Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Side 3
fréttir 9. nóvember 2009 mánudagur 3
„Ég drekk ekki
einu sinni kampavín“
Pálmi tekur í sama streng og vill
ekki tjá sig um kröfu Guðnýjar og fé-
laga hennar. Hann ítrekar þá skoð-
un sína að málinu sé lokið af sinni
hálfu. „Ég hef engan áhuga á því
að röfla við femínistana, þær starfa
bara svona og nýta greinlega hvert
tækifæri til að koma sínum skoðun-
um á framfæri,“ segir Pálmi.
Komið til mín
Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi súlu-
staðarins Goldfinger, skilur heldur
ekkert í fullyrðingum femínistanna.
Hann býður alla forsvarsmenn KSÍ
hjartanlega velkomna til sín á Gold-
finger. „Gagnrýni femínistanna er
alveg út í hróa. Maðurinn má auð-
vitað fara að skemmta sér inni á
súlustað þarna úti, hvað ætli hann
hafi glatt margar konur með þessari
upphæð? Hann hefur ábyggilega
bjargað jólunum fyrir margar fjöl-
skyldur. Embætti mannsins skipt-
ir engu máli, ég átta mig ekki al-
veg á því. Eigum við að velja hvaða
staði hann fær að fara á ef hann vill
skemmta sér vel?“ segir Ásgeir Þór.
„Embætti eða starf viðkomandi
skiptir engu máli. Til að fólk geti
fjallað á raunhæfan hátt um svona
staði þurfa þeir að heimsækja
staðina, hver og einn ætti að hafa
manndóm í sér að kynna sér stað-
ina. Í þessu tilviki eru femínistarn-
ir að blanda sér of mikið í hegðun
manna. Ég hvet hreinlega KSÍ-gæj-
ana til að kíkja með kortin á Gold-
finger og eyða þar peningum.“
Þrátt fyrir tilraunir náðist ekki
í eiganda súlustaðarins Moulin
Rouge í Sviss í gær en hann mun
vera stattur í Úkraínu.
Flottur staður Svissneskur fjöl-
miðill fullyrðir að fjármálastjórinn
hafi spreðað í rándýrar kampa-
vínsflöskur á Moulin Rouge.
Sætar stelpur Á heimasíðu súlustað-
arins eru auglýstar fáklæddar dömur
sem bjóði upp á einkadans.