Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Side 16
16 mánudagur 9. nóvember 2009 fréttir Plataði unga drengi til að fróa sér Erik Andersen mætti fyrir Follo-þing- rétt í Noregi á mánudaginn. Hann er ákærður fyrir 66 kynferðisbrot gegn ungum, norskum piltum. Hann hef- ur játað á sig sök í sjö brotum. Auk þess játaði hann á sig sök að hluta til í níu brotum, þar á meðal broti gegn barni sem var yngra en fjórtán ára þegar brotið átti sér stað. Öll þessi brot fela í sér að Erik lokkaði piltana til að stinga hendinni ofan í buxna- vasa hans. Hann hafði þá klippt gat á vasann þannig að piltarnir kom- ust í beina snertingu við getnaðarlim hans og fróuðu honum. Erik neitar tveimur alvarlegustu brotunum sem eru nauðganir. Misnotaður í æsku Lögreglan hafði leitað að Erik, vasa- manninum svokallaða, síðan árið 2003. Hún handtók hann 11. janúar í fyrra á heimili sínu í Bergen. Mál- ið hefur vakið mikinn óhug í Noregi og er þetta stærsta mál sem tengist misnotkun á börnum þar í landi. Erik gengur undir nafninu vasamaðurinn í norskum fjölmiðlum en hefur einn- ig verið kallaður skrímsli. Erik tók sér sæti í vitnastúkunni í byrjun vikunnar og sagði frá barn- æsku sinni. „Síðan ég var lítill hefur mér fund- ist að kynhneigð sé eitthvað erfitt og flókið sem ég vissi ekki hvernig ég ætti að takast á við,“ sagði Erik. Í fram- haldinu sagði hann frá atviki þegar hann var fimm eða sex ára gamall. Þá dró einhver niður um hann bux- urnar og sýndi krökkunum í skólan- um það. „Ég varð mjög ringlaður og stress- aður. Strax þá tapaði ég miklu af sjálfstraustinu mínu. Þegar ég byrjaði í skólanum fannst mér eins og allir væru að hlæja að mér út af þessu.“ Þá sagði Erik frá því að hann hefði verið misnotaður í æsku þegar strák- ur lokkaði hann með sér bak við skól- ann og fékk hann til að framkvæma kynferðislegar athafnir. Hann sagð- ist hafa upplifað sömu spennu þá og hann upplifði þegar hann braut gegn ungu strákunum. „Ég vissi sem barn að þetta var rangt og ég myndi lenda í vandræð- um ef þetta myndi uppgötvast. Það var spenna í þessu, sama spenna og í brotunum sem ég hef framið.“ Seinna sama ár, þegar Erik var átta ára, var hann misnotaður af eldri konu sem hann þekkti að hans sögn. Sú misnotkun varði í tvö eða þrjú ár og segir Erik sektarkenndina fylgja sér enn. Fullur af viðbjóði Erik braut fyrst af sér þegar hann var aðeins ellefu ára gamall. Hann var í fríi þegar eldri maður beraði sig fyrir framan hann og í kjölfarið beraði Erik sig fyrir framan yngri strák. Strákur- inn er einn fjölmargra vitna sem taka sæti í vitnastúkunni seinna í réttar- höldunum. „Ég skammaðist mín og fylltist viðbjóði yfir því sem ég hafði gert,“ sagði Erik. Drengurinn hefur sagt í yf- irheyrslum lögreglunnar að Erik hafi líka reynt að lokka hann til að stinga höndinni í vasa sinn. Þessu neitar Erik. Lögreglan telur að Erik hafi fram- ið sitt fyrsta brot þegar hann var sex- tán ára á strönd fyrir utan Bergen árið 1967. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hefur Erik aldrei átt í venjulegu sambandi við konu en fengið útrás fyrir samlíf með konu sinni til margra ára, en þau skildu árið 2002. Streita og þunglyndi Sjálfur segir Erik fimm dómínókubba vera ástæðuna fyrir brotum sínum. Áður en hann útskýrði hverjir þessir fimm kubbar væru í Follo-þingrétti á mánudag fannst honum mikilvægt að gefa frekari skýringar. „Það sem ég mun segja er ekki af- sökun. Það er engin afsökun fyrir því sem ég hef gert. En ég ætla að segja frá nokkrum hlutum sem gætu verið útskýring fyrir þá sem vilja setja hlut- ina í samhengi.