Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Blaðsíða 6
6 miðvikudagur 18. nóvember 2009 fréttir „Við tökum þetta að sjálfsögðu al- varlega og bregðumst við þessu. Ef uppi eru grunsemdir um aðila sem ítrekað hefur reynt í sama hverfinu þá viljum við finna viðkomandi. Við biðjum foreldra endilega um að gefa okkur nánari lýsingar eða upplýsingar,“ segir Árni Þór Sig- mundsson, stöðvarstjóri í Grafar- vogi. Tvívegis hefur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verið tilkynnt um dularfullan mann í bláum bíl í Grafarvogi, nánar tiltekið í húsa- hverfinu, sem reynir að lokka ung- ar stúlkur upp í bíl til sín með því að bjóða þeim nammi. Það var síðast á föstudag sem maðurinn reyndi að tæla unga stúlku úr Húsaskóla til sín þegar hún var á leið úr leik- fimi. Áður hafði dularfullur mað- ur, á bláum bíl, reynt að tæla ung- ar stúlkur í bílinn við sundlaug Grafarvogsbúa og það reyndi hann einnig með nammipoka við hönd. Í báðum tilvikum var lögreglu til- kynnt um atburðina án þess að við- komandi væri handsamaður. Aðspurður segir Árni Þór mikil- vægt að lögreglan fái sem gleggstar lýsingar á atburðum. Hann bend- ir á að lögreglan sé að skoða svip- að mál í nágrenninu, þar er leitað að dularfullum manni á hvítum sendiferðabíl sem reynt hefur að lokka börn inn í bílinn. „Venjulega erum við mjög vakandi yfir svona perratilkynningum. Við erum með svipað mál til rannsóknar í Grafar- holti og höfum áhyggjur af manni þar sem reynir að bjóða börnum upp í bíl. Lýsingarnar eru hins veg- ar mjög óljósar,“ segir Árni Þór. trausti@dv.is Úr bílnum Í Grafarvogi og Grafarholti er leitað dularfullra manna sem reyna að lokka börn í bíla. Dularfullir menn í Grafarvogi og Grafarholti reyna að tæla börn inn í bíl: Lögreglan leitar barnaperra „Ég get ekki verið ánægð með fram- komu hans, allra síst í ljósi þess að hann er bróðir minn en hann virð- ist hafa gleymt þeirri staðreynd ein- hvers staðar á leiðinni,“ segir Ásta Hrönn Björgvinsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri World Class á Ak- ureyri og hálfsystir Björns Leifssonar, eiganda World Class á Íslandi. Ásta Hrönn og Björn eru hálf- systkini, sammæðra, og ólust upp á sama heimilinu þar til þau fluttu að heiman. Síðar stofnuðu þau sam- an fyrirtækið Þrekhöllina ehf. sem hélt utan um heilsuræktarstöðina World Class á Akureyri. Ásta Hrönn var framkvæmdastjóri fyrirtækisins og sá alfarið um rekstur stöðvarinn- ar sem hófst síðla árs 1997. Í ein sex ár stýrði Ásta Hrönn fyrirtækinu og er það leið undir lok vildi hún meina að Björn, litli bróðir hennar, skuldaði henni laun. Fjölskyldan í málarekstri Svo fór að Ásta Hrönn stefndi Birni fyrir ógoldin laun og hið sama gerðu börnin hennar sem störfuðu á lík- amsræktarstöðinni. Í lok maí í fyrra var fyrirtæki Björns dæmt til að greiða systurbörnum hans launin. Máli Ástu Hrannar var vísað frá og er hún búin að gefast upp á samskipt- um við litla bróður sinn. „Hann er bróðir minn og var dæmdur til að greiða systurbörnum sínum laun. Við stofnuðum fyrirtæki saman. Ég rak fyrirtækið og fékk aldrei greidd laun fyrir mína vinnu. Það er ekk- ert flóknara. Hann skuldar mér al- veg fullt, laun sem samsvara nærri sex ára vinnu. Upphæðin er ansi há,“ segir Ásta Hrönn. Í janúar síðastliðnum féll svo dómur í máli eiginmanns Ástu Hrannar gegn fyrirtæki Björns en hann krafðist launa fyrir vinnu við stofnun líkamsræktarstöðvarinn- ar World Class í Laugum. Fór eigin- maðurinn fram á rúmar 20 milljónir króna fyrir vinnuframlag sitt á árun- um 2001 til 2004 við stofnun stöðv- arinnar í Laugum. Björn vann mál- ið fyrir dómstólum. „Hann vann við að koma Laug- um á koppinn og fékk ekkert greitt. Okkar deilur standa enn yfir og hann vílar ekki fyr- ir sér að láta fólk vinna fyrir sig án þess að borga. Ég, og við, erum því mið- ur í þeirri stöðu að geta ekkert gert og hann kemst bara upp með það að borga ekki,“ segir Ásta Hrönn. Dregur úr einkaneyslu? Nú var svo komið að rekstrarfélag World Class, Þrek ehf., var komið í greiðsluþrot og gjaldþrot var skammt undan. Til að bjarga rekstri líkams- rækarstöðvarinnar var hann færður undir aðra kennitölu, nánar tiltek- ið yfir til móðurfélagsins, Lauga ehf. Viðskiptamannahópurinn er kom- inn yfir á þá kennitölu og World Class heldur áfram. Móðurfélagið tapaði reyndar tals- verðum fjármunum á síðasta ári en samkvæmt ársreikningi má sjá tap upp á nærri 300 milljónir króna. Engu að síður greiddi Björn sér út sex milljóna arð það ár. Í ár gaf hann dóttur sinni þriggja milljóna króna bíl í afmælisgjöf, þakklætisvott fyrir vel unnin störf