Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 4
4 miðvikudagur 18. nóvember 2009 fréttir
„Sporin voru afar þung þegar ég fór
til foreldra okkar að tilkynna atburð-
inn. Satt að segja hafði ég lengi átt
von á vondum fréttum af honum því
hann hafði átt mjög erfitt andlega.
Eitthvað þessu líkt var hins vegar ekki
inni í hugarfylgsnum mínum,“ segir
Snorri Sigurjónsson, lögreglumaður
hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð-
inu og bróðir Harðar Sigurjónssonar,
sem situr í gæsluvarðhaldi í Argent-
ínu vegna fíkniefnamisferlis.
Hörður, ríflega sextugur að aldri,
var handtekinn um miðjan október-
mánuð á alþjóðaflugvellinum í Bu-
enos Aires í Argentínu. Í fórum hans
fundust fimm kíló af kókaíni og var
hann í kjölfarið úrskurðaður í gæslu-
varðhald. Hörður hefur verið búsett-
ur á Spáni undanfarin ár en áður
starfaði hann sem rannsóknarlög-
reglumaður hjá lögreglunni í Reykja-
vík og hjá embætti ríkislögreglu-
stjóra. Snorri og ættingjarnir bíða nú
niðurstöðu argentínskra dómstóla í
máli Harðar.
Óraunhæfar hugmyndir
„Ég hef svo sem engar nýjar fréttir
heyrt og engar dagsetningar virðast
komnar á. Við fylgjumst með málinu
úr fjarlægð og ekki hægt að segja að
við séum í beinu sambandi við hann.
Hann hefur fengið lögfræðing og við
heyrum fréttir í gegnum sendiráðið í
Washington.“
Hörður var ráðinn til embætt-
is ríkislöreglustjóra árið 1997, þá til
fimm ára, en tveimur árum síðar var
ákveðið að flytja hann aftur til lög-
reglunnar í Reykjavík. Hann stefndi
íslenska ríkinu vegna flutningsins en
tapaði því máli, á báðum dómstig-
um, en Hæstiréttur dæmdi honum í
óhag í september 2002. Hörður flutti
þá til Spánar og hefur verið þar flest-
um stundum síðan. Snorri segir að
farið hafi verið að halla undan fæti
hjá bróður sínum áður en hann hætti
störfum hjá lögreglunni. „Hann hætti
af heilsufarsástæðum og því var byrj-
að að halla undan fæti meðan hann
var í starfi. Veikindi hans hafa orð-
ið til þess að hann fær háleitar og
óraunhæfar hugmyndir. Þau hafa
því miður gert hann ruglaðan og því
miður hefur þarna sjúkur maður rat-
að í kringumstæður sem hann ræður
ekki við,“ segir Snorri.
Erfið bið
Fyrrverandi samstarfsmenn Harð-
ar, Geir Jón Þórisson yfirlögreglu-
þjónn og Smári Sigurðsson, yfirmað-
ur alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra,
hafa báðir sagst sorgmæddir yfir því
hvernig komið sé fyrir honum. „Auð-
vitað er okkur mjög brugðið, þetta er
mjög sorglegt. Ég þekki hann ágæt-
lega og ég vissi ekki annað en hann
væri algjör sómamaður. Í vinnunni
var hann mjög vandvirkur og ná-
kvæmur. Fyrir vikið voru tíðind-
in virkilega sorgleg, það slær okkur
virkilega að hann skyldi hafa ratað
inn á þessa braut,“ sagði Geir Jón í
samtali við DV.
