Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Blaðsíða 15
fréttir 9. nóvember 2009 mánudagur 15
Báknið Blés út
ir mér bara að það sé hvorki orð að
marka það sem sjálfstæðismenn
segja né hvað þeir gera. Flestir ís-
lenskir frjálshyggjumenn eru í vinnu
hjá hinu opinbera og þannig hafa
þeir raðað sér á ríkisjötuna. Að sjálf-
sögðu er þetta ekkert annað en svik
við stefnu flokksins og kjósendur
hans,“ bætir Þór við.
Aðspurður telur Ólafur það um-
hugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn hversu mikið íslenska ríkið hefur
vaxið í stjórnartíð flokksins. „Sjálf-
stæðisflokkurinn virtist ekki draga
af sér í að auka umsvif ríkisins sem
hlutfall af landsframleiðslu. Miðað
við stefnuskrá flokksins sýnist hug-
myndin hafa verið önnur,“ segir Ól-
afur.
Fá á baukinn
Gunnar Helgi tekur í sama streng.
Hann segir Sjálfstæðisflokinn hafa
fengið átján ár til að koma stefnu
sinni í framkvæmd en án árangurs.
Það er ekki gott fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn að hann var í stjórnarfor-
ystu í 18 ár samfleytt og á þeim tíma
vex hlutur ríkisins í landsframleiðsl-
unni mjög verulega. Loforð flokksins
um að skera niður ríkið á róttækan
hátt virðist ekki hafa verið raunsætt.
Flokkurinn fékk 18 ár til að skila ár-
angri en náði engum, heldur þvert á
móti,“ segir Gunnar Helgi.
Guðmundur gengur lengra og
segir hreinlega ekkert að marka
stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann
segir flokkinn hafa verið á stöðug-
um atkvæðaveiðum. „Allt hefur þetta
gerst í tíð frjálshyggjuflokksins mikla,
Sjálfstæðisflokksins, sem greinilega
meinar ekkert með því sem hann
segir. Þeir vildu bara kaupa sér at-
kvæði með því að ráðast í verkefnin.
Tölur tala sínu máli, í staðinn fyrir að
minnka ríkið hefur flokkurinn stækk-
að það. Þess vegna erum við í svona
miklum vanda í dag og því reynist nú
svo erfitt að auka tekjur ríkisins. Rík-
ið hefur margfaldast og Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur þarna svikið stefnu
sína. Þetta eru bara svik við kjósend-
ur og stuðnings- menn
flokksins,“
segir Guð-
mundur.
0
100
200
300
400
500
600
700
800
0
200
400
600
800
1000
0
10
20
30
40
50
60
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
3,0
3,5
4,0
0
10
20
30
40
50
60
Heildartekjur íslenska
ríkisins 1998-2008
Heildarútgjöld íslenska
ríkisins 1998-2008
Fjöldi opinberra
starfsmanna 1998-2008
Fjöldi fyrirtækja á vegum
hins opinbera 2000-2007
Útgjöld hins opinbera
(hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu)
1998 2000 2002 2004 2006 2008
1998 2000 2002 2004 2006 2008
Milljarðar
Milljarðar
Þúsundir
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007
1980 1985 1990 1995 2000 2005 2008
%
Mikil fjölgunFjöldi
ríkisstarfsmanna hefur
aukist umtalsvert á
undanförnum árum.
Hið sama má segja um
fyrirtæki, stofnanir,
útgjöld, tekjur og
nefndir hins opinbera.
Agaleysi og
gleymska
„Í þenslunni
sem var virðast
menn hafa
gleymt að beita
aðhaldssemi
og ákveðið
agaleysi
virðist hafa
ríkt í ríkis-
búskapn-
um,“ segir
Gunnar
Helgi.
Yfir til einkaaðila Ólafur telur það
forgagnsverkefni að minnka íslenska
ríkið.