Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Side 10
10 mánudagur 9. nóvember 2009 fréttir Öllum nema einum slökkviliðs- manni hjá Slökkviliði Þorlákshafn- ar hefur verið boðin endurráðning hjá embættinu. Þessum eina, Bjarna Ingimarssyni, var tilkynnt formlega að hann væri ekki velkominn aftur. Bjarni stóð áður í harðvítugum deilum við fyrrverandi yfirmann sinn, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu, Kristján Einarsson, sem lyktaði með því að hann sagði starfi sínu lausu og réð sig hjá nágranna- slökkviliðinu í Þorlákshöfn. Nokkru síðar kom í ljós að til að samræma samninga slökkviliðsmanna hjá embættinu við kjarasamninga þurfti að segja þeim öllum upp og við það tækifæri var tilkynnt að allir yrðu endurráðnir. Bjarna hefur hins veg- ar verið tilkynnt að hann sé ekki velkominn á meðan öllum starfs- félögum hans stendur endurráðn- ing til boða. Hins vegar hafa fram til þessa aðeins tveir þeirra, af tut- tugu slökkviliðsmönnum, óskað eftir endurráðningu. Fylgjast með Bjarni hefur leitað liðsinnis hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og þar á bæ er málið í ferli. Sambandið hefur óskað eftir skýrum svörum hvers vegna Bjarna sé ekki boðin endur- ráðning, líkt og lofað hafi verið þegar slökkviliðsmönnunum var sagt upp. Að öðru leyti vildu talsmenn sam- bandsins ekki ræða málið fyrr en skýr svör liggja fyrir. Björn Karlsson brunamálastjóri fylgist einnig grannt með málinu og þar hafa menn þungar áhyggjur af gangi mála. Hann segir stofnunina ekki koma til með að hafa afskipti af málinu að svo stöddu. „Stofnun- in fylgist að sjálfsögðu ákaflega vel með þessu máli. Við lítum alvar- lega á slíkar deilur sem eru uppi og fylgjumst náið með málinu. Við höf- um hins vegar sjaldan haft afskipti af starfsmannamálum einstakra fé- laga,“ segir Björn. Mátti ekki ráða Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, staðfestir að Bjarna hafi verið tilkynnt með bréfi að honum stæði endurráðning ekki til boða. Hann hafnar því að mál- ið tengist fyrri deilum slökkviliðs- mannsins. „Þetta er ekki flókið mál. Ég vissi ekki að viðkomandi slökkvi- liðsmaður hefði verið ráðinn en sú ráðning stríðir gegn fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Áætlunin gerir ráð fyrir að engar breytingar verði gerðar á starfsmannahaldi en síðar er við- komandi ráðinn. Ég benti einfald- lega slökkviliðsstjóranum á að þetta samræmist ekki okkar samþykktum og því hafi hann verið ráðinn eftir röngum leiðum,“ segir Ólafur Áki. Kristján slökkviliðsstjóri hlær er blaðamaður DV ber það undir hann hvort brottvísun Bjarna teng- ist fyrri deilum þeirra. „Ég hef ekk- ert með þetta mál að gera og beitti ekki nokkrum þrýstingi. Ég var bú- inn að heyra orðróm af því að Bjarni yrði ekki endurráðinn og að mér yrði örugglega kennt um það. Nú er það að koma í ljós. Bjarni er hörku slökkviliðsmaður sem valdi það sjálfur að hætta hjá okkur en sams- æriskenning um að ég hafi komið þarna nálægt er útilokuð. Þó svo að mig langaði til þess beitti ég engum þrýstingi, ég fell ekki í þann brunn. Ég veit ekkert hvað þeir hjá Þorláks- höfn eru að hugsa hverju sinni,“ seg- ir Kristján. trausti@dv.is Einum af tuttugu slökkviliðsmönnum hjá Slökkviliði Þorlákshafnar hefur verið tilkynnt að hann sé ekki lengur velkominn til starfa. Sá hinn sami átti áður í deilum við Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu, sem útilokar að hafa beitt þrýst- ingi til þess að viðkomandi slökkviliðsmaður yrði ekki endurráðinn. Það vekur athygli að einungis tveir af þessum tuttugu hafa þegið endurráðningu hjá embættinu. EINN SKILINN ÚT UNDAN „Ég var búinn að heyra orðróm af því að Bjarni yrði ekki endurráðinn og að mér yrði örugglega kennt um það.