Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 49
Toppslagur að Hlíðarenda Toppliðin í N1 deild kvenna, Valur og Stjarnan, mæt- ast í sannkölluðum risaslag í Vodafone-höll Valsmanna að Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. Bæði lið hafa tólf stig í deildinni en Valskonur hafa leikið einum leik minna og eru því komnar í góð mál hafi þær sigur á Íslands- og bikarmeisturum síðustu tveggja ára. Bæði lið koma inn í leikinn á sigurbraut en Valur rúllaði yfir Fylki í síðustu umferð, 28-19, á meðan Stjarnan rótbur- staði Hauka, 36-20. Valur er enn ósigraður í N1 deild kvenna en Stjarnan hefur ekki tapað leik síðan í fyrstu umferð sem var einmitt gegn Val á heimavelli. Einn leikur fer fram til viðbótar sama kvöld. Fylkir tekur á móti Fram í Árbænum. Báðir leikir hefjast klukkan 19.30. UmSjóN: TómaS þór þórðarSoN, tomas@dv.is sporT 18. nóvember 2009 miðvikudagur 49 Komið er að lokum undankeppni heimsmeistaramótsins. Fjögur sæti standa til boða fyrir Evrópuþjóðirnar og átta lið eiga einn leik eftir. Það er því allra síðasti séns á að tryggja sér sæti á HM. Seinni leikirnir fara fram á miðvikudagskvöldið þar sem Frakk- ar taka á móti Írum en þeir leiða, 1- 0, eftir fyrri viðureignina á Croke Park í Írlandi. Rússar fara í heimsókn til Slóveníu og hafa 2-1 forystu. Portú- galir halda til Bosníu og Hersegóvínu með 1-0 forystu í rimmu þjóðanna og þá mætast Úkraínumenn og Grikkir í Kænugarði en liðin skildu jöfn, mar- kalaus, í fyrri leiknum í Aþenu. Allt sauð upp úr í leik Íra og Frakka en mikil athygli hefur verið á þeim leikj- um. Írarnir vildu vandræði Nicolas Anelka skoraði eina mark leiksins þegar Frakkland lagði Írland, 1-0, í Írlandi í fyrri leik liðanna síðast- liðinn laugardag. Eftir leikinn varð allt vitlaust þegar Keith Andrews, miðju- maður Blackburn og Írlands, og Real Madrid-maðurinn Lassana Diarra tókust harkalega á á miðjunni. Andr- ews sagði eftir leikinn að Diarra hefði sagt við hann óviðeigandi hlut. Ítalski þjálfari Írlands, snillingurinn Giov- anni Trappatoni, sagði að orð Diarra hefðu verið móðgandi við írska þjóð. Sjálfur talaði Diarra ekki um atvik- ið fyrr en Frakkarnir voru komnir aftur heim til Parísar. „Írarnir voru bara að leita að vandræðum,“ segir hann. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist, þrátt fyrir að þetta komi nú oft fyrir. Ef Andrews vill vandræði mætumst við nú aftur á miðvikudaginn,“ segir hann hroka- fullur. Diarra vill þó meina að þetta sé allt Íranum að kenna. „Andrews steig á ökklann á mér í seinni hálfleik en ég gerði ekkert mál úr því. Þetta gerist oft í enda leikja. Írarnir voru pirraðir, þeir voru að tapa 1-0 og vildu bara vandræði. Kannski vildu þeir bara að ég færi út af með rautt spjald,“ segir Lassanna Diarra.. Patrice Evra, leikmaður Manchest- er United, bað liðsfélaga sinn á Eng- landi um að róa mannskapinn þeg- ar allt var komið í háaloft. „Ég sá ekki hvað gerðist. Ég kom bara þegar þetta var að verða búið og bað þá John O’Shea um að róa sína menn niður. Það þýðir ekkert að gera of mikið úr þessu. Það verður nógu mikill hiti í seinni leiknum,“ segir Evra. Bosníumenn leita hefnda Portúgalar voru ekkert minna en stálheppnir að landa sigri á sprækum Bosníu-mönnum í fyrri leik liðanna í Lissabon. Bosnía-Hersegóvína var það lið sem kom hvað mest á óvart í undankeppninni og sýndi hvers það er megnugt í fyrri leiknum gegn Portúgal. Einu mistök liðsins í vörn- inni urðu til þess að varnarmaðurinn Bruno Alves skoraði eina