Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 24
Að minnsta kosti þrír rithöfundar sem eiga rætur að rekja til Suður- lands eða eru búsettir þar eru með bók í bókaflóðinu í ár. Þetta eru þeir Bjarni Harðarson, Gyrðir Elíasson og Sölvi Björn Sigurðsson. Vafalítið hafa miklu fleiri höfundar sem núna eru með bók tengingu við Suður- land og eru þeir þá hér með beðnir afsökunar á að ekki sé á þá minnst. Þeir mega þá senda póst á ritstjórn DV og þeirra verður þá kannski get- ið næst. Bjarni Harðarson er líklega kunnastur þessara þriggja þótt Gyrðir sé þekktastur fyrir árang- urinn á ritvellinum. Bjarni er bók- sali á Selfossi en hann er fæddur í Hveragerði og alinn upp í Laugarási í Biskupstungum. Hann sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn frá því eft- ir kosningar 2007 fram til haustsins 2008 þegar hann sagði af sér þing- mennsku. Aðdragandinn að því var ansi vandræðalegur en eins og flest- ir væntanlega muna tengdist það tölvupósti sem Bjarni sendi óvart á alla stærstu fjölmiðla landsins. Bókin sem Bjarni sendir nú frá sér heitir Svo skal dansa og er lýst sem skáldsögu um baráttu kvenna, hetjusaga hinna snauðu og ættar- saga hinna ættlausu. Sagan hefst seint á 19. öld í óvenjulegu gistihúsi við hálendisbrúnina rétt hjá Reykja- vík og lýkur um hundrað árum síð- ar í Efstasundinu og Houston, Tex- as. Bjarni byggir söguna á harðri en ævintýralegri lífsbaráttu formæðra sinna en allar þurftu þær að yfir- gefa börn sín. „Hann sýnir hér á sér óvænta hlið í skáldsögu sem er harmræn og gleðileg í senn; heill- andi óður til horfinna kvenna,“ eins og segir í kynningartexta Verald- ar sem gefur bókina út. Gagnrýn- endur hafa líka verið hrifnir af bók Bjarna. Í dómi í Fréttablaðinu fékk bókin fjórar stjörnur af fimm mögu- legum og á Pressunni fékk hún þrjár stjörnur af þeim fjórum sem í boði voru. Þótt þetta séu mjög góðir dómar hafa nýjustu bækur Gyrðis Elíasson- ar verið að fá enn betri krítík. Gyrðir býr í Hveragerði þar sem hann hefur haft aðsetur síðustu ár. Eftir því sem blaðamaður kemst næst á hann þó ekki ættir að rekja til Suðurlands en Gyrðir er fæddur í Reykjavík og al- inn upp á Sauðárkróki. Samkvæmt bokmenntir.is er hann hins vegar Austfirðingur að ætt. Milli trjánna og Nokkur almenn orð um kulnun sólar heita bækurn- ar sem Gyrðir sendi frá sér í haust; sú fyrrnefnda er smásagnasafn en hin er ljóðabók. Milli trjánna hef- ur fengið sérstaklega góða dóma, fékk fjóra og hálfa stjörnu hér í DV nýverið og hálfri stjörnu betur, eða fullt hús, í Fréttablaðinu. Gagnrýn- andi DV sagði bókina eina af bestu bókum Gyrðis og taldi hana bera þess merki að hann hlyti að vera að nálgast hátind sinn sem höfund- ur. Eigum við ekki bara að segja að andrúmsloftið í Hveragerði hafi eitthvað með það að gera? Þriðji höfundurinn, Sölvi Björn, er langyngstur þessara þriggja sem hér eru nefndir eða rétt rúmlega þrítugur. Hann sendi frá sér sínu fyrstu bók fyrir níu árum, ljóðabók- ina Ást og frelsi, og hefur síðan þá gefið út fjögur skáldverk til viðbót- ar. Fyrsta skáldsaga Sölva var Radío Selfoss sem kom út 2006 og eins og nærri má geta er Sölvi frá bænum sem getið er í titlinum en flutti þó frá Selfossi ellefu ára að aldri. Nýjasta bók hans, Síðustu dag- ar móður minnar, fjallar um Dáta Willyson, 37 ára gamlan mann sem snúinn er aftur í móðurhús. En þeg- ar Mamma (skrifað með stóru m-i í bókinni) greinist með illvígan sjúk- dóm og tarotspilin boða ekki bata heldur ævintýr er lífi mæðginanna snúið á hvolf. Bókin er það nýkomin út að enn hafa engar umsagnir birst um verkið. Þess ber að geta að Sölvi hef- ur einnig látið til sín taka í þýðing- um. Þegar hann var einungis 22 ára gamall komu út eftir hann þýð- ingar á sonnettum enska skáldsins Johns Keats sem að sögn kunnugra er enginn hægðarleikur að þýða. Þá þýddi Sölvi bókina Árstíð í helvíti eftir Frakkann Arthur Rimbaud sem kom út í fyrra og var bæði tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna og Menningarverðlauna DV. Auk þessara þriggja höfunda væri hægt að nefna Steinunni Sig- urðardóttur sem síðast þegar DV vissi til átti afdrep á Selfossi. Hún hefur þó dvalist lengstum í Frakk- landi og Þýskalandi síðustu ár. Þá má nefna Sjón til sögunnar sem einn þeirra rithöfunda sem tengjast Suðurlandi, þótt hann taki ekki þátt í bókaflóðinu að þessu sinni. Hann hefur haft aðgang að húsi nokkru á Eyrarbakka þar sem hann eyðir ófáum stundum í skriftir. Og fyrst nefndur er höfundur sem ekki tekur þátt í flóðinu í ár er rétt að minnast þess höfundar sem líklega er fræg- asti og virtasti höfundur sem Suð- urlandið á eitthvað í. Það er Þór- bergur Þórðarson sem fæddur var og uppalinn á Hala í Suðursveit. Þótt hann sé ekki ennþá að senda frá sér bækur, enda lést Þórbergur árið 1974, kemur hann fyrir í bók- um annarra. Sú nýjasta í þeim hópi er seinni hluti ævisögu meistarans sem Pétur Gunnarsson hefur ritað. Fyrra bindið kom út fyrir tveimur árum og síðari hlutinn er væntan- legur í verslanir. kristjanh@dv.is Miðvikudagur 18. nóvember 200924 suðurland Sunnlendingar Bókaflóðið árlega og fræga æðir nú fram af álíka krafti og Ölfusá og Þjórsá til samans. Sunnlendingar eiga sína fulltrúa þar eins og aðrir. Kristján Hrafn Guðmundsson kynnir þá hér til sögunnar. í bókaflóðinu Gyrðir Elíasson Er búsettur í Hveragerði. Gyrðir sendir frá sér tvær bækur þetta haustið. Sölvi Björn Selfyssingurinn ungi sendir nú frá sér sitt fimmta frumsamda verk en Sölvi hefur einnig verið nokkuð afkastamikill í þýðingum. MYND BraGi Þór JóSEfSSoN Þórbergur Þórðarson Líklega þekktasti og virtasti rithöfundur Sunnlendinga. Bjarni Harðarson Hefur nú skrifað söguna Svo skal dansa sem hann kallar „skáldsögu úr veruleikanum“. MYND SiGtrYGGur ari JóHaNNSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.