Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Síða 25
Dómarar helgarinnar í ensku úrvals- deildinni höfðu í nógu að snúast og sumir meira en aðrir. Helgin í enska boltanum var svo sannarlega rauð en alls fóru átta rauð spjöld á loft. Þeim var heldur ekkert sérstaklega vel dreift, spjöldin átta komu öll í fimm leikjum. Þjálfarar liðanna voru margir hverjir ekki sáttir við brottvísanirnar. Liverpool tapaði óvænt fyrir Ful- ham, 3-1, um helgina þar sem Philip Degen og Jamier Carragher sáu rautt með þriggja mínútna millibili þeg- ar um tíu mínútur voru eftir. Deg- en var sendur í bað fyrir groddalega tæklingu sem verðskuldaði nú líklega bara gult spjald en Carragher reif nið- ur Bobby Zamoura þegar hann var að sleppa inn að marki. Sparkspeking- ar Sky-sjónvarpsstöðvarinnar voru á því að Degen-spjaldið hafi verið of hart en Carragher átti umsvifalaust að fjúka út af. Rafael Benitez, þjálfari Liverpool, var ekki sammála. „Deg- en kemur inn í hliðina á Fulham-leik- manninum og sópar undan honum en það var aldrei rautt. Ekki heldur á Carragher því það var augljóst að hann kom boltanum frá fyrst,“ sagði Benitez eftir leikinn. J’lloyd Samuel fór fyrstur í bað þeg- ar hann rændi Didier Drogba upp- lögðu marktækifæri í stórtapi Bolton gegn Chelsea, 4-0. Kenwyne Jones var næstur norður í Sunderland þar sem hans menn gerðu jafntefli gegn West Ham, 2-2, en þar fauk einnig út af Radoslav Kovac úr liði West Ham. Tvö rauð sáust í leik Everton og Villa þar sem Diniyar Bilyaletdinov og Carlos Cuellar fuku út af og þá var Brassinn Geovanni sendur í bað í tapleik Hull gegn Burnley. tomas@dv.is Átta brottvísanir sáust í leikjum helgarinnar: Rauð helgi á englandi enska úRvalsdeildin aRsenal - ToTTenham 3–0 1-0 Robin Van Persie (42.), 2-0 Cesc Fábregas (43.), 3-0 Robin Van Persie (60.). BolTon - Chelsea 0–4 0-1 Frank Lampard (45. víti), 0-2 Deco (61.), 0-3 Zat Knight (82. sm), 0-4 Didier Drogba (90.). n Jlloyd Samuel (45.). PoRTsmouTh - Wigan 4–0 1-0 Aruna Dindane (35.), 2-0 Frederic Piquionne (45.), 3-0 Aruna Dindane (65.), 4-0 Aruna Dindane (90. víti.). sToke - úlfaRniR 2–2 1-0 George Elokobi (17. sm) 2-0 Matthew Etherington (44.), 2-1 Jody Craddock (46.), 2-2 Jody Craddock (64.). BuRnley - hull CiTy 2-0 1-0 Graham Alexander (20. víti), 2-0 Graham Alexander (77.). n Marcio Geovanni (69.). eveRTon - asTon villa 1–1 1-0 Diniyar Bilyaletdinov (45.), 1-1 John Carew (46.). n Bilyaletdinov, Everton (87.) n Carlos Cuellar, A. Villa (90.). fulham - liveRPool 3–1 1-0 Bobby Zamora (24.), 1-1 Fernando Torres (42.), 2-1 Erik Nevland (73.), 3-1 Clint Dempsey (87.). n Degen, Liverpool (79.) n Carragher, Liverpool (82.). sundeRland - WesT ham 2–2 0-1 Guillermo Luis Franco (30.), 0-2 Carlton Cole (36.), 1-2 Andy Reid (39.), 2-2 Kieran Richardson (76.). n Jones, Sunderland (45.) n Kovac, West Ham (87.). man. uTd - BlaCkBuRn 2–0 1-0 Dimitar Berbatov (55.), 2-0 Wayne Rooney (87.). BiRmingham - man. CiTy 0–0 n Barry Ferguson, Birmingham (90.). sTaðan Lið L U J T M St 1. Chelsea 11 9 0 2 28:8 27 2. Man. Utd. 11 8 1 2 23:11 25 3. Arsenal 10 7 1 2 32:13 22 4. Tottenham 11 6 1 4 21:17 19 5. Man. City 10 5 3 1 18:11 19 6. Liverpool 11 6 0 5 25:16 18 7. Aston Villa 10 5 3 2 14:9 18 8. Sunderland 11 5 2 4 20:17 17 9. Stoke 11 4 4 3 11:13 16 10. Burnley 11 5 0 6 12:22 15 11. Fulham 