Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Síða 14
14 mánudagur 2. nóvember 2009 fréttir
„Það er ljóst, eins og við reiknum
þetta út, að komi til þessa getur það
haft mjög alvarlegar afleiðingar. Ef
við þurfum að mæta þessum skatti
þurfum við að skera niður kostn-
að. Við höfum satt að segja stór-
ar áhyggjur af þessu,“ segir Ágúst
Hafberg, framkvæmdastjóri við-
skiptaþróunar Norðuráls, um fyr-
irhugaðan orku- og auðlindaskatt
ríkisstjórnarinnar.
Ríkistjórn Íslands hefur boðað
endurskoðun á áformum hennar
að leggja á nýjan orku-, auðlinda
og umhverfisskatt. Útfærsla skatt-
lagningarinnar var frá upphafi
nokkuð óljós en átti þegar upp var
staðið að skila þjóðarbúinu sextán
milljörðum króna á næsta ári sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi. Í staðinn
er hugsanlegt að atvinnulífið taki á
sig auknar byrðar þannig að áður-
nefndum tekjum ríkisstjóðs verði
náð með öðrum leiðum. Forsvars-
menn stóriðjufyrirtækja mótmæla
fyrirhuguðum skatti harðlega og
hafa áhyggjur af rekstri og framtíð-
aráformum fyrirtækjanna. Þeir eru
sammála um að komi til skattlagn-
ingarinnar þurfi að bregðast við
með niðurskurði og hugsanlegum
fjöldauppsögnum.
Fjölmörg störf í hættu
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, hefur
miklar áhyggjur af framhaldinu.
Hann óttast mjög fjöldauppsagn-
ir í umdæmi sínu. „Þetta er graf-
alvarlegt mál. Nú eiga fyrirtækin
allt í einu að fara greiða skatta sem
eru jafnvel meiri en fyrirtækin hafa
nokkru sinni skilað í hagnað. Með
þessu er verið að færa rekstrarum-
hverfi fyrirtækjanna í stórhættu og
ég óttast mjög að fjöldamörg störf
séu í stórhættu,“ segir Vilhjálmur.
Ágúst segir ljóst að skatturinn,
hvernig sem hann komi til með að
útleggjast, komi þungt niður á fyrir-
tækinu. Aðspurður segir hann stjórn-
endur ekki farna að ræða mögu-
legar uppsagnir starfsfólks. „Þetta
gætu ver-
ið ein-
hverjir 5-6 milljarðar á ári sem við
þurfum að greiða og auðvelt að
ímynda sér hversu alvarlegt þetta er
fyrir okkur. Við teljum okkur reynd-
ar vera með þannig samning að
ekki sé hægt að leggja svona skatta
á okkur og því teljum við okkur í
skjóli. Forsendan er sú að við vitum
hvernig umhverfið er og að ekki sé
hægt að koma svona aftan að fyrir-
tækinu. Við teljum okkur í skjóli og
bíðum eftir svörum ráðherra þess
efnis,“ segir Ágúst.
Niður á við
Einar Þor-
steinsson,
forstjóri
Elkem á
Íslandi,
deilir
áhyggj-
unum og telur að komi til skatt-
lagningarinnar verði ekkert af nýrri
sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins á
Grundartanga. Hann segir að með
því tapist gífurlegur fjöldi starfa. „Ég
tel að þetta slái okkur út af borðinu.
Ef þessi skattlagning gengur eft-
ir verður nær útilokað að staðsetja
verksmiðjuna hér. Þegar allt er talið
með gæti verið um að ræða þúsund
varanleg störf hér á svæðinu,“ seg-
ir Einar.
