Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Side 5
fréttir 9. nóvember 2009 mánudagur 5
Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og starfs-
maður Íslandsbanka, fjárfesti í fjárfestingafélaginu Gnúpi árið
2007 en bjargaði sér fyrir horn með því að selja hlutinn til bróður
síns, Magnúsar Kristinssonar, og Kristins Björnssonar. Eign-
arhaldsfélög hans sýna gríðarlega umsvifamikil viðskipti með
hlutabréf – milljarðaskuldir og milljarðahagnað – fyrir hrunið.
LANDSLIÐSMARKVÖRÐUR
SKULDAÐI ÞRJÁ MILLJARÐA
IngI F. VIlhjálmsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
stórtækur í hlutabréfa-
viðskiptum Birkir Kristins-
son, fyrrverandi landsliðs-
markvörður í fótbolta og
starfsmaður Íslandsbanka,
hefur verið gríðarlega
stórtækur í hlutabréfa-
viðskiptum á liðnum
árum líkt og ársreikningar
eignarhaldsfélaga hans
sýna fram á. Hér sést hann
með sambýliskonu sinni,
Ragnhildi Gísladóttur
söngkonu.
á milli stanganna Birkir átti mjög langan og góðan feril
sem markvörður í fótbolta og lék fjölmarga landsleiki. Hann
náði um tíma sams konar árangri í viðskiptum og sýndu
eignarhaldsfélög hans fram á milljarðahagnað fyrir hrun.
Tapaði á gnúpi Birkir fjárfesti í fjárfestingafélaginu Gnúpi árið 2007 en þar voru
fyrir bróðir hans Magnús og Þórður Már Jóhannesson sem gegndi starfi forstjóra.
Birkir tapaði á fjárfestingunni en náði að selja sig út úr félaginu áður en það fór á
hliðina. Magnús er hér til vinstri og Þórður til hægri.
Birkir Kristinsson, fyrrverandi
landsliðsmarkvörður í knattspyrnu
og starfsmaður Glitnis og síðar Ís-
landsbanka, skuldaði tæplega þrjá
milljarða króna í einu af eignar-
haldsfélögum sínum, BK-42 ehf.,
í árslok 2007. Ekki er minnst á það
í ársreikningnum hverjum félagið
skuldar þessar upphæðir.
Helstu eignir félagsins voru: eign-
arhlutur í Glitni, sem metinn var á
tæplega 225 milljónir króna; eignar-
hlutur í Icelandair Group sem met-
inn var á tæplega 280 milljónir króna
og 7 prósenta eignarhlutur í fjárfest-
ingafélaginu Gnúpi sem metinn var
á 1500 milljónir króna. Stofnað var
til skuldanna til að fjárfesta í hluta-
bréfum í þessum félögum, að því er
segir í ársreikningnum.
Eyjahetja og fjárfestir
Birkir er fyrrverandi landsliðsmark-
vörður Íslands í fótbolta og lék hann
með liðum eins og ÍBV, Fram, ÍA og
Stoke á löngum ferli á milli stang-
anna. Hann er Eyjamaður og er
bróðir Magnúsar Kristinssonar, út-
gerðarmanns í Vestmannaeyjum,
og einn af hluthöfum í útgerðar-
fyrirtæki Magnúsar, Bergi-Hug-
in. Auður þeirra bræðra byggist
á arfi frá föður þeirra bræðra,
Kristni Pálssyni sem var út-
gerðarmaður í Eyjum, og er
Birkir einn af óskasonum
bæjarins.
Líkt og DV hefur greint
frá stendur skilanefnd
Landsbankans frammi
fyrir því að þurfa að af-
skrifa um 50 milljarða
af skuldum Magnúsar
við bankann og er hún
með útgerðarmanninn í gjörgæslu
um þessar mundir.
Birkir, sem er endurskoðandi að
mennt, starfar nú sem viðskipta-
stjóri í einkabankaþjónustu Íslands-
banka. Hann er sambýlismaður
Ragnhildar Gísladóttur söngkonu
sem gerði garðinn frægan með Stuð-
mönnum og Grýlunum hér á árum
áður.
