Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Page 14
14 mánudagur 9. nóvember 2009 fréttir „Botnlaust sukk og óstjórn hins op- inbera er aðalvandamálið sem við stöndum frammi fyrir í dag og er ein af meginástæðunum fyrir verð- bólgunni. Í mínum huga er stærð rík- isins bara sóun og dæmi um illa rekið ríkisvald,“ segir Guðmundur Ólafs- son, lektor í hagfræði við Háskóla Ís- lands. Umfang íslenska ríkisins hefur margfaldast á undanförnum árum. Starsfólki hins opinbera hefur til dæmis fjölgað um 38 prósent á síð- asta áratug og opinberum fyrirtækj- um fjölgaði svipað, eða um 36 pró- sent. Starfsfólk, stofnanir, nefndir, útgjöld og tekjur ríkisins hafa þannig vaxið umtalsvert á meðan vænlegra hefði verið að minnka hlutfall ríkisins af vergri þjóðarframleiðslu. Það er að minnsta kosti mat þeirra sérfræðinga sem DV ræddi við. Þeir telja brýnt að minnka ríkisbáknið hið fyrsta. Einkaframtakið er aflvélin Guðmundur segist hafa bent á það á undanförnum árum hversu óeðlilega íslenska ríkið hafi stækkað á undan- förnum árum. Hann segir of marga í vinnu hjá ríkinu og að ríkið taki sér of mikið fé til rekstrar. „Þeir sem hafa farið með ríkisfjármálin hafa sagst ætla að minnka ríkið en það er því miður bara þvert á móti. Fjölg- un starfsmanna hefur verið mikil og hlutur ríkisins í þjóðarframleiðslunni hefur vaxið,“ segir Guðmundur. Ólafur Ísleifsson, lektor í hag- fræði við Háskólann í Reykjavík, seg- ir íslenska ríkið aldeilis hafa vaxið á undanförnum misserum. Hann tel- ur það forgangsverkefni að snúa þró- uninni við. „Út af fyrir sig er stærð ríkisins stórt vandamál því öflugasta verðmætasköpunin fer fram í hönd- um einkaaðila. Mun vænlegra er að ýta undir einkaframtakið því það er mótorinn sem skapar peningana og gerir okkur kleift að bjóða upp á það velferðarkerfi sem flestir Íslendingar ætlast til. Í því ljósi að einkaframtakið er aflvélin þá er það umhugsunarefni hversu mikið ríkið hefur stækkað og á það hefur margoft verið bent. Það þarf að vinda bráðan bug að því að snúa þessari þróun við, það stórverk- efni blasir við og á að hafa forgang,“ segir Ólafur. Þarf að taka til Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, tekur undir og segir ljóst að stærð rík- isins sé meiri en æskilegt er. „Þetta er afleit þróun. Ég held að það séu mjög fáir sem halda því fram að ríki af okkar stærðargráðu skapi ekki mörg vanda- mál. Mjög stórt ríki hlýtur að vera vandamál. Slíkt þarf að fjármagna og það þýðir álögur á borgarana og fyr- irtækin. Í þenslunni sem var virðast menn hafa gleymt að beita aðhalds- semi og ákveðið agaleysi virðist hafa ríkt í ríkisbúskapnum. Menn fóru út á ansi þunnan ís og fyrir vikið hefur ríkið vaxið meira en heppilegt er. Eft- ir sitjum við með gríðarlega stórt ríki, sem er miklu stærra en æskilegt er,“ segir Gunnar Helgi. Þór Saari, hagfræðingur og þing- maður Hreyfingarinnar, deilir áhyggj- unum um stærð ríkisins á undanförn- um árum. Hann telur mikilvægt að skera niður hið allra fyrsta. „Ríkisvald- inu hefur tekist að eyða miklu meiri peningum undanfarin ár en nokkru sinni áður. Með allri rafrænni stjórn- sýslu hefði ég haldið að þróun ríkisins hefði frekar átt að vera á hinn veginn. Það mætti segja mér að hjá ríkinu sé fullt af óþörfu fólki og það þarf að taka til. Þegar menn hafa verið of lengi við völd komast þeir upp með ýmislegt. Þá byrja menn að hlaða undir sig og sína, því miður er það oft svoleiðis. Þannig er verið að ráða inn fólk í alls konar stöður, sem jafnvel engin þörf er á. Ég er alveg viss um það að hjá ríkinu sé hægt að fækka starfsfólki um ein 20 prósent,“ segir Þór. Út í hött „Útgjöldin hafa vaxið gríðarlega og fullyrðingar um að sjálfstæðismenn séu einhverjir eðalstjórnendur rík- isfjármála eru alveg út í hött. Und- ir þeirra stjórn jók ríkið þenslu sína meira en nokkru sinni. Þetta sýn- Báknið Blés út TrausTi hafsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Umsvif ríkisins hafa aukist umtalsvert undanfarinn áratug. Þannig hefur til dæmis umfang fyrirtækja, nefnda, starfsmanna og útgjalda margfaldast. Guðmundur Ólafs- son, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, hefur áhyggjur af ríkisbákninu og segir sjálfstæðismenn hafa verið í ruglinu undanfarin ár. algjört rugl Guðmundur segir botnlaust sukk og óstjórn hins opinbera meg- invandamál þjóðarbúsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.