Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 2
2 miðvikudagur 18. nóvember 2009 fréttir Fjárfestingafélag Jóns Helga Guð- mundssonar og barna hans, Straum- borg, tapaði tæplega átta milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar var hagnaður félagsins tæplega 2,4 milljarðar árið á undan. Viðsnúning- urinn á milli ára er því rúmir 10 millj- arðar króna. Þetta kemur fram í árs- reikningi félagsins sem var skilað til ríkisskattstjóra 5. nóvember síðast- liðinn. Jón Helgi er eigandi Norvikur- samstæðunnar sem meðal annars á Krónuna, Nóatún, Elko, Byko og Húsgagnahöllina. Hann er stjórnar- formaður Straumborgar og stærsti hluthafinn með tæplega 50 prósenta eignarhluta. Straumborg er útrásar- armurinn í veldi Jóns Helga, ef svo má segja, og heldur utan um eignir hans í útlöndum. Hulduauðmaður Tiltölulega lítið hefur farið fyrir Jóni Helga í umræðunni á Íslandi fyrir og eftir efnahagshrunið. Þetta er merki- leg staðreynd þar sem Jón Helgi er einn umsvifamesti fjárfestir á Íslandi. Sennilega er Jón Helgi sá næststærsti í smásölu í landinu á eftir Baugsveldi Jóns Ásgeirs og fjölskyldu, sem hrikt- ir í svo um munar nú um stundir. Umsvif Jóns Helga sjást meðal ann- ars á því að eignir Straumborgar eru metnar á rúma 42 milljarða króna samkvæmt ársreikningnum. Þá á vit- anlega eftir að taka með allar aðrar eignir Jóns Helga. Ein skýring á því hversu lítið hef- ur verið rætt um Jón Helga kann að vera sú að hann hefur ekki tekið neinn þátt í því gjálífi útrásarinnar sem svo mikið hefur verið sagt frá í fjölmiðlum á liðnum árum heldur hefur hann haldið sig frá kastljósinu að mestu. Engum blöðum er þó um það að fletta að Jón Helgi tók þátt í ís- lensku útrásinni - og gerir enn ólíkt langflestum öðrum íslenskum auð- mönnum, líkt og starfsemi Straum- borgar sýnir. Útrás Jóns Helga kann því að vera sú síðasta sem enn stend- ur yfir á vegum íslenskra auðmanna. Átti stóran hlut í Kaupþingi Ein helsta ástæðan fyrir tapi félags- ins á árinu 2008 er sú að Straumborg og dótturfélag þess, Ares fjárfesting- arfélag ehf., áttu hlutabréf í Kaup- þingi sem yfirtekinn var af Fjármála- eftirlitinu í október 2008, samkvæmt ársreikningnum. Eignir Straumborg- ar í skráðum hlutabréfum á íslenska markaðnum, meðal annars bréfin í Kaupþingi, voru metnar á ríflega 22 milljarða króna í árslok 2007. Í árs- lok 2008 er eignin skráð sem 0 krón- ur. Tap félagsins af þessum hluta- bréfafjárfestingum nemur rúmlega 14 milljörðum króna samkvæmt árs- reikningnum. Um þennan þátt í starfsemi Stra- umborgar segir í ársreikningnum: „Á meðal fjárfestinga félagsins eru eignir í bankageiranum og hefur verðmæti þessara eigna rýrnað á ár- inu út af fjármálakreppunni. Félagið átti verulega eign í Kaupþingi sem hrundi á árinu og var yfirtekið af ís- lensku ríkisstjórninni. Út af þessum aðstæðum skilar félagið tapi á árinu.“ JÓN HELGI TAPAÐI ÁTTA MILLJÖRÐUM IngI F. VIlHjÁlmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Risinn sem læðist Fjárfestingafélag Jóns Helga Guðmundssonar var stór hluthafi í Kaupþingi og á banka í Rússlandi og Lettlandi. Jón er einn stór- tækasti fjárfestir landsins en hefur verið lítið í umræðunni fyrir og eftir hrunið. Fjárfestingafélag hans Straumborg á í erfiðleikum með að standa í skilum samkvæmt ársreikningi félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.