsins:
„Megináhersla í starfseminni
hlýtur jafnan að lúta að því hvort
starfsemin uppfylli þau hlutlægu
skilyrði sem sett eru. Engu að síður
er nauðsynlegt að eftirlitsstofnunin
hafi svigrúm til að leggja ákveðið
huglægt mat á hvort starfsemin sé
heilbrigð og eðlileg þótt ákvæði
laga og reglna hafi ekki verið brotin.
Ljóst er þó að slíku mati verður
ávallt að beita af mikilli varfærni.“
áfellisdómur Grein Eiríks Jónssonar,
lektors í lögfræði við Háskóla Íslands, má
í reynd túlka sem áfellisdóm yfir eftirliti
með fjármálastarfsemi hér á landi.
ákvarðanirnar ógiltar Grein Eiríks bendir til að í langflestum
tilfellum þar sem Fjármálaeftirlitið ætlaði að refsa fyrir vafasama
viðskiptahætti á fjármálamarkaði hafi kærunefnd stofnunarinnar
snúið úrskurðunum við. Páll Gunnar Pálsson og Jónas Fr. Jónsson
voru forstjórar Fjármálaeftirlitsins á árunum 1998 til 2008.
70 til 80 prósent ógilt Kærunefnd sem tók fyrir úrskurði Fjármálaeftirlitsins ógilti á
milli 70 og 80 prósent af úrskurðum Fjármálaeftirlitsins sem kærðir voru. Með því var
komið í veg fyrir að mönnum væri refsað fyrir vafasama viðskiptahætti.
ellefu á gjörgæslu
Ellefu sjúklingar liggja á
gjörgæslu Landspítalans vegna
svínaflensu. Alls eru 45 sjúkling-
ar inniliggjandi á spítalanum
með svínaflensuna og hafa þeir
aldrei verið fleiri. Mikill viðbún-
aður hefur verið á spítalanum
vegna svínaflensunnar og hafa
verið gerðar ráðstafanir til að
hægt sé að taka þar á móti um
hundrað manns, þar af allt að
þrjátíu manns á gjörgæslu.
hross drapst eftir
árekstur
Eitt hross drapst eftir að öku-
maður ók inn í hrossastóð við
Garðsenda í umdæmi Sauðár-
krókslögreglunnar í gærkvöldi.
Ökumaðurinn taldi sig hafa ekið
á tvö hross en hrossahópur-
inn tvístraðist við áreksturinn.
Lögreglan hafði ekki haft uppi
á slösuðu hrossi þegar blaða-
maður ræddi við hana í gær-
kvöldi. Ökumaðurinn slapp með
skrámur en bíllinn var mjög illa
farinn.
kaupþing eign-
ast 40 prósent
Líkur eru á að nýja Kaupþing
eignist 40 prósent í Högum og
Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir
fjárfestar haldi 60 prósenta hlut í
félaginu með því að reiða fram 7
milljarða króna. Þetta kom fram
í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Enn fremur sagði í fréttinni
að með því yrði núverandi móð-
urfélag Haga skuldlaust og úr
sögunni en erlendir kröfuhaf-
ar bera að mestu tugmilljarða
króna tjónið sem gjörningnum
fylgir.