Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 40
Miðvikudagur 18. nóvember 200940 suðurland Kúalaug Laugin er um tvo kílómetra frá Geysi. Fólksbílafært er að henni og bundið slitlag nema síðustu tvo kílómetrana. Mög viðkvæmt umhverfi er í kringum laugina. Hægt er að leggja frá sér föt á grasi allt í kring um hana. Laugin er uppspretta sem myndar holu í jörð- ina og aðeins að litlu leyti stífluð með grjóti. Vatnið kemur upp um botn hennar og er hitastig þess 43°C en ofar í lauginni um 39°C. Aðeins 3–5 geta baðað sig í einu. Jarð- vegsbotn er í lauginni og gruggast vatnið því aðeins við notkun. Frekar mikll þörungagróður er í lauginni. Hrunalaug Laugin er um þrjá til fimm kílómetra frá Flúðum. Leiðin er fólksbílafær nema síðustu metrarnir. Í raun er um tvær laugar að ræða. Sú efri og stærri er hlaðin úr grjóti inn í bakkann með malarbotni. Vatnið streymir upp um botninn innst í lauginni og er rennsl- ið 3,3 sekúndulítrar. Vatnið úr þess- ari laug streymir síðan í gegnum lít- inn kofa og inn í steypta þró framan við hann. Mun hún hafa verið not- uð til fjárbaða. Botn hennar er einnig steyptur. Um 6–8 manns gætu rúmast í aðallauginni en aðeins tveir í þrónni. Hægt er að hafa fataskipti í kofanum en aðstaðan er frumstæð með kofann opinn á tvo vegu og laugarlækinn í gólfinu. Þar inni er þó bekkur þar sem hægt er að leggja frá sér fötin. Ekkert grugg er í vatninu og mjög lítið af þör- ungum en talsvert magn neðan laug- arinnar. Notkun laugarinnar til baða er í óþökk landeigenda. Heitur læKur í Klambragili Laugin er um sjö kílómetra frá Hvera- gerði í Reykjadölum sem ganga inn af Djúpagili sem opnast inn í fjallgarð- inn norðan við Kambana. Ekið er upp í gegnum Hveragerði, fram hjá hest- húsahverfinu, eins langt og komist verður. Farið er yfir Hengladalsána og gengið upp Rjúpnabrekkur yfir háls- inn og ofan í Reykjadal. Þetta er mjög skemmtileg gönguleið. Ofarlega í dalnum skiptir Ölkelduhnjúkur dal- verpinu og koma lækir fram með sitt- hvorri hlið þess. Sá eystri er aðeins 8°C heitur en sá vestari um eða yfir 70°C. Heitari lækurinn kemur úr Klambra- gili en baðstaðurinn er oftast kennd- ur við það. Eftir að lækirnir sameinast verður til hlýr, vatnsmikill lækur þar sem hitasstigið er 35-40°C á alllöngum kafla. Hitastigið og þar með heppileg- asta staðsetningin í læknum til baða Víða kraumar heitt vatn á Suðurlandi. Þar er hægt að baða sig í náttúrulegum laugum, litlum sem stórum og hafa gaman af. Heitar laugar á suðurlandi Seljavallalaug mynd Bragi Þór JóSefSSon Starfsmannaferðir - Aðventuferðir - Jólahlaðborð Í tilefni af 40 ára starfsafmæli Guðmundar Tyrfingssonar ehf höfum við ákveðið að framlengja 40% afmælisafsláttinn. Hafðu samband og við skipuleggjum ferð fyrir þinn hóp. Guðmundur Tyrfingsson ehf. www.gtyrfingsson.is - S: 568 1410/ 482 1210 - gt@gtbus.is - Grænir og góðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.