“ TrausTi haFsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is heitar deilur Bjarni hefur átt í deilum við slökkviliðsstjóra og nú hefur hann verið settur út í kuldann. Um 300 Suðurnesjamenn, karlar og konur, tóku þátt í Keflavíkurgöngu til þess að þrýsta á stjórnvöld að hamla ekki atvinnuuppbyggingu á Suður- nesjum sem hafa farið sérlega illa út úr þeim efnahagslegu þrengingum sem nú ganga yfir þjóðina. Göngunni lauk með samstöðufundi við Kúagerði þar sem Páll Pálsson, forsvarsmaður Virkj- unar fyrir atvinnulausa, ávarpaði fund- inn. Þingmenn frá flestum flokkum mættu á svæðið, meðal annars for- maður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, Katrín Júlíusdóttir iðn- aðarráðherra og Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Þeim var afhent áskorun frá þverpólitískum undirbúningshópi göngunnar þar sem ráðamenn eru hvattir til að ganga í takt við ástandið á Reykjanesi, en þar ganga nú um 1.600 manns atvinnulausir. „Atvinnulíf á Suðurnesjum hefur orðið fyrir verulegum áföllum á und- anförnum árum. Skammt er síðan níu hundruð íslensk störf töpuðust fyrir- varalaust við brotthvarf varnarliðsins. Störf í sjávarútvegi hafa dregist veru- lega saman og byggingariðnaður er lítill sem enginn um þessar mundir,“ segir í yfirlýsingunni. „Suðurnesja- menn hafa samt ekki gefist upp. Á síð- ustu árum hafa fjölmörg verkefni verið í undirbúningi sem geta á næstu vikum og mánuðum skilað þúsundum manna betur launuðum störfum og stóraukið gjaldeyristekjur fyrir þjóðina.“ Álver í Helguvík, Kísilver í Helgu- vík, gagnaver, Keilir, heilsutengd ferða- þjónusta að Ásbrú og tónlistarverk- efnið Hljómahöll í Reykjanesbæ eru meðal þeirra verkefna sem sögð eru mikilvægust um þessar mundir og þess krafist að hafist verði handa við þessi verkefni strax því þau muni skila störf- um innan fárra vikna. „Krafa okkar er að stjórnvöld standi ekki í vegi þessara verkefna.“ Blásið til Keflavíkurgöngu til stuðnings atvinnulífinu: Neita að gefast upp Kannin í broddi fylkingar Einar Bárðar- son, oft nefndur umboðsmaður Íslands og útvarpsstjóri á Kananum, var framarlega í Keflavíkurgöngunni í gær þar sem úrbóta var krafist í atvinnulífinu á Suðurnesjum. Sprotafyrirtæki fái 1,5 milljarða Samkvæmt frumvarpi sem Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra hefur lagt fram á Alþingi eiga nýsköpunarfyrirtæki að fá styrki í gegnum skattkerfið og að fjárfesting í hlutabréfum fyrir- tækjanna megi draga frá skatt- skyldum tekjum að því er fram kemur á vef Ríkisútvarpsins. Fjár- málaráðuneytið áætlar að að- stoðin nemi um 1.500 milljónum króna á ári en frumvarpið hefur farið í gegnum fyrstu umræðu á þingi. Í frumvarpinu er heimild fyrir að nýsköpunarfyrirtæki, sem hljóta viðurkenningu RANN- ÍS sem slík, fái endurgreiðslu á hluta af rannsóknar- og þróunar- kostnaði. Eldur í potti í eldhúsi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæð- inu var kallað út vegna reyks sem lagði frá íbúð í Álfatúni í Kópavogi á sjötta tímanum á laugardag. Í ljós kom að húsráðendur, sem voru ekki heima, höfðu gleymt potti á eldavél og lagði reykinn frá pottinum. Slökkviliðið reykræsti íbúðina og er talið að skemmdir hafi verið minniháttar. Skutu friðaða fugla Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu lagði hald á tvær haglabyss- ur og nokkra æðarfugla sem tveir menn skutu í Hvalfirði á laugardag. Málið var tilkynnt til lögreglu rétt eftir klukkan fjögur og höfðu mennirnir verið á báti í Hvalfirði þar sem þeir voru við veiðar. Þegar lögreglu bar að garði voru mennirnir komnir í land með fuglana. Æðarfugl- ar eru friðaðir og hafa verið allt frá árinu 1847. Að sögn lögreglu gáfu mennirnir engar skýringar á þessum gjörðum sínum en þeir mega búast við kæru vegna máls- ins. Þeir eru báðir á þrítugsaldri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.