Helgi Magnússon, formaður
Samtaka iðnaðarins, lýsti því yfir
í pistli á heimasíðu samtak-
anna að fyrirhuguð skatt-
lagning væri ekki til þess
fallin að koma þjóð-
inni upp úr kreppunni
heldur aðeins að
stefna henni neðar í
öldudal atvinnuleys-
is, niðurskurðar og
samdráttar. „Fyrir-
huguð skattlagning
birtist fyrirvaralaust
án nokkurrar um-
ræðu eða samráðs
við helstu þolendur
skattlagningarinnar
eða hagsmuna-
samtök á
vinnumarkaði. Þó að mér hafi orð-
ið tíðrætt um hagsmuni stóriðju-
fyrirtækja, ber ekki að skilja orð
mín þannig að ég átti mig ekki á
mikilvægi annars iðnaðar og ann-
arra atvinnugreina. Það er ein-
faldlega vegið að stóriðjunni nú á
afar viðkvæmum tímum. Ef réttar
ákvarðanir verða teknar í stað allt
of margra rangra sem þjóðin hefur
orðið vitni að í seinni tíð – verða Ís-
lendingar fljótir upp úr öldudaln-
um. Annars höldum við áfram nið-
ur,“ sagði Helgi.
TrausTi haFsTeiNssoN
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Skattar Skelfa orkuriSana
stóriðja til staðar
Verkefni: Staðsetning: Fyrirtæki: Orkuþörf:
Álver Straumsvík Rio Tinto Alcan
Kísiljárnsverksmiðja Grundartangi Elkem
Álver Grundartangi Century/Norðurál
Álver Reyðarfjörður Alcoa/Fjarðaál
Aflþynnuverksmiðja Krossanes við Eyjafjörð Becromal
Væntanleg stóriðja (samkomulag af einhverju tagi liggur fyrir)
Verkefni: Staðsetning: Fyrirtæki: Orkuþörf:
Álver Helguvík Century/Norðurál 600 MW
Framleiðsluaukning álvers Straumsvík RioTintoAlcan 75 MW
Framleiðsluaukning álvers Grundartanga Norðurál 50 MW
Gagnaver Reykjanesbæ Verne Holding 25 MW
Aflþynnuverksmiðja Akureyri Becromal 70 MW
Kísilmálmframleiðsla Helguvík Tomahawk Development 60 MW
Samtals: 880 MW
hugsanleg stóriðja (verkefni í skoðun, fyrirtækin vilja koma)
Álver / orkufrekur iðnaður Bakki Alcoa 600 MW
Gagnaver Blönduós Greenstone Óljóst
Koltrefjaverksmiðja Skagafjörður Kaupfélag Skagafjarðar,
Gasfélagið og Sveitarfélagið
Skagafjörður
Hreinkísilframleiðsla Grundartangi Elkem 100 MW
Hreinkísilframleiðsla Óljóst Strokkur Energy 100 MW
Pappírsverksmiðja Hellisheiði Icelandic Paper Óljóst
Samtals: 800 MW
Fjöldauppsagnir og rekstarerfiðleikar eru eitt af því sem tals-
menn stóriðjufyrirtækja óttast leggist fyrirhugaður orku- og
auðlindaskattur á fyrirtækin. Sjálfir telja þeir sig í misgóðu
skjóli gagnvart íslenska ríkinu. Vilhjálmur Birgisson, formað-
ur Verkalýðsfélags Akraness, segir stöðuna grafalvarlega.
Grafalvarlegt Vilhjálmur bendir á að
skattlagningin sé í sumum tilvikum meiri
en hagnaður einstakra fyrirtækja.
engin vörn Ólafur Teitur óttast að fót-
unum verði kippt undan fyrirtækinu þar
sem það sé ekki eins vel varið og áður.
„Við teljum okkur reyndar vera með þannig
samning að ekki sé hægt að leggja svona skatta
á okkur og því teljum við okkur í skjóli.“
Pappírsverksmiðja
Álver
Framleiðsluaukning álvers
Gagnvaver
Álver
Kísilmálmaframleiðsla
Kísiljárnsverksmiðja
Álver
Framleiðsluaukning álvers
Hreinkísilframleiðsla