Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Side 16
16 mánudagur 2. nóvember 2009 fréttir Samsung Electronics ákvað að bjóða þessa þjónustu um leið og ljóst var, að framleiðslugalli gæti hugsanlega valdið bilun í afþýðingarkerfi viðkomandi kæliskápa. Í undantekningartilvikum geta neistar myndast innan afþýðingarkerfisins og hugsanlega valdið eldhættu og jafnvel slysahættu eða varanlegum skemmdum á kæliskápnum. Þó að afar litlar líkur séu á því að gallinn sé til staðar, hefur Samsung ákveðið að bjóða eigendum viðkomandi kæliskápa ókeypis heimsóknar- og viðgerðarþjónustu. Viðgerðarfólk okkar kemur í heimsókn, yfirfer kæliskápinn og gerir við hann á staðnum ef þess reynist þörf. Í öryggisskyni mun þjónustan einnig ná til þeirra tvöföldu kæliskápa sem eru með sambærilegt afþýðingar- kerfi. Þær gerðir sem um ræðir eru taldar upp hér að neðan. Ef þú ert eigandi að tvöföldum Samsung kæliskáp, hringdu í síma 530 2800 eða 461 5000 og fáðu nánari upplýsingar um kæliskápinn þinn. Þú getur einnig sent okkur fyrirspurn í tölvupósti á netföngin oskarh@ormson.is eða bjarni@radionaust.is. Ókeypis heimasóknar- og viðgerðarþjónusta Samsung hefst 2. nóvember n.k. Vörugæði, neytendavernd og ánægja viðskiptavina eru forgangsmál hjá Sams- ung. Við kunnum viðskiptavinum okkar bestu þakkir og biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta mál kann að valda. ÁRÍÐANDI TILKYNNING SAMSUNG RS 21 TVÖFALDIR KÆLISKÁPAR Samsung Electronics á Íslandi hefur opnað heimsók- nar– og viðgerðarþjónustu fyrir tvöfalda kæliskápa af gerðinni RS21. Þjónustan tengist viðgerð á hugsanlegum galla sem gert hefur vart við sig í einstökum kæliskápum, framleiddum á tímabilinu mars 2005 fram í júní 2006. Framleiðslu á þessari gerð kæliskápa hefur verið hætt. Eftirfarandi gerðir falla undir ókeypis heimsóknar- og viðgerðarþjónustuna okkar: RS21, RS23, RS55, RS56, RS60, RSH1, RSH3, RSE8, RSJ1, SN62, SN67 Hvattir til að fjölga eiginkonum Embættismaður Kelantan-ríkis í norðaustur Malasíu leggur til að fulltrúar á malasísku lögjafarsamk- undu ríkisins kvænist einstæðum mæðrum með það fyrir augum að veita þeim aðstoð við uppeldi barna þeirra. Kelantan er fátækt, múslímskt ríki og sagði formaður nefnd- ar fjölskyldu- og heilbrigðismála, Wan Ubaidah Omar, að fulltrúarnir skyldu verðlaunaðir fyrir að stækka eiginkvennakvóta sinn. Í viðtali við dagblaðið Star sagði hún að með kvóta ætti hún við fjölda eigin- kvenna. Múslímar í Malasíu, um 55 pró- sent þjóðarinnar, mega samkvæmt lögum eiga fleiri en eina konu. Sam- kvæmt Star eru 16.500 einstæðar mæður undir sextugu í landinu. Rússnesk rúlletta naut mikilla vin- sælda fyrir margt löngu. Nú rannsaka búlgarskir saksóknarar nýja útfærslu af þessum banvæna leik þar sem ökumenn storka dauðanum með því að aka á mikilli ferð gegn rauðu ljósi og veðjað er um allt að fimm þúsund evrur, sem samsvara rétt tæpri millj- ón íslenskra króna. Leikurinn gengur undir nafn- inu „rússnesk vegarúlletta“ og verða þátttakendur að aka gegn rauðu ljósi á gatnamótum þar sem umferðar- þungi er mikill, án þess að lenda á öðrum bílum eða gangandi veg- farendum. Það eru ekki eingöngu ökumennirnir sem veðja í þessum hættulega leik heldur eru einnig veð- mál í gangi á meðal áhorfenda. Í frétt á vef Reuters segir að áhugi saksóknara hafi vaknað í kjölfar frétta um að rússnesk vegarúlletta hafi verið leikin að nóttu til við fjölfarin gatnamót í Sofíu allt frá því í sumar. Í júní létust tveir þegar ölumaður mótorhjóls ók á áhorfendur í leik af svipuðum toga í Sofíu. Yfirmaður vegalögreglunnar í Sofíu, Vanio Stoveski, lítur málið mjög alvarlegum augum. Í viðtali við Reuters sagði hann að í hvert skipti sem lögreglunni berist til eyrna orðr- ómur um að rússnesk vegarúlletta sé í gangi einhvers staðar séu lögreglu- menn sendir á staðinn og í kjölfar dauðsfallanna í júní hafa götur sem njóta vinsælda hjá þeim sem leik- inn leika verið undir sérstöku eftir- liti. Í staðbundnum fjölmiðlum segir að þátttakendur í rússneskri vega- rúllettu fái upplýsingar um mótsstað send með smáskilaboðum og sé þá tekið tillit til þess hvort lögreglan sé á svæðinu eða ekki. Ný útgáfa rússneskrar rúllettu nýtur vinsælda í Búlgaríu: Rússnesk vegarúlletta Hættuspil