Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 29
suðurland Miðvikudagur 18. nóvember 2009 29 Bifhjólasamtök Suðurlands, Postul- arnir, hafa aðsetur í gömlum leikskóla á Selfossi. Þar eru leikskólareglurnar hafðar að leiðarljósi og segir formað- ur klúbbsins, Guðmundur Kr. Jóns- son, að klúbbfélagar taki þar meðal annars hvíldarstund og leggi sig eft- ir hádegi. „Leikföngin voru fjarlægð en ég segi við mína menn að leggja sig alltaf milli tvö og þrjú á daginn því hér gilda leikskólareglurnar áfram,“ segir Guðmundur. Skráðir Postular eru nærri tvö hundruð talsins en klúbburinn var stofnaður í apríl árið 2000. Á næsta ári heldur hann því upp á tíu ára af- mæli sitt og þá stefna félagarnir að því að halda veglega upp á afmælið. „Við ætlum að gera eitthvað stórt næsta vor. Þetta er frábær félagsskapur og við hittumst reglulega og skemmtum okkur saman. Við reynum alltaf að hegða okkur eins og menn. Mér finnst alveg meiriháttar gam- an að svona félagskap, bæði er gam- an að hjóla saman og síðan eru svo skemmtilega ólíkir félagar í klúbb- num. Það er mjög sérstök tilfinn- ing að þeysa um á mótorhjóli en við finnum misjafnan anda ökumanna í okkar garð. Þess vegna þurfum við hjólamenn að passa okkur vel í um- ferðinni. Gefa af sér Postularnir leggja sig fram um að gefa af sér til samfélagins. Þannig hefur hópurinn skemmt börnum 17. júní, farið í árlega heimsókn að Sólheim- um í Grímsnesi og leyft heimilisfólki þar að sitja á mótorhjólunum, gef- ið fátækum jólagjafir og safnað fyrir tækjum á heilsugæsluna. „Við höfum reglulega ráðstafað pening í jólagjaf- ir handa íslenskum börnum, í sam- ráði við Selfosskirkju. Þaðan höfum við fengið lista yfir börn sem þurfa á glaðningi að halda og við höfum síð- an pakkað inn jólagjöfum til þeirra og keyrt út,“ segir Guðmundur. Yfir vetrartímann hittast Post- ularnir einu sinni í mánuði, fyrsta þriðjudag mánaðarins, og á sumrin er hist vikulega. Postularnir hafa lagt í reglulegar helgarferðir og iðulega er ein stór ferð að sumarlagi þar sem félagar fjölmenna. „Við erum nýbú- in að taka inn fullt af nýjum félög- um. Umhverfið hér í kring er fínt fyr- ir hjólamenn en við höfum auðvitað verið í vandræðum með aðstöðuna. Ég held að andinn gagnvart klúbb- num sé mjög jákvæður enda reynum við að hegða okkur vel. Við hjólafólk í klúbbnum skerum okkur aðeins úr að því leyti að við erum í leðrinu,“ segir Guðmundur. HuGsaði siG lenGi um „Þannig höfum við komið í leður- gallanum færandi hendi og okkar framtak hefur alls staðar vakið mikla lukku. Við höfum líka gefið reglulega pening til heilsugæslunnar á Selfossi og þar hafa verið keypt tæki fyrir pen- inginn frá okkur.“ Guðmundur er meðal elstu Postulanna og viðurkennir að hafa aldrei ætlað sér að gerast formað- ur klúbbsins. Hann ekur um á kraft- miklu Yamaha 1600 mótorhjóli og segir frelsið sem því fylgir ólýsanlegt. „Ég er afinn í hópnum og með elstu meðlimum klúbbsins. Ég er nýbú- inn að taka við sem formaður, ég er bara gamall karl sem ætlaði sér að leika sér á hjóli í rólegheitunum en álpaðist svo fyrir tilviljun í formanns- embættið. Það var ekki fyrr en fyrir fjórum árum sem ég ákvað að taka mótorhjólaprófið, þá eftir 30 ára um- hugsunartíma,“ segir Guðmundur að lokum. trausti@dv.is Skemmtilegir Postular halda til í gömlum leikskóla á Selfossi: leðurtöffarar styrkja góð málefni Postular Bifjólasamtök Suðurlands halda upp á tíu ára afmælið á næsta ári. Afi á hjóli Guðmundur tók mótorhjólaprófið fyrir fjórum árum eftir að hafa hugsað málið í þrjátíu ár. Þriggja rétta máltíð á Fjöruborðinu, morgunverður og gisting á glæsilegu gistiheimili Kvöldstjörnunnar. Verð frá aðeins 9.700.-kr á mann. Gefðu öðruvísi gjöf, gefðu gjafakort á Kvöldstjörnuna. Hringdu núna í síma 4831800 eða 8966307 og fáðu nánari upplýsingar. Eða kíktu á www.kvoldstjarnan.com Stokkseyri | Sími 483-1800 / 896-6307
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.