Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Page 6
6 mánudagur 9. nóvember 2009 fréttir Keppinautar ekki hrifnir af nýjasta útspili Forlagsins: Reiðir yfir nýjum bókatíðindum „Mér finnst þetta mjög spes. Ég hélt að það væru bara til ein bókatíðindi, sem félagið og allir bókaútgefendur standa að,“ segir Tómas Hermanns- son, framkvæmdastjóri bókaútgáf- unnar Sögur. Með Morgunblaðinu um helgina fylgdu bókatíðindi Forlagsins, móð- urfélags JPV útgáfu, Máls og menn- ingar, Vöku Helgafells og Iðunnar. Í fylgiritinu má finna yfirlit yfir út- gefnar bækur félaganna fyrir jólin. Hin nýju bókatíðindi vekja blendnar tilfinningar hjá samkeppnisaðilum því undanfarin ár hafa verið gefin út bókatíðindi á vegum Félags íslenskra bókaútgefenda. Bókatíðindi félags- ins hafa venjulega komið út í nóvem- bermánuði og dreift á hvert heimili í landinu. Þar er kynnt helsta bókaút- gáfa ársins sem útgefendur telja eiga erindi við almenning. Aðspurður telur Tómas augljóst að Forlagið hafi lagt allt kapp á það að koma eigin bókatíðindum út á undan hinum sameiginlegu bókatíð- indum. „Mér finnst það einmitt hafa verið svo flott hér á Íslandi að gef- in væri út bókatíðindi þar sem allir titlarnir koma fram. Það er gott fyrir kaupendurna. Þess vegna finnst mér svo skrítið að allt í einu séu komin út ný bókatíðindi, einmitt á undan gömlu bókatíðindunum,“ segir Tóm- as. trausti@dv.is Út fyrir jólin Bókaútgefendur hafa venjulega sameinast um útgáfu bókatíðinda fyrir jólin. Sortuæxli var fjarlægt af nefinu á fransk-norska rannsóknardómaran- um Evu Joly síðastliðinn fimmtudag. Joly er, eins og alþjóð veit, ráðgjafi sér- staks saksóknara, Ólafs Haukssonar, við rannsóknina á íslenska efnahags- hruninu. Þetta segir Jón Þórisson, að- stoðarmaður hennar hér á landi. Í norskum viðtalsþætti sem sýnd- ur var á föstudaginn í Noregi sést Eva með nokkuð tætingslegar umbúðir á nefinu sem vöktu athygli þáttastjórn- andans. Aðspurð sagði hún þátta- stjórnandanum að hún hefði verið í aðgerð til að láta fjarlægja æxlið um- rædda af nefinu á sér. „Bíddu, hvað kom fyrir þig, væna mín? spurði hann Evu,“ segir Jón en Eva taldi, áður en hún fór í aðgerðina, að hún gæti ein- faldlega látið farða yfir sárið í útsend- ingunni, að sögn Jóns. „Hún hélt að þetta væri eitthvað pínulítið og að hægt væri að setja make-up yfir þetta í útsendingunni. Svo mætti hún bara með þennan rosalega plástur,“ segir Jón hlæjandi og bætir því við að þáttastjórnand- inn hafi þakkað henni fyrir að mæta í þáttinn þrátt fyrir umbúðirnar og hældi henni fyrir hörku. Fyrirbyggjandi aðgerð Aðgerðin var gerð í París, að sögn Jóns Þórissonar, aðstoðarmanns henn- ar hér á landi. Læknir Evu ráðlagði henni að láta fjarlægja æxlið þar sem það gæti verið upphaf á húðkrabba- meini. Jón segir að sortuæxlið hafi verið eins konar þykkildi sem Eva hafi verið á nefinu í mörg ár en að hún hafi aldrei látið gera neitt í því þar til í síðustu viku. „Það getur komið húð- krabbamein í svona þykkildi ef það er ekki tekið,“ segir Jón. Að sögn Jóns er sortuæxlið á nefi Evu nú úr sögunni og er ekki búist við að hún þurfi að fara í frekari fyr- irbyggjandi aðgerðir. „Málið er bara dautt. Það var ekkert krabbamein í þessu og því ekkert drama. Hins veg- ar lítur Evu út fyrir að hafa lent í slags- málum þegar hún er með þessar um- búðir,“ segir Jón. Eva á leið til landsins Jón segir aðspurður að aðgerðin muni ekki koma í veg fyrir heimsókn Evu hingað til lands í vikunni en von er á henni á miðvikudaginn. Hann segir tilgang heimsóknar Evu að þessu sinni vera þann að veita embætti sérstaks saksóknara ráðgjöf vegna rannsókna á gögnum sem tekin voru í húsleit- um á nokkrum endurskoðendaskrif- stofum fyrir nokkru. „Það er verið að vinna