Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 10
Dagpeningar
Fyrir: Þá sem ferðast í vinnu
Í eina viku í borg í evrópu: 323.000 kr.
Þeir sem ferðast mikið í vinnu sinni, til dæmis til útlanda,
eiga rétt á dagpeningum frá launagreiðendum. Þeim er
ætlað að standa undir kostnaði vegna fjarveru frá heimili,
vegna gistingar, matar og annars tilfallandi kostnaðar
sem kemur upp í ferðinni. Á móti fengnum dagpeningum
er launamönnum heimilt að færa frá-
drátt samkvæmt reglum fjármálaráðherra.
Dagpeningar ríkisstarfsmanna vegna ferða
til flestra borga Evrópu nema á núverandi
gengi 46.168 krónum á dag. Dagpeningar
vegna vikuferðar nema því 323.176 kr.
JólabJórinn
Fæst á
morgun
Þeir sem vart geta beðið eftir
uppáhaldsjólabjórnum sínum
geta tekið gleði sína á morg-
un. Samkvæmt vef Áfengis- og
tóbaksverslunar ríkisins hefst
sala á jólabjórum á morgun, 19.
nóvember. Um sextán tegundir
jólabjóra verða til sölu fyrir þessi
jól, nokkru fleiri en í fyrra. Í fyrra
urðu Jóla Kaldi og Royal X-Mas
hlutskarpastir í árlegri jólabjór-
smökkun DV. Ný smökkun fer
fram á næstu dögum og því kem-
ur fljótlega í ljós hvaða jólabjórar
þykja bestir þetta árið.
tilboð Í
Krónunni
Krónan er þessa dagana með
tilboð á hvorki fleiri né færri en
243 vörutegundum. Þetta kemur
fram á kronan.is en á vefsíðunni
matarkarfan.is má á einum stað
nálgast tengla á tilboð nánast
allra matvöruverslana. Nú styttist
í jólin og þá getur verið gott að
grípa tækifærið og kaupa ódýrar
en góðar tilboðsvörur. Á meðal
tilboðsvara hjá Krónunni núna
er hamborgarhryggur, bayonne-
skinka og úrbeinað hangilæri.
n Skautahöllin í Laugardal
fær lastið fyrir okur í
matsölu sinni. Pylsan
kostar 350 krónur og
hálfur lítri af gosi í plasti
300 krónur. Feðgin sem
fóru á skauta um
helgina völdu að leita
annað og spöruðu sér 300
krónur á því að fara að pylsuvagni
í Skeifunni. Hefðu eflaust getað
sparað sér meira annars staðar
en létu
sér lynda
muninn.
n Ánægður viðskiptavinur RB rúma í
Hafnarfirði fór með eldgamalt rúm
með lélega dýnu í viðgerð. „Hún var
tilbúin á mjög skjótum tíma og var
skutlað frítt heim til mín á
nákvæmlega þeim tíma sem
lofað var,“ sagði viðskiptavin-
urinn og bætti við að
starfsfólkið væri vinalegt og
þjónustan á sanngjörnu verði.
Rúmið væri auk þess
sem nýtt.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Dísilolía
algengt verð verð á lítra 184,2 kr. verð á lítra 181,4 kr.
skeifunni verð á lítra 186,2 kr. verð á lítra 183,4 kr.
algengt verð verð á lítra 187,7 kr. verð á lítra 196,3 kr.
bensín
Dalvegi verð á lítra 183,8 kr. verð á lítra 180,6 kr.
Fjarðarkaupum verð á lítra 185,7 kr. verð á lítra 182,9 kr.
algengt verð verð á lítra 187,2 kr. verð á lítra 184,4 kr.
UmSjóN: BALDUR GUÐmUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is
el
d
sn
ey
t
i
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
10 miðviKuDagur 18. nóvember 2009 neytenDur
Flestir Íslendingar borga ríflega þriðjung launa sinna í tekjuskatt. Fyrir liggur að stór
hluti fólks þarf að sætta sig við hærri skattbyrði en í dag viðrar ríkisstjórnin tillögur
að breytingum að skattkerfinu. DV tók saman 20 leiðir til að borga minni skatta. Ráðin
eru oftar en ekki háð fyrirfram gefnum forsendum og ekki er víst að allir hafi tæki-
færi á að sækja þær skattaívilnanir, frádrátt, eða styrki sem veita fólki skattaafslátt.
Lesendur eru hvattir til að kynna sér reglurnar betur ef þeir telja sig eiga rétt á því
að borga minni skatta.
leiðir til að
lækka skattana20
viðbótarlÍFeyrissparnaður
Fyrir: Alla launþega
mótframlag á ári: 60.000 kr.
Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekend-
ur geta alla jafna greitt allt að 4 prósent af
heildarlaunum sínum sem viðbótariðgjöld í
séreignarsjóð eða til annars vörsluaðila lífeyr-
issparnaðar. Fram til október 2010 geta þeir lagt
6 prósent fyrir. Í flestum kjarasamningum hefur verið
samið um að launagreiðendur greiði allt að 2 prósent mótframlag gegn 2
prósent framlagi launþega. Ef einstaklingur leggur fyrir 2 prósent af launum
og fær til viðbótar 2 prósent sem mótframlag launagreiðanda þá eignast
hann til viðbótar 1.000 krónur fyrir hverjar 1.000 krónur sem hann sparar
þannig að heildarsparnaðurinn verður 2.000 krónur. Sá sem hefur þrjár
milljónir í árslaun fær 60.000 krónur á ári í mótframlag frá atvinnurekanda,
sem hann annars hefði ekki fengið.
enDurmenntun
Fyrir: Námsmenn
Endurmenntunarstyrkir eru skattskyldar tekjur.
Heimilt er að færa til frádráttar námskeiðsgjöld
og kaup á námsgögnum vegna þeirrar
endurmenntunar sem styrkurinn var veittur til.
Upphæðin sem fólk getur fengið er auðvitað
háð því hversu dýrt námið hefur verið.
tapaðar FJármagns-
teKJur
Fyrir: Fjármagnseigendur
Heimilt er að draga tapaða vexti
frá fjármagnstekjum hafi skattur
þegar verið greiddur af vöxtunum.
Frádrátt má færa í framtali þess
árs þegar sýnt er fram á að krafan
sem vextirnir voru reiknaðir af
fæst ekki greidd og má þá krafan
ekki vera eldri en fimm ára.
Frádráttinn má einungis færa
á móti fjármagnstekjum. Á
sama hátt má draga
frá aðrar tapaðar
fjármagnstekjur sem
skattur hefur verið
greiddur af.
ellihrörleiKi, veiKinDi, slys eða
mannslát
Fyrir: Veika, slasaða eða aðstandendur látinna
Sá sem hefur orðið fyrir skertri greiðslugetu
vegna kostnaðar umfram bætur, sem rekja
má til ofangreindra atriða, getur sótt um
skattaívilnun, það er lækkaðan tekjuskattsstofn.
með kostnaði vegna ellihrörleika, veikinda eða
slysa í þessu sambandi er átt við dvalarkostnað á
stofnunum, lyfja- og lækniskostnað, kostnað vegna
ferða, ýmiss konar sérútbúnaðar vegna fötlunar og
svo framvegis. Sýnt skal fram á að um óhjákvæmilegan
kostnað sé að ræða og fyrir þurfa að liggja gögn til staðfest-
ingar á honum. með kostnaði vegna andláts er átt við útfararkostnað ef hinn
látni hefur látið eftir sig maka eða skylduómaga. með útfararkostnaði er átt
við venjulegan kostnað vegna útfarar.
veiKinDi eða Fötlun barns
Fyrir: Foreldra langveikra barna
Skilyrði fyrir lækkun tekjuskattsstofns vegna
þessa er að maður hafi veruleg útgjöld umfram
venjulegan framfærslukostnað vegna barns
sem haldið er langvinnum sjúkdómum eða
er fatlað. með verulegum útgjöldum er átt við
þann kostnað sem er umfram fengnar bætur,
styrki og lífeyri sem greiddur er vegna kostnaðar
sem af þessum tilvikum leiðir. með kostnaði í þessu
sambandi er átt við dvalarkostnað á stofnunum, lyfja-
og lækniskostnað, kostnað vegna ferða, ýmiss konar
sérútbúnaðar vegna fötlunar og svo framvegis. Eins og alltaf
þarf að sýna fram á að um óhjákvæmilegan kostnað sé að ræða og leggja
fram gögn til staðfestingar á honum.
persónuaFsláttur
Fyrir: Alla launþega
afsláttur: 506.000 kr.
með því að framvísa skattkorti
til launagreiðenda eiga allir þeir
sem náð hafa 16 ára aldri, og eru
heimilisfastir á landinu, eiga rétt á
fullum persónuafslætti. Fólk þarf nú að greiða 37,2
prósent af launum sínum í skatta; 24,1 prósent í tekjuskatt auk þess
sem meðaltalsútsvar er 13,1 prósent. Frá þeirri upphæð sem því hlutfalli
nemur dragast 42.205 krónur frá á mánuði. Á einu ári nemur upphæðin
506.460 krónum.
tapaðar KröFur
Fyrir: Kröfuhafa
Skilyrði fyrir lækkun tekjuskattstofns er að gjaldþol
manns sé verulega skert vegna tapa á útistandandi
kröfum sem ekki stafa af atvinnurekstri hans. með
atvinnurekstri í þessu sambandi er átt við atvinnu-
rekstur sem einstaklingur hefur með höndum og
eignaraðild í sameignarfélagi eða hlutafélagi. Það telst
þó ekki atvinnurekstur ef eignarhluti í hlutafélagi er
óverulegur og aðild og tengsl manns við félagið eru þannig
að ekki sé ástæða til að líta þannig á að um atvinnurekstur sé að ræða. Sé
eignarhluti minni en 20 prósent telst hann óverulegur í þessu sambandi.
Skuld telst töpuð þegar sýnt hefur verið fram á á fullnægjandi hátt að hún
fáist ekki greidd.
söluhagnaður og sölutap
Fyrir: Eignafólk
Sé eign seld með tapi er heimilt að færa sölutapið
sem frádrátt á móti söluhagnaði af sams konar
eign á sama ári.