Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Qupperneq 29
Stórvirki heimS- bókmenntanna Metamorphoses, eða Ummyndanir, eftir rómverska skáldið Publius Ov- idius Naso, Óvíd, er eitt af stórvirkj- um heimsbók- menntanna, ritað um þær mundir sem tímatal okkar hefst. Í verkinu eru raktar goð- sögur um mynd- breytingar, allt frá tilurð heimsins til þeirrar sem Óvíd vissi síðasta: er Júlíusi Sesari var breytt í stjörnu og hann festur upp á himininn. Að auki er greint frá ótal hambrigðum úr grískri, rómverskri og austurlenskri goðafræði sem skáldið fléttar í sam- fellda frásögn af miklu hugviti. Um- myndanir birtast hér í öndvegisþýð- ingu Kristjáns Árnasonar sem einnig ritar inngang og skýringar. Myndir í bókinni eru úr franskri útgáfu frá 18. öld eftir marga helstu listamenn Frakka á þeim tíma. Mál og menn- ing gefur út. á mánudegi dóttir mæðra minna Bókaforlagið Veröld hefur gefið út skáldsöguna Dóttir mæðra minna eftir Sindra Freysson. Dansinn dunar á Ísafirði þegar hermenn með alvæpni ganga þar á land á bjartri sumarnótt árið 1941. Þeir stilla upp vélbyssum og handtaka sjö heimamenn. Þeirra á meðal er Kristín Eva, 17 ára stúlka, og móðir hennar. Síðar um nóttina eru þær fluttar ásamt hinum föngunum til stríðshrjáðs Englands, sakaðar um að vera óvinir rík- isins. Fyrri skáldsögur Sindra eru verðlaunabókin Augun í bænum og Flóttinn. Leitin að aud- rey hepburn Út er komin bókin Leitin að Audrey Hepburn eftir Bjarna Bjarnason. Þar segir frá Gull- brandi Högnasyni sem er ævin- lega tilbúinn að fylgja fólki út í ótal hversdagsævintýri, fólki sem segir honum hvernig hann eigi að klæða sig, bera sig, koma fram við konur og sleppa hugsunum sínum lausum eins og kanínum. Í París, Róm, Reykjavík og á Eyr- arbakka eltir hann óljósan draum en hefur ekkert til að halda sér í nema pennann og dagbókina sem gleypir umhverfið orðrétt. Bjarni hefur hlotið fjölda viður- kenninga fyrir verk sín en þetta er áttunda skáldsaga hans. Upp- heimar gefa út. bók frá höfundi LjónadrengSinS Þjófadrengurinn Lee Raven stal óvart svolitlu sem hann ætlaði alls ekki að stela. Nú þarf hann að bjarga lífi sínu á flótta um Lundúnaborg og undirheima hennar; Lee stal nefnilega Bók Nebos, bók sem hefur verið til í þúsundir ára og sem geymir allar heimsins sögur. Hún er ómetanleg. Til eru þeir sem munu drepa til þess að koma höndum yfir hana. Zizou Corder er höfundur þriggja bóka um Ljónadrenginn sem áður hafa komið út hjá Bjarti og nutu mikilla vinsælda. Corder er höfundarnafn mæðgnanna Lousa Young og Isabel Adomakoh Young sem hafa skrifað bækur saman síðan Isabel var sjö ára gömul. (Mc)Metró er nýr hamborgarastað- ur, reistur á rústum McDonald’s. Það virðast hafa verið hæg heima- tökin að reisa staðinn, enda virðist hann í öllum meginatriðum notast við nákvæmlega sömu uppskrift- ir, tæki og aðferðir og McDonald’s gerði. Ég væri ekki hissa þótt for- svarsmenn McDonald’s úti í heimi væru uggandi yfir hinum nýja Metró sem byggir allt sitt á gamla, góða staðnum. Í hádeginu á mið- vikudag gerði ég mér ferð á Metró í Skeifunni. Ég pantaði (Mc)góðborg- ara stjörnumáltíð og (Mc)flurry í eftirrétt. Reyndar heitir sá gamli, góði núna Metró-flörrí en bragðið er samt nákvæmlega eins. Verðið var 1.249 krónur, en afgreiðslumað- urinn hafði reyndar ekki fyrir því að gefa mér krónuna til baka, sem kannski lýsir aðstæðum hér vel. Ef ég fengi tvo mismunandi góð- borgara, annan frá Metró og hinn frá McDonald’s án þess að vita hvor væri hvað, þá tel ég útilokað að ég gæti með rökum sagt til um hvor væri hvað. Metró-góðborgar- inn var nákvæmlega eins á bragðið og frummyndin. Þó var ég hrifnari af frummyndinni heldur en hinni undarlegu skuggamynd, en bara fyrir þær sakir að Metró er stórkost- lega fáránleg viðskiptahugmynd. McDonald’s var ekki svo ómissandi að hann verðskuldaði heila keðju á Íslandi sem hefur þann eina metn- að í matargerð að herma í smáatrið- um eftir honum. Á meðan ég borð- aði hamborgarann varð mér hugsað til hellislíkingar hins gríska Platóns. Fangarnir í hellinum höfðu aldrei séð neitt nema skuggamyndir á veggnum, en Platón hafði hins