Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Qupperneq 23
fréttir 9. nóvember 2009 mánudagur 23 Sýkingar í matvælum Ógleði og niðurgangur Heiti: Listeria monocytogenes Um bakteríuna: Sex tegundir eru til af Listeríu en monocytogenes er yfirleitt sú eina sem er sýkjandi. Listería er útbreidd í náttúrunni og finnst í jarðvegi, plöntum, skólpi og þörmum manna og dýra. Dýr geta smitast af fóðri en verða oftast einkennalaus. Vaxtarskilyrði: Bakterían getur vaxið í loftfirrðu og loftríku umhverfi og drepst því ekki í lokuðum lofttæmdum umbúðum. Kjörhitastig hennar er 30 til 37 gráður. einkenni sýkingar: Mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti, ógleði og stundum niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og þá getur sjúkdómurinn valdið fósturláti. Einstaka sinnum leiðir sýking til dauða hjá þeim sem eru veikir fyrir. Hópsýkingar eru sjaldgæfar. Finnst: Bakterían hefur fundist í ýmsum tegundum matvæla á borð við hrámjólk, kjúkling, kjöthakk, kjötálegg og grænmeti. Smitum hefur snarfækkað Heiti: saLmoneLLa Um bakteríuna: Salmonella er hópur þarmasýkla en sjö undirtegundir tilheyra tegundinni. Hún hefur lengi verið þekktur sýkingavaldur og finnst víða í náttúr- unni; í jarðvegi, vatni, fóðri, matvælum og meltingarvegi dýra. Vaxtarskilyrði: Kjörthitastig bakteríunnar er 37 gráður en hún getur vaxið við allt frá 5 gráðum upp í 47. Hún er mjög hitanæm og drepst við 70 gráður. Hún getur bæði vaxið við loftfirrðar og loftháðar aðstæður. einkenni sýkingar: Helstu sjúkdómseinkenni eru magaverkur, niðurgangur, hiti, höfuðverkur, uppköst og ógleði. Þessum einkennum fylgir oft eirðarleysi og þróttleysi. Fyrstu einkenni kom fram 8 til 72 tímum eftir að sýkts matar hefur verið neytt. Finnst: Salmonella var nokkuð áberandi í kjúklingum árin 1993 til 1996 samkvæmt Matvís. Smitum hefur fækkað mikið síðan þá og árin 2005, 2006 og 2007 fannst engin sýking. Hún getur einnig fundist í öðrum dýrum þar sem bakterían getur til dæmis þrifist í fóðri og vatni. Helst í unnum kjötvörum Heiti: stapHyLococcUs aUreUs Um bakteríuna: Algeng matareitrunarbaktería sem kemur oft upp í matvælum sem meðhöndluð hafa verið af fólki. Getur komið upp þar sem hreinlæti er ábótavant. Hún getur myndað eiturefni sem þolir suðu í allt að hálftíma. Vaxtarskilyrði: Getur vaxið við hitastig á bilinu 8 til 45 gráður. Hún drepst við 70 til 75 gráður. Bakterían er mjög saltþolin og getur enn fremur lifað af þurrkun. Hún vex best í tilvist súrefnis en getur einnig lifað við loftfirrðar aðstæður. einkenni sýkingar: Lítið þarf til að fólk veikist. Fyrstu einkenni koma fram 1 til 6 tímum eftir neyslu. Ógleði, uppköst og höfuð- verkur eru á meðal helstu einkenna. Yfirleitt er sjúkdómurinn skammvinnur og fólk jafnar sig á 1 til 3 dögum. Finnst: Helst í unnum kjötvörum eins og tilbúnum kjötréttum. Ekki tína á sumrin Heiti: ÞörUngaeitUr í skeLFiski Um eitrið: Stærsti áhættuþátturinn við neyslu kræklings og annars skelfisks er þörungaeitur, en af þeim þúsundum tegunda svifþörunga sem þekktir eru í sjó geta nokkrar tegundir valdið eitrun í skelfiski sem er hættuleg neytendum. Eitraðir þörungar sem valda ASP-, PSP- og DSP-eitrun hafa fundist við Ísland. einkenni sýkingar: Einkenni ASP-eitrunar eru ógleði, niðurgangur og minnisleysi. PSP-eitrun veldur truflun á taugaboðum, doða í andliti og útlimum og getur valdið lömun og/eða öndunarerfiðleikum. Ógleði, uppköst, þrautir í kviðarholi og niðurgangur koma fram við DSP-eitrun. Vaxtarskilyrði: Við tínslu á villtum kræklingi þarf að hafa í huga að hann gæti verið eitraður. Eitraðra svifþör- unga hefur orðið vart frá því í júní og fram eftir hausti. Kræklingur tekur til sín fæðu með síun úr sjónum og endurspeglar því vel aðstæður á ræktunarstað. Finnst: Í kræklingum og öðrum skelfiski. Stundum er sagt að kræklinga eigi aðeins að tína í mánuðum sem innihalda r (september til apríl). Heilræði til að forðast sýkingar n Þvoið alltaf hendur áður en átt er við mat og á milli þess sem ólík matvæli eru meðhöndluð. n Ekki útbúa mat fyrir aðra ef þú hefur hálsbólgu, magapest eða ígerð í sári á höndum. n Alifuglakjöt og annað hrátt kjöt má ekki komast í snertingu við önnur matvæli. n Þurrkið blóðvatn frá kjöti og kjúklingum með eldhúspappír. n Notið hrein áhöld og þvoið þau vandlega þegar skipt er úr einni gerð hráefnis yfir í aðra. n Skiptið oft um borðtusku, þvoið þær við háan hita og notið aldrei á gólfin. n Kjöthakk, fars, kjötsneiðar, fisk og fuglakjöt skal gegnsteikja þannig að hitastig fari yfir 75 gráður. Þá drepast bakteríur. n Hrærið í réttum sem eldaðir eru í örbylgjuofni til að hitinn dreifist jafnt. n Steikið stórsteikur þannig að miðjan nái 70 gráðum. Notið mæli. n Kælið matinn hratt og örugglega eftir neyslu, við 0 til 4 gráður. n Setjið kælivörur strax í ísskáp þegar komið er heim úr verslunarferð. n Þíðið frosinn mat í ísskáp eða á köldum stað. Hafið matinn í ílátum og gætið þess að ekkert leki yfir í önnur matvæli. * FENGið AF MASt.iS. ÞAr Má FiNNA NáNAri LEiðBEiNiNGAr. * UNNið UPP úr UPPLýSiNGUM á MASt.iS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.