“ Fyrsti af fimm dómínókubbunum er krónísk streita og þunglyndi. Eft- ir að Erik opnaði bílalökkunarverk- stæðið sitt árið 1974 vann hann nán- ast allan sólarhringinn. Hann fékk mígreni, krónískan astma og háls- vandamál. „Í lokin varð þetta að því sem ég vissi ekki nafnið á fyrr en ég fór í fangelsi: krónískt þunglyndi. Mér var sama um allt, ekkert var nokkurs virði,“ sagði Erik í þingréttinum. Slappaði af við brotin Dómínókubbur númer tvö er leiði að sögn Eriks. Eftir að faðir hans lést og kona hans flutti út árið 2002 hrundi veröld hans. Honum fannst leiðin- legt að vera einn heima og sökkti sér frekar ofan í áhugamál sitt – bíla. Hann fór í langa bíltúra og í þessum túrum fékk hann löngun til að brjóta kynferðislega af sér. Í kjölfarið útskýrði hann dómínó- kubb númer þrjú: spennu og adren- alínkikk. „Spennan sem ég upplifði við að brjóta af mér gerði mig afslappaðan. Ég hef aldrei notað fíkniefni en ég get ímyndað mér að þetta sé sama til- finning,“ sagði þessi 57 ára barnaníð- ingur í vitnastúkunni. Fjórði og næstsíðasti dómínó- kubburinn er tengsl að sögn Eriks. Hann þurfti að tengjast fólki sem krafðist ekki neins af honum. „Ég þurfti einhvern sem var auð- veldur í umgengni, sem var góður og tillitssamur. En ég hef því miður leit- að í drengi sem var tiltölulega auðvelt að plata.“ Segja má að kynferðisleg örvilnan sé dómínókubbur númer fimm. Erik hefur verið óöruggur kynferðislega frá því hann var barn vegna kynferð- islegrar misnotkunar. Góður ásetningur Í réttarhöldunum í síðustu viku neitaði Erik því ítrekað að hann væri barna- níðingur þrátt fyrir að fjölmargir sál- fræðingar séu sammála um það. Erik segist hins vegar vera tvíkynhneigður. „Ég er tuttugu prósent tvíkyn- hneigður tilfinningalega séð. Þó að aðstæður hafi gert það erfitt fyrir mig þá væri ég til í að vera í sambandi með sætri og vinalegri konu á ný. Ég er sýndur sem skrímsli í fjölmiðl- um þannig að ég á erfitt uppdráttar,“ sagði Erik við dómarann. Hann við- urkennir að hafa brotið lög en neitar því að hafa nauðgað ungum drengj- um. „Ég hef ekki bara brotið norsk lög heldur líka brotið á því kærasta sem við eigum – börnunum okkar. Mér finnst særandi að ég sé sakaður um nauðgun. Ég vildi aldrei þvinga mér á þá. Minn ásetningur hefur alltaf ver- ið góður.“ Líður illa Erik þvertekur fyrir að hafa klippt holu á buxnavasa sinn. Hann segir vasann hafa verið slitinn og því hafi nokkur barnanna fundið holuna og sett fingurinn í gegnum hana. Hann játar samt sem áður að hafa notað vasabrelluna, eins og aðferð hans er kölluð í þingréttinum, í fyrsta sinn árið 2003. Hann segist hafa feng- ið hugmyndina frá drengjum á bað- strönd í Ósló. Erik hefur reynt að útskýra fyrir dómurum af hverju hann laðast sér- staklega að drengjum á milli sjö og ellefu ára. „Á þessum aldri eru þeir forvitnir og hjálpsamir. Þeir eru líka ekki eins efasemdafullir og eldri strákar.“ Erik virðist iðrast og segist hugsa oft um þau börn sem hann hefur brotið á. „Á þesum tíma sem ég hef ver- ið í fangelsi líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um það sem ég hef gert. Um börnin og fjölskyldur þeirra. Mér finnst þetta hræðilegt og mér líður illa yfir því sem ég hef gert þeim. Að ég hafi platað þá. Þeir treystu fullorð- inni manneskju sem plataði þá. Þetta er eingöngu mín sök en ekki barn- anna.“ Þvingaður til munnmaka Ein af alvarlegri ákærunum í mál- inu er vegna sautján ára gamals drengs sem heldur því fram að Erik hafi þvingað hann til að framkvæma munnmök í búningsherbergi í sund- laug þegar hann var aðeins sjö ára. Pilturinn segir að Erik hafi látið sápu í augu sín áður en hann neyddi hann til að framkvæma munnmök. „Hann spurði mig hvort hann ætti að hjálpa mér að þvo á mér hár- ið með sjampó. Hann setti sjampó í hárið á mér og nuddaði augu mín með þumlunum þannig að ég sá nánast ekkert,“ sagði drengurinn í vitnastúkunni á miðvikudag. Erik neitar þessum ásökunum alfarið. Hann segist eingöngu hafa hjálp- að drengnum að þvo sápu af andliti hans. „Það getur vel verið að drengur- inn hafi verið misnotaður, að annar maður hafi gert þessa ljótu hluti við hann, en það var ekki ég.