Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2009, Síða 2
2 miðvikudagur 18. nóvember 2009 fréttir Fjárfestingafélag Jóns Helga Guð- mundssonar og barna hans, Straum- borg, tapaði tæplega átta milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar var hagnaður félagsins tæplega 2,4 milljarðar árið á undan. Viðsnúning- urinn á milli ára er því rúmir 10 millj- arðar króna. Þetta kemur fram í árs- reikningi félagsins sem var skilað til ríkisskattstjóra 5. nóvember síðast- liðinn. Jón Helgi er eigandi Norvikur- samstæðunnar sem meðal annars á Krónuna, Nóatún, Elko, Byko og Húsgagnahöllina. Hann er stjórnar- formaður Straumborgar og stærsti hluthafinn með tæplega 50 prósenta eignarhluta. Straumborg er útrásar- armurinn í veldi Jóns Helga, ef svo má segja, og heldur utan um eignir hans í útlöndum. Hulduauðmaður Tiltölulega lítið hefur farið fyrir Jóni Helga í umræðunni á Íslandi fyrir og eftir efnahagshrunið. Þetta er merki- leg staðreynd þar sem Jón Helgi er einn umsvifamesti fjárfestir á Íslandi. Sennilega er Jón Helgi sá næststærsti í smásölu í landinu á eftir Baugsveldi Jóns Ásgeirs og fjölskyldu, sem hrikt- ir í svo um munar nú um stundir. Umsvif Jóns Helga sjást meðal ann- ars á því að eignir Straumborgar eru metnar á rúma 42 milljarða króna samkvæmt ársreikningnum. Þá á vit- anlega eftir að taka með allar aðrar eignir Jóns Helga. Ein skýring á því hversu lítið hef- ur verið rætt um Jón Helga kann að vera sú að hann hefur ekki tekið neinn þátt í því gjálífi útrásarinnar sem svo mikið hefur verið sagt frá í fjölmiðlum á liðnum árum heldur hefur hann haldið sig frá kastljósinu að mestu. Engum blöðum er þó um það að fletta að Jón Helgi tók þátt í ís- lensku útrásinni - og gerir enn ólíkt langflestum öðrum íslenskum auð- mönnum, líkt og starfsemi Straum- borgar sýnir. Útrás Jóns Helga kann því að vera sú síðasta sem enn stend- ur yfir á vegum íslenskra auðmanna. Átti stóran hlut í Kaupþingi Ein helsta ástæðan fyrir tapi félags- ins á árinu 2008 er sú að Straumborg og dótturfélag þess, Ares fjárfesting- arfélag ehf., áttu hlutabréf í Kaup- þingi sem yfirtekinn var af Fjármála- eftirlitinu í október 2008, samkvæmt ársreikningnum. Eignir Straumborg- ar í skráðum hlutabréfum á íslenska markaðnum, meðal annars bréfin í Kaupþingi, voru metnar á ríflega 22 milljarða króna í árslok 2007. Í árs- lok 2008 er eignin skráð sem 0 krón- ur. Tap félagsins af þessum hluta- bréfafjárfestingum nemur rúmlega 14 milljörðum króna samkvæmt árs- reikningnum. Um þennan þátt í starfsemi Stra- umborgar segir í ársreikningnum: „Á meðal fjárfestinga félagsins eru eignir í bankageiranum og hefur verðmæti þessara eigna rýrnað á ár- inu út af fjármálakreppunni. Félagið átti verulega eign í Kaupþingi sem hrundi á árinu og var yfirtekið af ís- lensku ríkisstjórninni. Út af þessum aðstæðum skilar félagið tapi á árinu.“ JÓN HELGI TAPAÐI ÁTTA MILLJÖRÐUM IngI F. VIlHjÁlmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Risinn sem læðist Fjárfestingafélag Jóns Helga Guðmundssonar var stór hluthafi í Kaupþingi og á banka í Rússlandi og Lettlandi. Jón er einn stór- tækasti fjárfestir landsins en hefur verið lítið í umræðunni fyrir og eftir hrunið. Fjárfestingafélag hans Straumborg á í erfiðleikum með að standa í skilum samkvæmt ársreikningi félagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.