Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 7
fréttir 18. nóvember 2009 miðvikudagur 7
Ein stærsta líkamsræktarkeðja ver-
aldar hefur áhuga á að kaupa World
Class á Íslandi. Þetta fullyrðir Jón-
ína Benediktsdóttir, líkamsræktar-
og viðskiptafrömuður, en hún hefur
verið fengin til að undirbúa jarðveg-
inn fyrir hugsanleg kaup keðjunnar.
Rekstrarfélag World Class, Þrek
ehf., var komið í greiðsluþrot og
gjaldþrot þess var skammt undan.
Til að bjarga rekstri líkamsrækar-
stöðvarinnar ákváðu eigendurnir,
Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir,
að færa hann undir aðra kennitölu,
nánar tiltekið yfir til móðurfélags-
ins, Lauga ehf. Móðurfélagið tapaði
talsverðum fjármunum á síðasta ári
en samkvæmt ársreikningi má sjá
tap upp á nærri 300 milljónir króna.
Þá er félagið nokkuð skuldsett vegna
tækjakaupa stöðvarinnar.
Ekki rétta leiðin
Jónína telur eðlilegt, sökum erfiðrar
fjárhagsstöðu fyrirtækisins, að nýj-
um eigendum og nýju fjármagni sé
hleypt að. Hún útilokar ekki að nú-
verandi eigendum verði boðið að sjá
um reksturinn. „Þeirra rekstur fór í
þrot og því er eðlilegt að hleypa nýju
fjármagni og nýjum eigendum að.
Sjálf hef ég ekki beinan áhuga á því
að reka World Class því ég er á fullu
í öðrum góðum og skemmtilegri
málum. Ég gæti hugsað mér að sitja
í stjórninni en ekki meira. Núver-
andi eigendur eru auðvitað að reyna
að vernda sinn hag og bjarga sjálf-
um sér en fyrirtækið stendur illa eft-
ir slæmar ákvarðanir. Það segir mér
það að þau vilja vera áfram í rekstri
en það er eðlilegt að almenningur
setji spurningamerki við þetta. Það
getur síðan vel verið að þessi eig-
endahópur vilji ráða núverandi eig-
endur í vinnu. En kennitöluflakk er
ekki rétta leiðin því þá hefði ég verið
til í að kunna það trix á sínum tíma
þegar ég fór á hausinn. Þá var ég
með margar stöðvar í rekstri og það
var bara ein þeirra sem dró mig í kaf.
Það hvarflaði hins vegar aldrei að
mér að setja hana undir aðra kenni-
tölu. Kennitöluflakkið er ekki snið-
ugt og nýir eigendur þurfa að koma
að þessu,“ segir Jónína.
Hefur milligöngu
„Það er alls ekki ég sem vil kaupa
stöðvarnar en ég hef verið beðin
um að vera milligönguaðili fyrir al-
þjóðlega risakeðju. Þetta er í gegn-
um góðan sænskan vin minn frá því
í gamla daga. Þessi keðja er mjög
sterk. Eigandann þekki ég mjög vel
og hann er mjög sterkur.“
Aðspurð segir Jónína það mjög
mikilvægt að fá erlent fjármagn til
landsins en vill ekki gefa upp hverj-
ir kaupendurnir áhugasömu eru.
Hún segist hafa fengið umboð hinn-
ar fjársterku líkamsræktarkeðju til
að koma viðræðum af stað og afla
gagna um reksturinn. „Ég verð að
hafa það sem leyndarmál hverjir
þetta eru. Þennan bransa þekki ég
vel og veit að þessir aðilar hafa ver-
ið að gera það mjög gott. Ég hef í
nokkra daga reynt að ná í einhvern
hjá bönkunum en það virðist vita-
vonlaust. Á svona tímum geta þeir
ekkert leyft sér svona hægagang því
tíminn er peningar. Staðreyndin er
sú að það er hópur sem hefur áhuga
á að kaupa World Class og ég er að
reyna að undirbúa jarðveginn,“ seg-
ir Jónína.
Reynt var að ná í Björn Leifsson
við vinnslu fréttarinnar en án árang-
urs.
Jónína Benediktsdóttir, líkamsræktar- og viðskiptafrömuður, leiðir hóp erlendra fjárfesta sem vilja kaupa
líkamsræktarstöðvar World Class á Íslandi. Hennar hlutverk er að undirbúa jarðveginn en hún getur út frá
reynslu sinni hugsað sér að sitja í stjórninni.
JÓNÍNA BEN VILL WORLD CLASS
TrausTi HafsTEinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Ég hef í nokkra daga
reynt að ná í einhvern
hjá bönkunum en það
virðist vitavonlaust. Á
svona tímum geta þeir
ekkert leyft sér svona
hægagang því tíminn
er peningar.“
Leiðir hóp Jónína reynir að
undirbúa jarðveginn fyrir kaup
erlendra fjárfesta á World Class.
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Nálastungudýnan
gefur þér aukna orku og vellíðan
Verslunin er opin virka daga frá kl. 9 -18
Opið laugardaga fram að jólum frá kl. 11-16
• Dregur úr vöðvaspennu
• Höfuð- háls- og bakverkjum
• Hefur góð áhrif gegn streitu
• Er slakandi og bætir svefn
Shakti Original 10.750 kr. Shakti Light 9.750 kr.