“ Móðir drengsins steig einnig í vitnastúkuna og segir atvikið hafa gjörbreytt syni sínum. „Glaði strákurinn hvarf. Hann er lokaður og mikið heima. Honum finnst að allir geti séð á honum hvað hefur gerst. Ég held að hann sé sak- bitinn,“ sagði móðirin. Réttarhöldin yfir Erik fara fram nánast daglega á virkum dögum fram í lok mars á næsta ári. Um tut- tugu fórnarlömb Eriks munu bera vitni. LiLja Katrín GunnarSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Erik andersen er ákærður fyrir 66 kyn- ferðisbrot gegn ungum drengjum í stærsta barnamisnotkunarmáli allra tíma í Nor- egi. Hann segist laðast að þeim því þeir séu hjálpsamir og forvitnir. Hann segir spennuna við það að brjóta gegn strákun- um hafa gert sig afslappaðan. „Minn ásetningur hef- ur alltaf verið góður.“ raðmisnotkun í Þrándheimi Lögreglan náði þessari mynd af Erik í Þrándheimi þar sem hann braut gegn fjölmörgum drengjum. Milljónasti bíllinn seldist ekki Uppboðshöldurum í Somerset á Eng- landi mistókst að selja milljónasta Morris Minor-bílinn sem framleiddur var fyrir 50 árum. Uppboðshaldarar höfðu vonast til að fá um sex milljónir króna fyrir bílinn en enginn sýndi áhuga. Morris Minor naut mikilla vinsælda á gullaldarárum bílsins en sá milljónasti var búinn ýmsum auka- búnaði. Uppboðshaldarinn Whitney frá Charterhouse uppboðsfyrirtækinu segist vonsvikinn yfir að bíllinn hafi ekki selst þar sem uppboðið hlaut talsverða athygli í breskum fjölmiðl- um. Uppboðshaldarar hafa þó ekki gefið upp alla von því bíllinn fer aftur á uppboð í febrúar á næsta ári. Breskur læknir, sem starfar á South- mead-sjúkrahúsinu í Bristol, var sektaður þegar hann hraðaði sér á sjúkrahúsið til að bjarga lífi konu. Læknirinn, sem heitir Sherif Abdel-Fattah, var á bakvakt þegar hann fékk símhringingu frá sjúkra- húsinu um að kona þyrfti á bráða- aðgerð að halda. Læknirinn hrað- aði sér út en gætti ekki að sér þegar hann ók framhjá hraðamyndavél sem myndaði hann við of hrað- an akstur. Læknirinn var á 57 kíló- metra hraða en leyfilegur hámarks- hraði var 48. Tveimur dögum eftir atvikið fékk hann sektarboð þar sem honum var gert að greiða 15 þúsund krónur. Við þetta var læknirinn ósáttur og skrif- aði hann yfirvöldum því bréf þar sem hann útskýrði hraðaksturinn. Þrátt fyrir að hafa útskýrt mál sitt vandlega stóð ákvörðunin óhögg- uð. Ekki hafi verið um lífshættulegt tilvik að ræða og því þurfi læknirinn að greiða sektina. „Eftir að ég fékk þessa niður- stöðu hélt ég að einhver mistök hefðu átt sér stað. Ég skrifaði því til baka og útskýrði að konan hefði verið í lífshættu,“ segir Fattah í sam- tali við breska fjölmiðla. Það var svo á föstudag sem breskir fjölmiðlar tóku málið upp og ákváðu yfirvöld í Brighton að fella sektina niður. „Ég var bara að sinna mínu starfi. Ég er ekki að segja að læknar og hjúkr- unarstarfsfólk eigi að geta gert það sem þau vilja og ef ég hefði ekið á 100 kílómetra hraða hefði ég sam- þykkt sektina,“ segir læknirinn. Þess má geta að honum tókst að bjarga lífi konunnar eftir tveggja klukku- stunda aðgerð. einar@dv.is Veikur á geði gerði skotárás á fyrrverandi vinnustað sinn: Bjargaði mannslífi og fékk sekt Hraðakstur Læknirinn fékk sekt þegar hann var á leið að bjarga mannslífi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.