Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Side 40
Miðvikudagur 18. nóvember 200940 suðurland Kúalaug Laugin er um tvo kílómetra frá Geysi. Fólksbílafært er að henni og bundið slitlag nema síðustu tvo kílómetrana. Mög viðkvæmt umhverfi er í kringum laugina. Hægt er að leggja frá sér föt á grasi allt í kring um hana. Laugin er uppspretta sem myndar holu í jörð- ina og aðeins að litlu leyti stífluð með grjóti. Vatnið kemur upp um botn hennar og er hitastig þess 43°C en ofar í lauginni um 39°C. Aðeins 3–5 geta baðað sig í einu. Jarð- vegsbotn er í lauginni og gruggast vatnið því aðeins við notkun. Frekar mikll þörungagróður er í lauginni. Hrunalaug Laugin er um þrjá til fimm kílómetra frá Flúðum. Leiðin er fólksbílafær nema síðustu metrarnir. Í raun er um tvær laugar að ræða. Sú efri og stærri er hlaðin úr grjóti inn í bakkann með malarbotni. Vatnið streymir upp um botninn innst í lauginni og er rennsl- ið 3,3 sekúndulítrar. Vatnið úr þess- ari laug streymir síðan í gegnum lít- inn kofa og inn í steypta þró framan við hann. Mun hún hafa verið not- uð til fjárbaða. Botn hennar er einnig steyptur. Um 6–8 manns gætu rúmast í aðallauginni en aðeins tveir í þrónni. Hægt er að hafa fataskipti í kofanum en aðstaðan er frumstæð með kofann opinn á tvo vegu og laugarlækinn í gólfinu. Þar inni er þó bekkur þar sem hægt er að leggja frá sér fötin. Ekkert grugg er í vatninu og mjög lítið af þör- ungum en talsvert magn neðan laug- arinnar. Notkun laugarinnar til baða er í óþökk landeigenda. Heitur læKur í Klambragili Laugin er um sjö kílómetra frá Hvera- gerði í Reykjadölum sem ganga inn af Djúpagili sem opnast inn í fjallgarð- inn norðan við Kambana. Ekið er upp í gegnum Hveragerði, fram hjá hest- húsahverfinu, eins langt og komist verður. Farið er yfir Hengladalsána og gengið upp Rjúpnabrekkur yfir háls- inn og ofan í Reykjadal. Þetta er mjög skemmtileg gönguleið. Ofarlega í dalnum skiptir Ölkelduhnjúkur dal- verpinu og koma lækir fram með sitt- hvorri hlið þess. Sá eystri er aðeins 8°C heitur en sá vestari um eða yfir 70°C. Heitari lækurinn kemur úr Klambra- gili en baðstaðurinn er oftast kennd- ur við það. Eftir að lækirnir sameinast verður til hlýr, vatnsmikill lækur þar sem hitasstigið er 35-40°C á alllöngum kafla. Hitastigið og þar með heppileg- asta staðsetningin í læknum til baða Víða kraumar heitt vatn á Suðurlandi. Þar er hægt að baða sig í náttúrulegum laugum, litlum sem stórum og hafa gaman af. Heitar laugar á suðurlandi Seljavallalaug mynd Bragi Þór JóSefSSon Starfsmannaferðir - Aðventuferðir - Jólahlaðborð Í tilefni af 40 ára starfsafmæli Guðmundar Tyrfingssonar ehf höfum við ákveðið að framlengja 40% afmælisafsláttinn. Hafðu samband og við skipuleggjum ferð fyrir þinn hóp. Guðmundur Tyrfingsson ehf. www.gtyrfingsson.is - S: 568 1410/ 482 1210 - gt@gtbus.is - Grænir og góðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.