10 4 2 4 13:13 14 12. Wigan 11 4 1 6 12:21 13 13. Everton 10 3 3 4 13:16 12 14. Bolton 10 3 2 5 14:19 11 15. Birmingham 11 3 1 6 8:12 11 16. Úlfarnir 11 2 4 5 11:18 10 17. Blackburn 10 3 1 6 11:24 10 18. Hull 11 2 2 7 8:24 8 19. West Ham 10 1 4 5 13:17 7 20. Portsmouth 11 2 1 8 9:15 7 ChamPionshiP BRisTol - sheff. Wed. 1–1 CovenTRy - Reading 1–3 n Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Coventry. Gylfi Sigurðsson og Ívar Ingimarsson léku allan fyrir Read- ing. Brynjar Björn sat allan tímann á bekknum. donCasTeR - BlaCkPool 3–3 iPsWiCh - deRBy 1–0 middlesBRough - PlymouTh 0–1 n Kári Árnason var í byrjunarliði Plymouth. PeTeRBoRough - BaRnsley 1–2 n Emil Hallfreðsson var ekki í hópnum hjá Barnsley. PResTon - CRysTal PalaCe 1–1 sCunThoRPe - sWansea 0–2 WBa - WaTfoRd 5–0 n Heiðar Helguson kom inn á sem varamaður á 52. mínútu hjá Watford. CaRdiff - noTT. foResT 1–1 1-0 Bothroyd (63.), 1-1 McGugan(90.). STaðan Lið L U J T M St 1. W.B.A. 15 8 4 3 29:13 28 2. Newcas 14 8 3 3 21:9 27 3. Leicester 15 7 6 2 18:12 27 4. Cardiff 15 8 2 4 31:16 27 5. Bristol 15 6 7 2 18:14 25 6. M. Boro 15 7 3 5 22:16 24 7. Blackp. 15 6 6 3 22:16 24 ---------------------------------------------------- 18. Scunth. 15 5 2 8 19:28 17 19. Doncas. 15 2 9 4 18:20 15 20. Derby 15 4 2 9 17:26 14 21. Reading 15 3 4 8 14:24 13 22. Plymth. 15 3 3 9 14:26 12 23. Peterb. 15 2 5 8 18:25 11 24. Ipswich 15 1 8 6 16:27 11 sPoRT 2. nóvember 2009 mánudaguR 25 Fyrirliði Arsenal, Cesc Fabregas, skor- aði það sem verður án efa kallað eitt af mörkum ársins þegar Arsenal lagði nágranna sína í Tottenham - enn og aftur - nú, 3-0, á Emirates-vellinum í London um helgina. Robin van Persie var þá nýbúinn að koma Arsenal yfir undir lok fyrri hálfleiks. Tottenham- menn tóku miðju, misstu boltann strax til Fabregas sem sólaði fjóra leik- menn Tottenham á fjórum sekúndum áður en hann lagði boltann snyrtilega í hornið framhjá Gomes í markinu. Ro- bin van Persie bætti svo þriðja mark- inu við í seinni hálfleik og þar við stóð þótt Arsenal hefði auðveldlega get- að bætt við mörkum. Nágrannaslagir Arsenal og Tottenham eru orðnir hvað mest óspennandi til að fylgjast með en tíu ár eru síðan Tottenham vann síðast leik gegn Arsenal. Markaskorarinn orðinn þjálfari Það var 7. nóvember það herrans ár 1999 sem Tottenham gat síðast fagn- að sigri á nágrönnum sínum í Norð- ur-Lundúnum. Liðin mættust þá á White Hart Lane, heimavelli Totten- ham, og höfðu heimamenn sigur, 2- 1. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálf- leik. Steffen Iversen kom Tottenham yfir strax á 7. mínútu og gamla kemp- an Tim Sherwood bætti um betur á 20. mínútu. Patrick Viera minnkaði mun- inn fyrir Arsenal á 39. mínútu en þar við sat og eini sigur Tottenham á Ars- enal í tíu ár staðreynd. Svo langt er síðan síðasti sigur Tot- tenham á Arsenal tókst að sá er skor- aði sigurmarkið, Tim Sherwood, sem lék með liðinu á árunum 1999-2003, er kominn til starfa hjá félaginu. Sher- wood er í dag þjálfari hjá Tottenham en Harry Redknapp fékk hann til starfa fyrir aðeins tveimur vikum. Ekki gleyma arsenal Arsenal er búið að synda kafsund í ensku úrvalsdeildinni hingað til og verið af mörgum sparkspekingum ekki talið líklegt til atlögu að Englands- meistaratitlinum. Tap fyrir Fulham fyr- ir nokkrum vikum og svo svekkjandi jafntefli