úr upplýsingunum sem feng- ust frá endurskoðendaskrifstofunum. Það er hluti af því sem hún mun gera hérna núna og svo einnig bara til að hún geti fylgst með rannsókninni al- mennt séð,“ segir Jón. Eva verður á landinu þar til á laug- ardaginn kemur og mun hún með- al annars halda fyrirlestur í Háskóla Íslands næsta fimmtudag, að sögn Jóns. Eins mun á næstunni koma út ís- lensk þýðing á bók eftir hana. Bókin heitir á ensku „Ordinary Heroes“ og fjallar hún um baráttu gegn spillingu í ýmsum löndum í heiminum. Jón seg- ir að bókin muni koma út á næstu vik- um og að þýðandi hennar sé Friðrik Rafnsson, sem er hvað þekktastur fyr- ir að hafa snúið bókum Milans Kund- era yfir á íslensku. Eva Joly fór í aðgerð í París til að láta fjarlægja sortuæxli af nefinu á sér og kom fram í norskum sjónvarpsþætti með miklar umbúðir á nefinu. Eva hélt að hægt væri að láta farða yfir sárið. Fyrirbyggjandi aðgerð gegn krabbameini. Eva kemur til landsins í vikunni og heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands. SORTUÆXLI FJARLÆGT AF NEFINU Á EVU JOLY „Hún hélt að þetta væri eitthvað pínulítið og að hægt væri að setja make-up yfir þetta í út- sendingunni. Svo mætti hún bara með þennan rosalega plástur.“ IngI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is með umbúðir á nefinu Eva Joly var með miklar umbúðir á nefinu í norskum sjónvarpsþætti á föstudaginn. Hún útskýrði það svo fyrir þáttastjórn- andanum, aðspurð, að hún hefði þurft að láta fjarlægja æxli af nefinu á sér. Ingibjörg sækir um hjá ÖSE Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylk- ingarinnar og fyrrverandi utan- ríkisráðherra, hefur sótt um starf mansalsfulltrúa ÖSE, öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Í kvöldfréttum RÚV á laugardag kom fram að utanríkisráðuneyt- ið styðji umsókn Ingibjargar og hafi beitt sér fyrir hennar hönd. Embætti mansalsfulltrúa ÖSE er meðal æðstu embætta sam- takanna og felur starfið í sér að vekja athygli á málinu á alþjóða- vettvangi. Sá sem fær starfið fær greiddar tíu þúsund evrur á mánuði, eða 1,9 milljónir króna, auk hlunninda. Ekki óráðshænur Eigenda- og ræktendafélag land- námshænsna hélt aðalfund sinn í dag, laugardaginn 7 nóvem- ber. Þar var meðal annars fjallað um hagkvæmni, sjálfbærni og góð umhverfisáhrif sem rækt- un landnámshænsna hefur í för með sér. Í tilefni af þeirri umræðu kom nýyrðið „óráðs- hænsn“ til tals og fundurinn samþykkti ályktun þar sem fram kemur að félagið mótmæli ein- dregið að hænur séu bendlaðar við fjárglæfrastarfsemi með vís- an í fréttir RUV nýlega þar sem fjárglæframenn voru kallaðir „óráðshænsn“. Fleiri fækka starfsfólki Tæpur fjórðungur af fjögur hundruð stærstu fyrirtækjum Íslands hyggjast fækka starfs- fólki á næstu sex mánuðum samkvæmt viðhorfskönnun sem Capacent Gallup gerði í september. Um fimmtungur fjögur hundruð stærstu fyrir- tækja landsins hyggst fjölga starfsmönnum á sama tíma. Færri fyrirtæki vilja fækka starfsmönnum nú en í sam- bærilegri könnun í maí og fleiri hyggjast fjölga starfs- mönnum. Niðurstöður könn- unarinnar benda þó til að vinnumarkaðurinn eigi enn eftir að veikjast nokkuð. Bankar gætu afskrifað meira Haldi fasteignaverð áfram að lækka líkt og spár Seðlabank- ans gera ráð fyrir gætu bank- arnir þurft að auka afskriftir að því er fram kom í máli Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, vara- formanns félags- og trygginga- nefndar Alþingis, í Ríkisútvarp- inu. Seðlabankinn gerir ráð fyrir að kaupmáttur hrynji á næsta ári um tæp sextán prósent. Einnig geri bankinn ráð fyrir áfram- haldandi lækkun íbúðaverðs á næstu misserum. Nafnverð mun lækka og verðbólgan mun valda enn meiri raunverðslækkun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.