Ökuníðingar storka dauðan- um fyrir peninga. Mynd: PHotos.coM Lýtalæknir myrtur og hús hans brennt Lögreglan í New Orleans í Banda- ríkjunum rannsakar nú morðið á 45 ára gömlum lýtalækni þar í bæ. Ein- hver virðist hafa stungið lækninn, Ralph Newsome, til bana á heimili hans í lúxushverfi borgarinnar og síðan kveikt í því. Slökkviliðsmenn fundu lík læknisins á annarri hæð hússins en þeir þurftu að hafa mikið fyrir því komast inn á lóð manns- ins sem var víggirt mjög. Lögreglan er engu nær um hver morðinginn er, en morðið virðist hafa verið út- hugsað því ílát með eldfimum vökva fundust í rústum heimilis hans. Í kjölfar fjármálakreppunnar hefur verið mikil umræða um auknar kröfur á banka- stofnanir. Eitt af því sem nefnt hefur verið er að hækka kröfu um eiginfjárhlut- fall þeirra. Því hafa bankastjórnendur mótmælt og segja að með því þurfi þeir að borga hærri lántökukostnað. Skiptar skoðanir eru því um málefnið. Krafa um Hærra eiginfjárHLutfaLL Auknar kröfur Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er einn þeirra sem hefur talað fyrir hækkandi eiginfjárhlutfalli bankastofnana. Vangaveltur hafa verið um það eft- ir að fjármálakreppan hófst í lok júlí 2007 hvort ekki eigi að hækka lögbundið eiginfjárhlutfall banka- stofnana. Á það þó einkum við um banka á vesturlöndum. Margir þeirra hafa fengið aðstoð frá stjórn- völdum eða orðið gjaldþrota í kjöl- far fjármálakreppu sem hófst í lok sumars 2007. Þær komu í kjölfar vandræða sem urðu í Bandaríkjun- um vegna svokallaðra undirmáls- lána (subprime loan). Ekki sömu lögmál Í grein í blaðinu Economist sem ber heitið „Buffer waren“ segir að lög- mál sem gilda í almennum fyrir- tækjarekstri virðist ekki eiga við um bankastofnanir. Flest fyrirtæki þurfi að fara eftir reglum sem hafa orðið til á morgum öldum. Þar gildir sem dæmi að fyrirtæki þurfa að sýna lánastofnunum áætlanir um já- kvætt sjóðsstreymi í framtíðinni til að geta hækkað skuldahlutfall sitt. Fjármálaráðherrar tuttugu stærstu hagkerfa heims samþykktu á fundi í byrjun september að gerðar yrðu meiri kröfur um eiginfjárhlutfall hjá bankastofnunum í framtíð- inni. Samkvæmt samþykktinni á að gera takmarkanir á skuldsetningu bankastofnana og gera strangari kröfur um eiginfjárhlutfall þeirra. skattgreiðendur borga Stjórnvöld hafa víðast hvar verið að reyna að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir að skattgreiðendur þurfi aftur að borga brúsann þegar bankar fara á hausinn. Helsta vopn- ið í þeirri baráttu er að hækka eigin- fjárhlutfall þeirra. Bankar kvarta þó yfir því að ef krafan um eiginfjár- hlutfall verði hækkuð þá muni lán- tökukostnaður sömuleiðis hækka. Það muni hafa slæm áhrif í efna- hagslegu tilliti. Þetta stenst þó ekki kenningar í fjármálum fyrirtækja. Samkvæmt kenningu þeirra Franco Modigli- ani og Merton Miller frá árinu 1958 þá er virði fyrirtækja óháð fjármála- legri uppbyggingu þess. Að minnsta kosti í fullkomlega skilvirkum og skattlausum heimi. Kenningin seg- ir að þrátt fyrir að fjármagnseig- endur geri hærri arðsemiskröfur en lánveitendur þá lækki sú krafa eft- ir því sem eiginfjárhlutfallið verði hærra. Lántökukostnaður lækki líka þar sem trygging lántakenda sé ör- uggari. Fjármagnskostnaður hald- ist óbreyttur og sé aðallega drifinn áfram af áhættunni af eignum fyr- irtækisins en ekki hvernig þær séu borgaðar. Í öfgatilfellum geti lán- tökukostnaður verið mjög lágur. Hækka eiginfjárhlutfallið Spurningin er líka að þar sem bank- ar eru of stórir til að falla hvort það sé of dýrt fyrir þá að hækka eigin- fjárhlutfallið til að verða öruggari. Samkvæmt greininni í Economist sem áður var vísað í er það ekki. Bankar þurfi sem dæmi einungis að hækka lántökukostnað hjá sér um hálft prósent til þess að hækka eiginfjárhlutfall úr tíu prósentum í fimmtán. Fjárfestar ættu auk þess að verða ánægðir með hærra eig- infjárhlutfall. Með hærra eiginfjár- hlutfalli ætti að gera lægri kröfu um aðrsemi eigin fjár þar sem fjárfest- ingin yrði öruggari. Hættan á fjár- hagslegu tjóni og kreppu myndi minnka. Það væri þess virða að minnka þá hættu með því að gera lægri kröfu um arðsemi eigin fjár. AnnAs sigMundsson blaðamaður skrifar: as @dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.