hjá fyrirtækinu, og þá reisir hann 150 fermetra glæsibú- stað við Þingvallavatn. Bústaður- inn er skráður á móðurfélagið en Björn hefur opinberlega lýst því yfir að ekki sé víst að hann komi sjálfur til með að gista í bústaðnum. Í helg- arviðtali við DV nýverið viðurkenndi hann að eiga í fjárhagserfiðleikum, að kennitölu fyrirtækisins hefði verið breytt og fullyrti að þau hjónin hefðu dregið úr einkaneyslu sinni. Viðtalið las Björn yfir og samþykkti fyrir birt- ingu. Borgar ekki „Björn er greinilega enginn fjöl- skyldumaður, það er ljóst. Ég vildi bara að hann gerði upp við mig. Það þýðir ekkert að biðla til hans eða tala við hann. Hann mætir ekki einu sinni á sáttafundi sem hafa verið boðaðir.“ Ástu Hrönn finnst mjög sorglegt að þurfa að standa í svona leiðinleg- um deilum við litla bróður sinn og segist ekkert skilja í honum að borga ekki skuldir sínar við fjölskyldu- meðlimi. Aðspurð segir hún fjár- málavanda og nýlegt kennitöluflakk World Class ekki hafa komið sér á óvart. „Þetta kom mér ekkert á óvart,“ segir hún. „Ég er stóra systir hans og því er þetta mjög leiðinlegt en hann virðist voða ánægður með þetta. Fyr- ir mér er Björn ekki til lengur,“ segir Ásta Hrönn. Þrátt fyrir tilraunir náðist ekki í Björn við vinnslu fréttarinnar. Sakaður um að skulda Bjössi er sakaður um að skulda fjölskyldu- meðlimum háar fjárhæðir og systir hans af- neitar honum sem bróður. Ásta Hrönn Björgvinsdóttir, hálfsystir Björns Leifssonar eiganda World Class, afneit- ar litla bróður sínum. Þau eru hálfsystkini en voru alin upp saman. Ásta hefur þurft að ræða við bróður sinn í gegnum dómstóla þar sem hún, eiginmaður hennar og systk- inabörn Björns hafa öll höfðað mál gegn honum vegna meintra skulda. SYSTIR BJÖSSA AFNEITAR HONUM „Björn er greinilega enginn fjölskyldumað- ur, það er ljóst. Það þýðir ekkert að biðla til hans eða tala við hann. Hann mætir ekki einu sinni á sáttafundi sem hafa verið boðaðir.“ TrauSTi haFSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Sár systir Ásta Hrönn er leið yfir framkomu litla bróður síns. Greiðslustöðvun deCODE DeCODE, móðurfélag Íslenskr- ar erfðagreiningar, hefur sótt um greiðslustöðvun í Banda- ríkjunum en Íslensk erfðagrein- ing verður seld til bandaríska félagsins Saga Investment. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækis- ins, sagði í morgunvakt Rásar 2 í gær að lítið annað verði eftir í deCODE Genetics en erlendar skuldbindingar. Starfsemi fyr- irtækisins hafi að mestu verið bundin við Íslenska erfðagrein- ingu að undanförnu og starf- semin flust að mestu leyti frá Bandaríkjunum til Íslands. Í lok júní námu eignir fyrirtækisins 7,4 milljörðum króna en skuldir á sama tíma 39 milljörðum. Gísli skili vottorði Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi Frjálslynda flokksins í borg- arstjórn Reykjavíkur, hefur sett fram beiðni um að borgarfull- trúar skili inn heilbrigðisvottorði sem sýni fram á að þeir séu hæf- ir til starfa í borgarstjórn. Ólafur F. þurfti sjálfur að skila inn slíku vottorði eftir að hann sneri aft- ur til starfa eftir veikindafrí en hann hefur barist við þunglyndi. Ólafur F. segist bera fram þessa tillögu eftir að Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, sagðist í frétt í DV ekki hafa vitað af einnar milljónar króna styrk frá Baugi. Vill hann að Gísli skili inn vott- orði vegna minnisleysis. Féll fram af svölum Karlmaður var fluttur á gjör- gæsludeild Landspítalans í nótt eftir að hafa fallið fram af svöl- um í Grafarholti í nótt. Varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu gat litlar upplýsingar veitt um málið en staðfesti þó að maðurinn hefði fallið fram af svölum og málið væri komið til rannsóknardeildar. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlög- regluþjónn í rannsóknardeild, kannaðist ekki við að málið væri komið inn á borð rannsóknar- deildar. Eignir Baldurs kyrrsettar Eignir Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, hafa verið kyrrsettar að kröfu sérstaks sak- sóknara í tengslum við rann- sókn á meintum innherjavið- skiptum Baldurs þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbank- anum skömmu fyrir hrun. Stöð 2 greindi frá því í kvöldfréttum sínum í gær að embætti sérstaks saksóknara hefði fengið kyrr- setningu á eignum Baldurs Guð- laugssonar vegna söluandvirðis hlutabréfanna í Landsbankan- um sem Baldur seldi 17. sept- ember 2008. Þá seldi hann hlutabréf í bankanum fyrir á annað hundrað milljónir króna. Um er að ræða kyrrsetningu á sömu fjárhæð og Baldur seldi fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.