Fór inn í gnúp
skömmu fyrir hrun
Reikna má með því að
stærsti hlutinn af
skuldum félags-
ins hafi verið til-
komnnar út af
kaupum Birk-
is á sjö pró-
senta hlutnum í
Gnúpi en hann
mun hafa fjár-
fest í félaginu fyr-
ir tilstilli Magnús-
ar, bróður síns, sem
átti tæp 44 prósent
í félaginu, þeg-
ar halla tók und-
an fæti hjá
Gnúpi
um mitt ár 2007. Í ársbyrjun 2008
var félagið komið á hliðina og var í
raun í gjörgæslu lánardrottna sinna.
Gnúpur varð ekki gjaldþrota en
lagði upp laupana í kjölfarið samt
sem áður.
Fall félagsins er talið marka upp-
hafið að íslenska efnahagshruninu
en Gnúpur var stór hluthafi bæði í
FL Group og Kaupþingi.
Birkir mun hins vegar hafa selt
hlut sinn í Gnúpi skömmu áður en
eigendur félagsins komust að sam-
komulagi við lánardrottna sína um
miðjan janúar í fyrra, líkt og
greint var frá í fjölmiðlum á
þeim tíma, og var hann enn
skráður fyrir honum í árs-
lok 2007. Magnús, bróðir
hans, og Kristinn Björns-
son, sem átti jafnmikið í
Gnúpi og Magnús, keyptu
hann þá út úr félaginu.
Ekki er vitað hvort Birk-
ir hafi notað söluverðmætið
á Gnúpshlutnum til að greiða
niður skuldir félagsins.
átti í glitni fyrir nærri
2 milljarða
Þessar þriggja
milljarða
skuldir
Birkis
eru
flokkaðar sem skammtímaskuld-
ir í ársreikningnum. Aðrar skuldir
Birkis í ársreikningi BK-42 er meðal
annars langtímaskuld við Glitni upp
rúmar 222 milljónir króna og er hún
á gjalddaga árið 2011. Nær öruggt
má telja að þetta fé hafi verið not-
að til að fjármagna hlutabréfakaup í
Glitni þar sem eignin í bankanum er
nokkurn veginn sú sama og skuldin
við bankann. Ef Birkir hefur ekki selt
bréfin fyrir íslenska efnahagshrun-
ið í fyrrahaust má því áætla að hann
hafi tapað þeim og að skuldin sé
enn útistandandi við Íslandsbanka,
líkt og hlutabréfaskuldir svo margra
annarra starfsmanna Glitnis.
Birkir hefur því verið nokkuð
duglegur við að fjárfesta í hlutabréf-
um í Glitni og öðrum fyrirtækjum og
félögum á árunum fyrir hrunið enda
kemur það fram í öðrum ársreikn-
ingi frá félagi í hans eigu, BK-44 ehf.,
að á árinu 2006 hafi hann átt hluta-
bréf í Glitni að upphæð rúmlega
1.800 milljónir króna sem hann svo
seldi á árinu.
Hagnaður BK-44 ehf. nam
rúmlega 3,6 milljörðum króna á
árinu 2007 og var eigið fé félagsins
nærri 6 milljarðar króna.
Þriðja félagið í eigu Birkis, BK-44
II ehf., skilaði sömuleiðis miklum
hagnaði á árinu 2007, eða tæplega
3,4 milljörðum króna. Eignir félags-
ins námu þá 16,6 milljörðum króna
og var eigið fé tæplega 15,7 milljarð-
ar.
Skoðun á þessum ársreikningum
félaga Birkis sýnir fram á að hann
hefur verið ansi stórtækur í hluta-
bréfaviðskiptum á liðnum árum,
samhliða starfi sínu fyrir Glitni og
Íslandsbanka. Raunar eru þessi við-
skipti Birkis það mikil að einn af
samstarfsmönnum hans hjá bank-
anum, sem DV ræddi við, lýsti furðu
sinni á þeim og umfangi þeirra í
samtali við DV. Ekkert af þessum fé-
lögum hefur hins vegar skilað árs-
reikningum fyrir árið 2008 en þó má
reikna með að félögin standi ekki vel
eftir hrunið auk þess sem skuldin
við Íslandsbanka er nær örugglega
enn útistandandi.
Ekki náðist í Birki Kristinsson í
gær til að ræða við hann um stöðu
félaganna.
Fasteignafélag olíufélagsins N1 í erfiðum málum:
Skuldaði 13,5 milljarða