mark leiks- ins með skalla af stuttu færi en rest- ina af færunum áttu Bosníu-menn. Þeir skutu boltanum í þrígang í tréverkið en færi þeirra á lokamínút- um var ótrúlegt. Hinn magnaði fram- herji Edin Dzeko, sem þykir einn besti skallamaður heims í dag, skall- aði þá boltann í slána af markteig og ekki tókst félaga hans betur upp sem fylgdi á eftir. Hann setti boltann í markstöngina þó enginn væri til varnar. Bosnía sýndi þó svo sannar- lega að Portúgal mun þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum. Von hjá Slóvenum Þegar Diniyar Bilyaletdinov, leik- maður Everton og Rússlands, kom Rússum í 2-0 gegn Slóvenum virtist öll nótt úti fyrir gestina. Mark Nejc Pecnik í blálokin veitti þó Slóvenum mikla von fyrir seinni leikinn. Þeir þurfa ekki að vinna Rússa nema 1- 0 til að komast á HM sem yrði stór- kostlegt fyrir þjóðina. Guus Hiddink, hinn magnaði þjálfari Rússlands, hefur þó eflaust eitthvað uppi í erm- inni en hann hefur náð ótrúlegum úrslitum með landslið sín. Enn er markalaust í leik Grikkja og Úkraínumanna eftir fyrri leikinn en liðin mætast aftur í Kænugarði í seinni leiknum. Grikkir gerðu það sem þeir eru vanir og héldu hreinu á heimavelli en stundum virðist sem þeim sé hreint illa við það að skora mörk. Markaleysið gæti þó reynst þeim dýrt því Úkraína tapar ekki mörgum leikjum í Kíev og hefur Andriy Schevchenko lofað að tryggja sína þjóð inn á annað heimsmeist- aramótið í röð. BuTTon Til mclaren n Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Jenson Button, er á leið til McLar- en að elta peninga en honum tókst ekki að koma sér saman um nýjan samning við lið sitt Brawn GP sem var keypt af Mercedes eftir tímabilið og ber því nafn þess. Mercedes gat aðeins boðið honum fjórar milljónir punda í árslaun næstu þrjú ári en McLaren bauð honum sex milljónir. Til að gefa mynd af því hversu mikill sparnaður hefur verið vegna heimsástandsins að undanförnu er skemmst að minnast síðasta samnings Kimis Raikkonen við Ferrari sem hljóðaði upp á 56 milljónir dollara. HæTTir verði Torres seldur n Rafael Benitez, knattspyrnu- stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, hefur gert yfirmönnum félagsins það ljóst að hann vilji ekki að Fernando Torres verði seldur. Liverpool er ekki nægilega vel statt fjárhagslega og hefur það borið á góma að liðið verði að selja aðra stórstjörnu til að ná endum saman. „Ég er sannfærður um að hann verði ekki seldur. Ef það gerist segi ég upp,“ segir Benitez ákveðinn. ÚrÚgvæ í góðum málum n Þrátt fyrir tap í lokaleik Suður- Ameríku-riðilsins gegn Argentínu er Úrúgvæ komið langt með að tryggja sér sæti á heimsmeist- arakeppninni næsta sumar. Úrúgvæ vann um helgina umspilsleik sinn gegn Kosta-Ríka, 1-0, á útivelli en liðin mætast aftur í Úrúgvæ á miðvikudagskvöldið. MOLARFjögur sæti eru laus fyrir Evrópuþjóðir á Heimsmeistaramótinu sem fer fram næsta sumar. Átta þjóðir bítast á miðvikudagskvöldið um þessi fjögur sæti. Allt sauð upp úr í fyrri leik Frakka og Íra en Frakkar, Portúgalar og Rússar eru í vænlegri stöðu fyrir seinni leikina. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is einn leikur enn Svekkelsi Damien Duff og félagar í Írlandi þurftu að sæta tapi á heimavelli og verða að vinna Frakka, 2-0, í seinni leiknum. MyNd AFP Stöngin út Bosníumenn hittu tréverkið í þrígang gegn Portúgal í fyrri leik liðanna. MyNd AFP 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama Oxy tarmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.