Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Síða 2
2 mánudagur 9. nóvember 2009 fréttir „Ég er algjörlega saklaus, það er al- veg á hreinu. Af minni hálfu fóru þessi viðskipti ekki fram heldur var kortið misnotað. Ég hef ekki verið að stunda svona staði, þekki ekkert hvað þar fer fram og drekk ekki einu sinni kampavín,“ segir Pálmi Jóns- son, fjármálastjóri Knattspyrnu- sambands Íslands, KSÍ. Pálmi glataði 3,2 milljónum króna, á þáverandi gengi, af kred- itkorti sínu og KSÍ á súlustaðnum Rauðu myllunni, Moulin Rouge, í Zürich í Sviss árið 2005. Sé upphæð- in reiknuð á núverandi gengi nem- ur upphæðin nærri 8 milljónum. Það hefur verið staðfest að Pálmi heimsótti staðinn en hann fullyrð- ir að milljón- irnar hafi verið teknar af kortunum í leyf- isleysi. Eftir að kortanotkunin kom í ljós lýsti Pálmi strax yfir sakleysi sínu og bauð KSÍ til að borga brús- ann. Í kjölfarið höfðaði hann mál úti í Sviss og krafðist endurgreiðslu þeirra 3,2 milljóna króna sem rukk- að var um. Af þeim voru 1,5 millj- ónir bakfærðar en eftirstöðvarnar, tæpar tvær milljónir, þarf Pálmi að greiða. Góður drengur Fjármálastjórinn og KSÍ segja hann hafa verið fórnarlamb skipu- lagðrar glæpa- starfsemi þar sem 3,5 millj- ónir voru teknar af kort- um hans í leyf- isleysi. Sviss- neskur fjölmiðill lýsir málinu þó þannig að fjár- málastjórinn hafa spreðað í hverja rándýra kampavíns- flöskuna á fætur annarri í fylgd þriggja rúss- neskra stúlkna, sem nafn- greindar eru sem Eva, Lora og Carmen í fréttinni. Þau eru sögð hafa heim- sótt fjölmarga næturklúbba í Zur- ich umrætt kvöld. Í morgunsárið hafi þau endað á staðnum Moulin Rouge þar sem Pálmi er sagður hafa slegið um sig og pantað kampavín í massavís. Á heimasíðu strippstaðarins Moulin Rouge, þar sem meint brot áttu sér stað, gefur meðal annars að líta fáklæddar dömur í hjarta rauða hverfisins í Zürich. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, styður fjármálastjóra sinn heils hugar og gefur lítið fyrir fullyrðing- ar Femínistafélagsins. „Við höfum gefið út stuðningsyfirlýsingu og það hefur ekkert breyst. Við tókum strax ákvörðun um að styðja hann enda býður sambandið ekki fjárhagsleg- an skaða. Þetta er mjög góður mað- ur og gott hjá honum að hafa leitað réttar síns úti, það hefðu ekki allir gert. Við trúum engu öðru en hans frásögn enda hef ég þekkt hann langt aftur og hefur hann spilað fót- bolta allt sitt líf,“ segir Geir. Á svissneska fréttavefnum 20 Minuten var fyrir helgi sögð önnur og skrautlegri saga sögð af atburð- um á nætur- klúbbnum en sú sem Pálmi og Geir segja. Þar sagði að fjármálastjórinn hafi ásamt . Dag- inn eftir hafi hann uppgötvað að kreditkortareikningurinn nam 67 þúsund svissneska frönkum. Erfitt fyrir fjölskylduna Pálmi segir alveg ljóst að þær nótur sem hann þurfi að greiða hafi verið með falsaðri undirskrift sinni. Hann segist lítið vera fyrir fjölmiðlaathygli og því sé afar leiðinlegt að í þau fáu skipti sem hann komi fram sé það á neikvæðum nótum. „Þetta er bara eitthvað krot á miðunum, ekki líkt minni undirskrift. Það var verið að reyna að falsa mína undirskrift en þetta var ekki líkt henni. Ég ætla ekki að gera neitt meira í málinu. Ég var mjög ánægður að eitthvað af þessu var endurgreitt en bjóst aldrei við að fá allt. Ég er hættur að pæla í þessu máli, ég tapaði því miður bara þessum peningum og við það situr, segir Pálmi og bætir við. „Þessi umræða er bara asnaleg. Mér finnst umræðan í minn garð hafa verið ósanngjörn og hörð en ég er ekkert að væla yfir því. Vit- andi það að ég er saklaus er ég mjög rólegur yfir þessu. Ég reyni að láta þetta ekki trufla mig en auðvit- að gerir það það samt. Það er allt- af slæmt að verða fyrir svona slæmu umtali. Auðvitað hef- ur þetta líka tekið á kon- una mína og börnin, þau eru að sjálfsögðu leið að fá svona árásir á pabba sinn.“ Eiga að víkja „Sennilega hefði ég bara átt að sætta mig við allt tap- ið strax, þá hefði þetta aldrei komist í fjölmiðlana. En ég er bara ekki þannig og því stendur uppi ansi dýr mis- notkun. Það er löngu búið að tækla þetta innan KSÍ og þar fæ ég ein- dreginn stuðning, ég get ekki trúað því að það komi til með að breyt- ast.“ Guðný Gústafsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, krefst þess að Pálmi og aðrir stjórnendur KSÍ segi af sér. Hún segir þá stað- reynd að Pálmi hafi heimsótt stað- inn og stuðning sambandsins næga ástæðu til uppsagnar. „Háttsemi þessa manns er ótæk og fyrir neðan allar hellur að viðkomandi hafi yfir höfuð farið inn á svona stað. Í okk- ar huga skiptir það engu máli hvaða greiðslukort voru notuð eða hvern- ig, að maður í þessari stöðu, á veg- um íþróttahreyfingar, hafi farið inn á svona stað sem tengdur er glæpa- starfsemi er óboðlegt. Stjórnend- urnir verða að axla ábyrgð og segja af sér,“ segir Guðný. Mjög sár Aðspurður segist Geir ekki vilja tjá sig um kröfu Femínistafélagsins, að öðru leyti en því að samband- ið styðji sinn mann. Hann segist þó vera sár vegna kröf- unnar um uppsögn. „Ég er mjög sár yfir þessari yf- irlýsingu fem- ínistanna en finnst hún í raun dæma sig sjálf. Þess vegna vil ég sem minnst um þessar fullyrðing- ar segja, það er best að segja ekkert,“ segir Geir. „Ég drekk ekki einu sinni kampavín“ TrausTi hafsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Pálmi Jónsson, fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, lýsir alfarið yfir sakleysi sínu um við- skipti við súlustað í Sviss. Femínistafélag Íslands krefst afsagnar stjórnenda KSÍ sem gefa lítið út á mál- flutninginn. Ævintýrið kostar Pálma nærri tvær milljónir króna sem hann segir dýrt spaug. „Maðurinn má auð- vitað fara að skemmta sér inn á súlustað þarna úti, hvað ætli hann hafi glatt margar konur með þessari upphæð?“ algjörlega saklaus Pálmi segir ljóst að undirskrift hans hafi ítrekað verið fölsuð. Góður drengur Geir segir fjármálastjórann góðan dreng sem hafi spilað knattspyrnu allt sitt líf. Komið til mín Geiri hvetur alla starfsmenn KSÍ til að koma og skemmta sér á Goldfinger.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.