veg- ar sloppið út og séð frummyndirn- ar. Skuggarnir á veggnum stöfuðu af mannahreyfingum fyrir utan hell- inn. Metró er skuggamyndin. Ég hef hins vegar séð frummyndina og set því fyrirvara. Sem fyrr segir voru bragðið, þjónustan og verðið nákvæmlega eins og á gamla staðnum, en upplif- unin var eins og að vera á götumark- aði þar sem fólk selur eftirlíkingar á borð við Platidas, Fony og Nikke. McDonald’s hefði mátt kveðja Ís- land með reisn eins og Burger King gerði. Í staðinn hafa íslenskir við- skiptasnillingar ákveðið að gera út á afturgöngu hans. Valgeir Örn Ragnarsson cEftirhermur Hér er á ferðinni rómantísk jóla- mynd, sennilega sú fyrsta þeirrar tegundar sem gerð er á Fróni. Við kynnumst Jonna (Tómas Lemarquis) þar sem hann kemur aftur heim til Íslands eftir Argentínureisu mikla. Hann hefst strax handa við að ræsa gamla bandið sitt sem átti vinsæld- um að fagna áður en hann yfirgaf landið fyrirvaralaust. Hluti af plan- inu er að krækja í gömlu kærestuna (Lay Low) og njóta jólanna í faðmi fjölskyldunnar. En allt er breytt, alvarleg veikindi ógna fjölskyldu hans og gamla kæró er komin með nýjan kall sem erf- itt er að keppa við. Nú er hann bara neyddur til að taka ábyrgð og á stærri hlutum en sjálfum sér. Manni hlaut að hrylla við að enda á einhverjum vellubúðingi þar sem myndin var kynnt sem „rómantísk jólamynd“. En um leið áttar maður sig á alvarleg- um undirtóninum sem endurspegl- ar baráttu stórs hóps Íslendinga sem ná ekki endum saman yfir hátíðarn- ar. Ég er ekki frá því að þetta sé fyrsta íslenska myndin sem fókusar á fólk í slíkum aðstæðum þótt myndir eins og Börn hafi snert á því einnig. Myndin er raunsæ og vel útfærð, ekki síst sjálf sagan. Bílar, staðarval, föt, leikarar og aðstæður eru eins og best verður á kosið til að fullkomna nöturlegan veruleikann. Glæpa- mennirnir sem hanga utan í systur Jonna eru auk þess þeir raunveru- legustu sem ég hef séð í íslenskri mynd. Lifrarbólgusmitaðir, teknir í framan og vandlega spíttaðir. Leik- arar standa sig en nauðsynlegt er að minnast á nokkra sérstaklega. Tómas Lemarqius er löngu búinn að sanna sig og heldur áfram á þeirri braut. Gott að sjá hann aftur í mynd af þessu kaliberi, menn voru farnir að sakna hans. Hann túlkar hina undar- legu týpu, Jonna, sem hélt hann væri að fara að sleppa við lífið en spriklar nú í ölduróti hversdagsins. Stefán Hallur leikur nýja kærasta Ástu frábærlega og er nauðsynleg- ur sem „comic relief“ dramatískr- ar framvindu. Hann leikur þennan annars fína náunga sem er samt svo vonlaus eitthvað. Munnsvipir Stefáns eru sérstaklega skemmtileg og skýr merki um óöryggi eða sjálfsánægju karaktersins. Það er ekki hægt að tala um myndina án þess að hrósa þeim tónlistarmönnum sem hér koma við sögu. Ekki bara Lay Low sem leikur og syngur með sinni frábæru rödd. Systir Jonna er líka frábærlega leikin vafrandi um í neyslu og vonleysi. Flestar íslenskar myndir eru tekn- ar upp um sumar, ekki síst þar sem tökudagar nýtast best þá sökum birt- unnar. Jólamyndir virka líka bara á ákveðnu tímabili á ári svo þetta er hugað en klárlega með vilja gert. Því um jólin eiga allir að vera glað- ir með fjölskyldu og ástvinum og á þeim tímum svíður það mest ef allt er ekki eins og það á að vera. Desem- ber er ekki rómantískt gleðiblóðrúnk né drepvonlaust skammdegisþung- lyndi. Myndin sýnir fólk í aðstæð- um sem erfitt er að fóta sig í. Erfitt en ekki ómögulegt. Desember fjall- ar um að standa sig gagnvart sér og sínum. Hún fjallar um að troða mar- vaðann þar til vonin stendur við sín fyrirheit... Eða kæfa sig í Bónuspoka inni á klósetti í blokkaríbúð í Bökk- unum. Erpur Eyvindarson bónuSjóL í bökkunum Desember „Myndin sýnir fólk í aðstæðum sem erfitt er að fóta sig í. Erfitt en ekki ómögulegt. Desember fjallar um að standa sig gagnvart sér og sínum.“ fókuS 9. nóvember 2009 mánudagur 29 metró Hraði: Veitingar: Viðmót: Umhverfi: Verð: í skyndi Desember Leikstjóri: Hilmar Oddsson Aðalhlutverk: Tómas Lemarquis, Lovísa Sigrún Elísabetardóttir, Guðrún Gísladóttir, Stefán Hallur Stefánsson. kvikmyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.