gegn West Ham um síðustu helgi staðfestu trú manna á því. En Arsenal minnti heldur betur á sig um helgina. Með sigrinum þokaðist liðið upp í þriðja sætið, er aðeins þremur stigum frá Manchester United og á leik til góða. Markatala liðsins er líka mun hagstæðari en Englandsmeistaranna þannig að sigur í leiknum til góða þýð- ir annað sætið fyrir Arsenal-menn. Liðið hefur leikið frábærlega, allavega fram á við, en Arsenal hefur skorað 32 mörk í fyrstu tíu leikjum tímabilsins. ÓjafnT Arsenal vann enn einn nágrannaslaginn gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Tíu ár eru frá því Tottenham vann Arsenal síðast en á þessum tíma hefur Arsenal innbyrt 30 stigum meira en nágrannar þess úr leikjum liðanna. í noRðuR-lundúnum TÓMaS ÞÓR ÞÓRðaRSOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is 2009/2010 n Arsenal 3 - 0 Tottenham 2008/2009 n Tottenham 0 - 0 Arsenal n Arsenal 4 - 4 Tottenham 2007/2008 n Arsenal 2 - 1 Tottenham n Tottenham 1 - 3 Arsenal 2006/2007 n Tottenham 2 - 2 Arsenal n Arsenal 3 - 0 Tottenham 2005/2006 n Arsenal 1 - 1 Tottenham n Tottenham 1 - 1 Arsenal 2004/2005 n Arsenal 1 - 0 Tottenham n Tottenham 4 - 5 Arsenal 2003/2004 n Tottenham 2 - 2 Arsenal n Arsenal 2 - 1 Tottenham 2002/2003 n Tottenham 1 - 1 Arsenal n Arsenal 3 - 0 Tottenham 2001/2002 n Arsenal 2 - 1 Tottenham n Tottenham 1 - 1 Arsenal 2000/2001 n Arsenal 2 - 0 Tottenham n Tottenham 1 - 1 Arsenal 1999/2000 n Arsenal 2 - 1 Tottenham n Tottenham 2 - 1 Arsenal n arsenal vinnur 11 leiki n Tottenham vinnur 1 leik n Jafntefli í 9 n arsenal fær 42 stig n Tottenham fær 12 stig deildaRleikiR aRsenal og ToTTenham síðusTu 10 áRin Skildir eftir í rykinu Fabregas skoraði eitt af mörkum ársins og Tottenham- menn gátu lítið gert annað en horft á. Mynd aFP Út af! Jamie Carragher sá rautt um helgina eins og margir aðrir. Mynd aFP n Mike Jones, dómari í ensku úrvalsdeildinni sem komst í heimspressuna um daginn fyrir að kunna ekki reglurnar og leyfa strandboltamarki Darrens Bent í leik Sunderland og Liverpool, átti annan stórleik um helgina. Stóra spurningin er einfaldlega hvort Jones kunni yfirhöfuð að dæma miðað við frammistöðu hans í leik Burnley og Hull. Dómarar eiga að geta tekið stórar ákvarðanir en það virðist hann óhæfur um. Fyrst gaf hann Burnley ruglvítaspyrnu, gaf Hull svo ekki augljósa vítaspyrnu, gaf Hull aukaspyrnu á stórhættulegum stað þegar Stephen Hunt, leikmaður Hull, sólaði sjálfan sig, og dæmdi svo aukaspyrnumark Geovannis af fyrir eitthvað sem enginn sá. n Portsmouth hefur svo sannarlega ekki farið vel af stað í deildinni en það vann sinn fyrsta sigur um daginn. Sigur númer tvö kom um helgina þegar liðið tók upp á því að rúlla yfir Wigan á heimavelli, 4-0. Þar var Fílabeinsstrending- urinn Aruna Dindane í hörkuformi og setti glæsilega þrennu. Leikmenn Portsmouth og sérstaklega stuðningsmenn liðsins, sem eru farnir að mæta verr og verr á völlinn, vantaði svo sann- arlega eitthvað jákvætt til að lyfta sér upp eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Þrenna Dindanes var toppurinn á annars góðum leik Portsmouth og nú er bara að bíða eftir að Hemmi Hreiðars komi úr meiðslum og berji menn upp úr fallsvæðinu. aRuna dindane - PoRTSMouTH sTRandBolTa-mike - DóMARI Vettel fyrstur í ljósaskiptunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.