Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2009, Side 30
Listaháskólaneminn og fyrrver-
andi blaðamaðurinn Halldór
Halldórsson hélt uppistand í
Danmörku um helgina. Hall-
dór, eða Dóri DNA eins og hann
er jafnan kallaður, er partur af
uppistandshópnum Mið-Íslandi
sem hefur verið að gera það gott
á öldurhúsum borgarinnar und-
anfarið. Hann var með uppi-
stand á Café Blasen á laugar-
daginn en þetta er í fyrsta skipti
sem Halldór lætur reyna á þessa
hæfileika sína á erlendri grund.
PISSAÐ MEÐ
Hermann Hreiðarsson, fyrirliði íslenska
landsliðsins í knattspyrnu, hefur glímt
við meiðsli í il síðustu mánuði. Þau hafa
gert að verkum að kappinn hefur ekki
leikið einn einasta leik með liði sínu,
Portsmouth, í ensku úrvalsdeildinni í
haust. Morgunblaðið sagði frá því fyr-
ir helgi að Hermann myndi hins vegar
byrja að æfa af fullum krafti með félag-
inu í dag og hefur leikmaðurinn aug-
ljóslega ákveðið að hita aðeins upp fyr-
ir átökin á æfingum með því að spila
smá knött með dætrum sínum. Það sást
nefnilega til Hermanns í boltaleik með
dætrum sínum tveimur í Sporthúsinu í
Kópavogi á föstudaginn. Ef fram heldur
sem horfir verða stúlkurnar burðarásar
í kvennalandsliðinu í framtíðinni, slík
var getan sem þær sýndu á vellinum.
Portsmouth hefur gengið afleitlega
án Eyjapeyjans öfluga og sat fyrir leiki
helgarinnar á botni úrvalsdeildarinn-
ar með einungis sjö stig úr ellefu leikj-
um. Það er vonandi fyrir liðið að geng-
ið taki kipp þegar Hermann mætir aftur
til leiks.
kristjanh@dv.is
ThE hErMInATorS
í SPorThúSInu
Hermann Hreiðarsson slappaði af á Íslandi fyrir átökin fram undan:
Ármann Þorvaldsson
EITT MESTA
30 MánudAgur 9. nóvember 2009 fólkIÐ
uPPISTAnd í
úTráS
TíSkuMynd-
bAndIÐ
Poppvefurinn zimbio.com hefur
valið eitt af myndböndum Bjark-
ar Guðmundsdóttur sem eitt af
mestu tískutónlistarmyndbönd-
um heims fyrr og síðar. Á vefn-
um eru valin 16 myndbönd sem
eru ekki sett í neina sérstaka röð
og er mynd Bjarkar við lagið Who
Is It þar á meðal. „Íslenska ofur-
stjarnan Björk hefur alltaf verið
óhrædd við að fara óhefðbundn-
ar leiðir í klæðavali,“ segir meðal
annars í umsögninni og er svana-
kjóllinn frægi nefndur sem dæmi
og er sagður vera greyptur í minni
almennings um alla eilífð.
„Ég sat einu sinni með Elle McPherson og Sting
heima hjá Elton John. Fór svo að pissa með Rod
Stewart og Hugh Grant sinn hvorum megin við
mig,“ segir Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi banka-
stjóri Singer & Friedlander í London, í miklu viðtali
við Guardian.
Þar fer Ármann yfir feril sinn sem bankamaður og síð-
ar bankastjóri. Hann kom til vinnu fyrsta daginn hjá Kaup-
þingi á Lödu þar sem farþegahurðin var biluð og haldin
saman með bandi. Þá virkuðu ekki rúðuþurrkurnar á
Lödunni nema kveikt væri á ljósunum.
Gjálífið sem bankastarfsmenn og
bankastjórar lifðu var nánast út úr kort-
inu og rifjar Ármann upp nokkrar
góðar sögur í viðtalinu. Meðal ann-
ars segir hann frá því þegar hann
réð Tom Jones og þegar hann
bauð í mikinn mat í St. Tropez og
lét þjón sem var klæddur eins og
Spiderman spreia yfir gesti 30
lítrum af Melchizedek-kampa-
víni. Meðal gesta sem fékk
kampavínið yfir sig var rússnesk-
ur milljarðamæringur.
„Við vorum einu sinni á
Formúlu 1 kappakstrinum í
Mónakó og þar þekktum við
svo marga að við hoppuðum
eiginlega bara á milli snekkja,“
segir Ármann og nefnir Mike As-
hley, eiganda Newcastle og
risaviðskiptavin í Singer &
Friedlander, sem og Sir
Tom Hunter sem einn-
ig varð viðskiptavinur
Singer & Friedlander.
Bókin hans Ár-
manns, Ævintýraeyjan,
hefur slegið í gegn víða.
Hrósar blaðamaður Gu-
ardian Ármanni fyrir að
þegja ekki þunnu hljóði
líkt og svo margir kolleg-
ar hans í föllnu bönkunum,
þeim íslensku og erlendu. „Ég
vildi útskýra hvernig þetta var
allt saman,“ segir Ármann.
Fram kemur að Ármann
býr í Kew-hverfinu sem er
í Vestur-London ásamt
konu sinni og þremur
börnum.
benni@dv.is
STEWArT og grAnT
Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri singer &
friedlander í london, gaf út bókina Ævintýraeyjan sem
slegið hefur í gegn. ármann segir í viðtali við breska
fjölmiðla að hann hafi lifað hinu ljúfa lífi á meðan góð-
ærið stóð sem hæst. Hoppað á milli snekkja á formúlu 1
kappakstri í mónakó og setið til borðs með elle mcpher-
son og sting heima hjá elton John.
Laglegur lífsstíll Ármann
Þorvaldsson lifði hinu ljúfa lífi.
Rod Stewart Hefur
pissað með Ármanni.
Hugh Grant Hefur líka
pissað með Ármanni.
Stoltur Hermann og dæturnar á góð-
gerðargolfmóti sem Hermann stóð fyrir
ásamt fleirum í Eyjum síðastliðið sumar.