Snorri segist snortinn fyrir um-
mælum fyrrverandi samstarfs-
manna. Hann segir málið hafa tekið
mjög á fjölskylduna og að síðustu vik-
ur hafi verið henni afar erfiðar. „Það
er tæknilega útilokað að hann sé að
standa í svona fíkniefnainnflutningi
sjálfur og því allt útlit fyrir að ein-
hverjir hafi verið að nota sér and-
lega veikan mann. Auðvitað er þetta
mjög erfitt fyrir okkur í fjölskyldunni,
foreldra okkar og börnin hans. Mér
þótti vænt um að lesa ummæli fyrr-
verandi félaga hans í lögreglunni
enda var hann afskaplega vandaður
lögreglumaður í alla staði. Sem bróð-
ir er hann einnig góður vinur og fé-
lagi. Við höfum óneitanlega miklar
áhyggjur af honum þarna í Argent-
ínu. Nú þurfum við bara að bíða og
sú bið verður erfið,“ segir Snorri.
Situr inni Hörður situr í gæslu-
varðhaldi í Argentínu og beðið er
niðurstöðu þarlendra dómstóla.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
ÁTTI VON Á
VONDUM FRÉTTUM
TrauSTi hafSTEinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Við höfum óneitanlega miklar áhyggjur
af honum þarna í Argentínu. Nú þurfum
við bara að bíða og sú bið verður erfið.“
Snorri Sigurjónsson, bróðir harðar Sigurjónssonar sem bíður niðurstöðu argent-
ínskra dómstóla eftir að hafa verið tekinn með 5 kíló af kókaíni, segir bróður sinn
hafa verið góðan félaga sem glími við erfið andleg veikindi. Snorri segir hafa verið
erfiðast að tilkynna foreldrunum atburðinn.
„Þetta er ótrúlegt. Nefndin er búin að
ákveða sig á rúmum tveimur klukku-
tímum og hann fær að vera hjá mér
þar til mál mömmu hans verður tek-
ið fyrir,“ segir Helga Elísdóttir, amma
níu ára drengs sem Barnavernd
Reykjavíkur ætlaði að senda í fóstur
austur á land.
Barnaverndarnefnd Reykjavík-
ur fundaði í fyrsta sinn um mál-
ið fyrr í gær. Helga mætti á fundinn
ásamt móður drengsins og lögmanni
þeirra, Dögg Pálsdóttur. Þær gengu
af fundinum skömmu eftir klukkan
eitt en nefndin fundaði áfram. Upp
úr klukkan fjögur fékk Helga símtal
þar sem henni var tilkynnt um að
nefndin hefði tekið ákvörðun.
Fyrr um daginn hafði hún sagt í
samtali við DV.is að hún vissi ekki
hvenær ákvörðunar væri að vænta,
eða hvort hún gæti yfirhöfuð búist
við niðurstöðu fyrir jól.
„Það ríkir mikil gleði hjá okkur,“
segir hún um
niðurstöðuna.
Helga telur
að ákveðnir ein-
staklingar sem
starfa hjá Barna-
vernd Reykjavíkur
hafi rasað um ráð
fram þegar ákveð-
ið var að fjarlægja
drenginn af heim-
ili sínu og meina
móður hans að
hitta hann. Hún er
afar ánægð með
að barnaverndar-
nefnd sjái málið í
allt öðru ljósi.
DV hefur fylgst náið með mál-
inu og greindi frá því á föstudag að
drengurinn fengi að vera hjá ömmu
sinni fram að fundi barna-
verndarnefndar, hið
minnsta.
„Helgin er búin að vera
fín. Við höfum hlúð hvort
að öðru en jafnframt haft
fastan ramma í kringum
strákana. Þeir hafa líka
verið duglegir að stunda
íþróttir,“ segir Helga.
Forsjármál dóttur
hennar verður tekið fyr-
ir hjá dómstólum í jan-
úar. Endanlegt markmið
Helgu er að drengirnir
geti flutt aftur til móður
sinnar.
