Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 28
„Helsti vandi okkar og áhyggjuefni er landbrotið. Við teljum að gerð varnar- garðs milli sjávar og byggðar þoli ekki öllu lengri bið,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í Mýrdalshrepps, í samtali við DV. Sveinn sendi Kristjáni Möller sam- gönguráðherra bréf í lok sepember vegna málsins þar sem ástandið er rakið. Þar segir að fáum hafi komið til hugar að þróunin gæti orðið sú sem raunin er. Barnaskóli hafi verið byggð- ur í 500 metra fjarlægð frá frá fjöru- borði árið 1970 og íþróttavöllur fáum árum síðar í 300 metra fjarlægð frá fjöruborði. Ráðherra er því næst gerð grein fyr- ir því að í illviðrum eftir 1990 hafi mjög brotið af landinu og allt að 30 metra landræma hafi tapast árlega. Aðeins eru nú um 240 metrar frá skólamannvirkjum til sjávar og um 110 metrar frá íþróttavelli til sjávar. Fjörukamburinn, sem aldan og brim- ið lemur á, er nú aðeins í 180 metra fjarlægð frá skólamannvirkjunum og aðeins í um 50 metra fjarlægð frá íþróttavellinum. Yfirvofandi hættuástand „Nú er svo komið að mannvirki geta verið í beinni hættu á komandi vetri og því algerlega nauðsynlegt að hefja framkvæmdir við sjóvarnir strax í byrjun næsta árs,“ segir í brefinu. Ennfremur segir að Mýrdælir hafi sýnt einstakt langlundargerð meðan 40 hektarar lands hafi horfið í hafið fyrir framan þorpið. Þeir hafi treyst því að áætlanir ríkisins um sjóvarnir og kostnað þar að lútandi stæðust og þorpið yrði varið áður en bein hætta steðjaði að. „Sveitarstjórn Mýrdalshrepps krefst þess að sjóvörn við Vík verði sett í forgang við ákvörðun fjármagns til framkvæmda ársins 2010 enda varðar málið öryggi íbúanna,“ segir í niðurlagi bréfsins. EkkErt framlag Enn til varnargarða Sveinn segir að ástandið hafi nú legið fyrir í 15 ár. Árið 1994 hafi verið dregin varnarlína þar sem verja skyldi landið með hefðbundnum grjótgarði. Kostn- aður við fyrsta hlutann er áætlaður 240 milljónir króna og það er tals- verð fjárhæð. „Framkvæmdin er ekki inni á fjárlögum og rúmast ekki inn- an hefðbundinna fjárveitinga Sigl- ingastofnunar til sjóvarna. Því yrði að hækka fjárveitingar til sjóvarna sem þessu nemur árið 2010.“ Heimamenn áætla að gerð nýs íþróttavallar kosti 150 milljónir króna en einnig eru fráveitumannvirki talin í yfirvofandi hættu. Ógnir Elda og hafs Óhætt er að segja að Mýrdælir í Vík séu umluktir ógnandi náttúruöflum. Skammt undan er hafið sem hakk- að hefur í sig 40 hektara lands undan byggðinni á 40 árum. Ofan byggðar- innar trónir Mýrdalsjökull og Katla, sem ekki hefur bært á sér áratugum saman. „Katla hefur hægt um sig og dreg- ur frekar úr virkni ef eitthvað er,“ segir Sveinn sveitarstjóri. „Það var landris í Goðabungu í vestanverðri Kötluskál- inni. Úr þessu risi hefur dregið og jafnvel er um hjöðnun að ræða. Fyr- ir 10 árum varð hlaup í Jökulsá á Sól- heimasandi. Sumir telja að það megi rekja til eldvirkni undir jökli en aðrir setja þetta ekki endilega í samband við neitt slíkt. Þetta er vaktað með kerfisbundnum hætti. Sameiginleg almannavarnanefnd Vestur-Skafta- fellssýslu og Rangárvallasýslu kem- ur að þessu. Starfsemin hefur verið samræmd og áætlanir allar varðandi Kötluhlaup. Hefðbundinn farvegur þess er um Mýrdalssand austan jök- uls en hugsanlega gæti það farið nið- ur Markarfljót. Almannavarnanefnd- in er nú að gera samkomulag við björgunarsveitirnar á svæðinu. Þetta samkomulag verður kynnt fljótlega. Það tryggir að sveitirnar samræmi að- gerðir og vinni samhent. Miðvikudagur 18. nóvember 200928 suðurland „Nú er svo komið að mannvirki geta verið í beinni hættu á komandi vetri og því algerlega nauðsyn- legt að hefja framkvæmdir við sjóvarnir strax í byrjun næsta árs.“ Landbrotið er slíkt við Vík í Mýrdal að nú eru einungis 200 metrar frá strönd að íþrótta- og skólamannvirkjum staðarins. Árið 1971var hálfur kílómetri að hafinu. Heimamenn telja að nú geti mannvirkin verið í beinni hættu geri aftakaveður og því algerlega nauðsynlegt að hefjast handa við gerð varnargarða eftir áramót. mannvirkií beinni hættu Reynisdrangar Þótt ferðamönnum þyki tilkomumikið að ganga fjöruna við Vík í Mýrdal sjá þeir sjaldnast hafið í sínum versta ham. Nú sýnist heimamönnum sem bein hætta steðji að mannvirkjum. Sveitarstjórinn „Framkvæmdin er ekki inni á fjárlögum og rúmast ekki innan hefð- bundinna fjárveitinga Siglingastofnunar til sjóvarna. Því yrði að hækka fjárveitingar til sjóvarna sem þessu nemur árið 2010,“ segir Sveinn Pálsson. Mýrdalsjökull Skjálftavirkni í Mýrdalsjökli er vöktuð og almannavarnir eru þrautæfðar vegna hugsanlegs eldgoss í Kötlu og hamfarahlaups til sjávar. Loftmynd af Vík Línur, sem dregnar eru utan strandarinnar, sýna hversu mikið hefur tapast af landi síðan 1971. Glöggt má sjá hversu mjög hafið hefur brotið land í átt að skólamannvirkjunum. Hlustaðu á okkur á netinu: www.963.is Sendu okkur línu á 963@963.is eða í síma 4 800 963 Ný vetrardagskrá á Suðurland FM 96,3 Partývaktin - öll laugardagskvöld frá kl. 21 - 01 með Daníel Hauk. Úrvalið - öll þriðjudagskvöld frá kl. 20 - 22 með Davíð Sig. Sígildir sunnudagar - alla Sunnudaga frá kl. 9 - 11 með Davíð Sig. Á hvað hlustar þú...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.