Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Side 8
8 mánudagur 9. nóvember 2009 fréttir Ólöglegar rjúpur gerðar upptækar Lögreglan á Selfossi lagði hald á átta rjúpur sem rjúpnaveiðimenn höfðu veitt ólöglega innan þjóðgarðsins á Þingvöllum í gær en veiðar innan þjógarðsins eru stranglega bann- aðar. Einnig var lagt hald á skot- vopn veiðimannanna. Lögreglan á Selfossi nýtti sér æfingaflug þyrlu Landhelgisgæslunnar við eftirlit með rjúpnaveiðimönnum. Þá lagði lögreglan hald á skotvopn þriggja veiðimanna sem voru við veiðar við Laugarvatnsfjall en þeir höfðu ekki tilskilin veiðileyfi. Lögreglan mun fylgjast vel með veiðum rjúpnaskytta á næstunni og hvetur veiðimenn til að hafa öll tilskilin leyfi meðferðis. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur handsalað samkomulag við séra Gunnar Björnsson, fráfarandi sóknarprest á Selfossi. Í samkomu- laginu felst að Gunnar heldur áfram störfum fyrir Biskupsstofu næstu fimm árin, sem sérþjónustuprest- ur, en ætlast er til þess að prestur- inn starfi heima hjá sér. Séra Gunn- ar heldur fullum launum og fær því greiddar 42 milljónir króna frá bisk- upnum. Þrjár ungar stúlkur, allar und- ir 18 ára aldri, kærðu séra Gunn- ar fyrir kynferðisbrot. Þegar ákærur voru gefnar út gegn prestinum bað hann um leyfi frá störfum og í því leyfi var hann í tvö ár á meðan mál- ið var afgreitt, fyrst í héraðsdómi og síðar Hæstarétti. Hann var sýknaður á báðum dómstigum. Sóknarnefnd Selfosskirkju óskaði eindregið eftir því við biskup að séra Gunnar fengi ekki að snúa til baka eftir að trúverð- ugleiki prestsins hafði beðið mikinn hnekki eftir málshöfðanir um kyn- ferðislega áreitni. Nefndin óskaði eftir áður en niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir og bað jafnframt um að séra Gunnar fengi að hverfa frá með reisn og fullum launum. Gunnar fær að minnsta kosti full laun greidd frá biskupi en hann hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla undanfarið og því óvíst hvort hann sé þeirrar skoðunar að hann hverfi frá með reisn. Heima fyrir mun séra Gunnar sinna ýmsum þýðingaverk- efnum. Samkvæmt heimildum DV hefur hann verið með nærri 700 þús- und krónur í laun á mánuði, þegar allar aukagreiðslur eru teknar með í reikninginn. Séu launin reiknuð út samningstímann gera það rúmar 40 milljónir króna. trausti@dv.is Biskup Íslands hefur samið við séra Gunnar Björnsson: Fær borgað fyrir að vera heima Búinn að semja Séra Gunnar hefur samþykkt tilboð biskups um að vinna heima hjá sér næstu fimm ár. Um leið og Kleopatra Kristbjörg Stefáns- dóttir stýrir Gunnars Majonesi er hún vinsæll talsmaður gegn neyslu- hyggju. Boðskapinn boðar hún í sjálfshjálparbók sinni, Hermi- krákuheimur, og hefur fyrir vik- ið hlotið lof og aðdáun stuðn- ingsmanna. Rithöfundurinn og skáldið Gunnar Dal telur hana leiðtoga hóps sem fylgir boðskap skynseminnar. MAJONESDROTTNING GEGN NEYSLUHYGGJU Kleopatra Kristbjörg Stefánsdótt- ir, forstjóri Gunnars Majoness, er ákafur baráttumaður gegn nautn- asýki og neysluhyggju. Hún telur að alkóhólismi, geðsýki og ofvirkni séu helsta böl íslensks samfélags. Þennan boðskap ritar Kleopatra í sjálfshjálparbókinni Hermikráku- heimur, sem kom út árið 2006, og hefur hún í kjölfarið aflað sér vin- sælda og dýrkunar hjá lesendum bókarinnar. Hún telur gróusögur um sig uppstrottnar hjá óvildar- fólki sem hún sagði upp hjá fyrir- tækinu vegna niðurskurðar. Í kjöl- far uppsagna hafi til að mynda ljótum verknaði verið beint gegn henni. Kleopatra á marga aðdáend- ur og sérstaka áhangendasíðu er að finna á samskiptavefnum Face- book, þar sem á annað hundrað aðdáendur eru skráðir. Í samtali við DV dregur hún sjálf úr því að hún sé einhvers konar andlegur leiðtogi hóps, sem hún kallar fjölskylduna sína, heldur sé markmið fjölskyldunnar mun frek- ar að skemmta sér saman. Forstjórar geta verið óvinsælir Kleopatra ítrekar að ljótur verkn- aður hafi verið framinn innan fyr- irtækisins eftir að hún tilkynnti um launalækkanir starfsfólks. Hún segir þann starfsmann sem fram- kvæmdi verknaðinn standa að baki eitursherferð gegn sér. „Ljótur verknaður var framinn í verksmiðj- unni sem enginn gat framið nema sá sem hafði lykil og grunur minn beindist að þeim starfsmanni sem hálfréðst á mig á fundinum þar sem ég tilkynnti kjaraskerðingu og grunar mig að þessi starfsmaður hafi spúð eitri innan fyrirtækisins og fengið alla upp á móti mér,“ seg- ir Kleopatra og bætir við. „Auðvitað er ég illa liðin hjá fyr- irtækinu. Eru forstjórar það ekki alltaf? En ekki er kreppan mér að kenna, það varð að segja upp fólki, lækka launin annars hefði orðið að loka fyrirtækinu.“ Kleopatra er frábær Halldór Sigurðsson, rithöfundur og skáld, betur þekktur sem Gunnar Dal, hefur ritað jákvæðar umsagnir um Kleopötru sem rithöfund. Hún hefur reglulega heimsótt Gunnar á TrauSTi haFSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Kleopatra virðist með talsverðan hóp fylgis- manna enda hefur hún verið mjög dugleg og ákveðin. Það má segja að hún sé komin með söfnuð í kringum sig sem fylgir þessari hug- mynd skynseminnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.