erla@dv.is
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur ákvað að drengurinn skyldi dvelja hjá ömmu sinni:
„Réttlát niðurstaða“
F r j á l s t , ó h á ð d a g b
l a ð
m
y
n
d
K
RI
ST
In
n
m
A
G
n
Ú
SS
O
n
MÓÐIRIN SEM BARNAVERND VILL SVIPTA SYNINUM:
„ÉG ER ORÐIN
EÐLILEGUR ÞJÓÐ-
FÉLAGSÞEGN“
HJÁLPAR ÖÐRUM
FÍKLUM AÐ NÁ SÉR
VAR ÍSLANDS-
MEISTARI Í FIMLEIKUM
FÉKK HEILAæxLI
EKKI
GEFA
BARNIÐ
MITT
SKANDALAR
KIRKJUNNAR
RAMOSFLÓTTAFANGI:
GAF SÚPU-
ÞJÓFNUM
KÖKU
FoNS oG GLITNIR GRUNUÐ
UM MARKAÐSMISNoTKUN
TæPLEGA
30 KíLÓ
FARIN
GUNNAR I. BIRGISSON:
„ÉG ER REBEL“
n LILJA MÓSESDÓTTI
R VAR BEÐIN UM AÐ S
EGJA AF SÉR
13. – 15. NÓVEMBER 2009
dAGblAðIð víSIR 151. Tbl. – 99. áRG. – v
eRð KR. 595
MAGNAÐAR ENDURKo
MUR
BARÁTTAN
UM ÞoRSKINN
heima um jólin
Drengurinn fær að
búa hjá ömmu sinni
þar til forræðismál
móður hans
verður tekið fyrir hjá
dómstólum í janúar.
Mynd rakEl ÓSk
13. nóvember 2009
Þörf á
umburðarlyndi
Ögmundi Jónassyni, þingmanni
vinstri grænna, kemur á óvart að
þingmönnum Samfylkingarinn-
ar þyki óeðlilegt af Ásmundi Ein-
ari Daðasyni að leiða Heimsýn,
samtök sjálfstæðissina í Evr-
ópumálum. Ögmundur segist
aldrei hafa verið eins fráhverf-
ur því að ganga inn í Evrópu-
sambandið og segir Íslendinga
þurfa að takast málefnalega á
um Evrópusambandsaðild. „Það
er gott og lýðræðislega heilsu-
samlegt. Í þeirri umræðu er þörf
á umburðarlyndi. Þeir sem trúa
á málstað sinn hafa alltaf efni á
því – umburðarlyndinu,“ skrifar
Ögmundur á bloggsíðu sinni.
Hótaði líkams-
meiðingum
22 ára karlmaður hefur verið
dæmur í tuttugu mánaða fang-
elsi fyrir að hafa samræði við
fjórtán ára gamla stúlku og fyrir
að hóta stúlkunni og fjölskyldu
hennar líkamsmeiðingum.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa haft í allt að þrjátíu skipti
samræði við stúlkuna. Hann
viðurkenndi brot sín að hluta en
taldi þó að skiptin hefðu verið
mun færri en 30. Þá hefðu þau
verið kærustupar. Átján mánuðir
dómsins eru skilorðsbundnir til
þriggja ára.
Ölvun á skóla-
böllum
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu hefur að undanförnu orðið
vör við óhóflega ölvun nem-
enda á framhaldsskólaböllum.
Lögregla hefur sem kunnugt er
eftirlit með dansleikjum þegar
þeir eru haldnir utan skólanna.
Í tilkynningu frá lögreglu kemur
fram að ölvun hafi jafnvel verið
svo mikil að komið hefur verið
upp sérstakri aðstöðu fyrir ofur-
ölva nemendur, eða svokölluð-
um dauðaherbergjum eins og
þau eru gjarnan kölluð.
Olli banaslysi
Héraðsdómur Austurlands hef-
ur dæmt átján ára karlmann í
þriggja mánaða fangelsi fyrir
manndráp af gáleysi. Það var að-
faranótt laugardagsins sextánda
maí á þessu ári sem maðurinn
missti stjórn á bifreið sinni á
þjóðvegi 96 við botn Fáskrúðs-
fjarðar með þeim afleiðingum
að farþegi í bílnum lést. Var
maðurinn ákærður fyrir að hafa
verið undir áhrifum áfengis, án
ökuréttinda og ekið bílnum of
hratt miðað við aðstæður.