Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 11
n Hvenær var samþykkt að Íslendingar borguðu Icesave? Í lok ágúst á síðasta ári samþykkti Alþingi ríkisábyrgð á Icesave-reikning- unum með efnahagslegum fyrirvörum. Í nóvember 2008 hafði Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, gefið vilyrði þess efnis. n Hvers vegna borga Íslendingar Icesave? Rammalöggjöf Evrópusambandsins um innstæðutryggingar segir fyrir um að það ríki sem banki er frá, beri að tryggja að lágmarki ríflega 20 þúsund evrur á hverjum innlánsreikningi. Þetta gildir jafnt um banka Í heimalandinu og útibú bankanna annars staðar á svæðinu. Þessi rammalög voru innleidd í íslensk lög árið 1999. Deilt er um hvort þau gildi í kerfishruni eins og átti sér stað á Íslandi. n Hvert fóru innistæður Breta og Hollendinga sem voru á Icesave-reikningunum? Á þessu stigi málsins er ekki hægt að vita það með vissu. Líklegt er þó að Lansdbankinn hafi greitt inn á gömul lán sem hann skuldaði. Bankinn fjármagnaði sig að mestu með innlánum. Auk þess voru Icesave-innistæður notaðar í fjárfestingar og útlán Landsbankans, bæði hér heima og erlendis. Stærstu lántakendur Landsbankans voru Baugur og Novator. n Hversu mikið kostar Icesave deilt niður á hvern Íslending? Ef eignir Landsbankans duga fyrir helmingi Icesave-skulda má gera ráð fyrir því að um 490 milljarðar falli á Íslendinga. Það jafngildir að um 1,5 milljónir falli á hvert einasta mannsbarn á Íslandi. Ef eignir Landsbank- ans duga upp í 75 prósent af skuldunum fellur um 1,1 milljón króna á hvern Íslending. n Hversu mikið kostar Icesave fyrir ríkissjóð í heildina? Í heildina er talið að Icesave-skuldin nemi um 600 til 700 milljörðum króna, en á móti kemur að eignir Landsbankans ganga upp í þessar skuldir. Óvíst er hversu mikið endurheimtist, en bjartsýnustu spár gera ráð fyrir því að eignir Landsbankans muni duga fyrir Icesave-skuldum og þá séu vaxtagreiðslur eftir. Algengt mat er að eignir Landsbankans dugi fyrir helmingi Icesave-skulda. n Hvaðan fær ríkið peninga til að borga Icesave? Vonast er til þess að eignir Landsbankans dugi til að greiða að minnsta kosti helming og allt upp í 95 prósent af höfuðstól Icesave-skuldarinnar að frádregnum vöxtum. Í millitíðinni þarf íslenska ríkið að borga tugi milljarða króna í vexti árlega, sem koma af skattfé. Gjaldeyrislán frá AGS og Norðurlöndum á ekki að nota til að borga þessar skuldir. n Hefur Icesave áhrif á lán ríkisins frá Norðurlöndum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Bretar og Hollendingar hafa áður beitt sér í alþjóðastofnunum gegn Íslendingum og lánin frá AGS og Norðurlöndum voru háð samþykki Breta og Hollendinga. Bretar og Hollendingar geta beitt sér fyrir því að hindra afgreiðslu AGS á meðan Icesave-málið er í hnút. n Hvenær fer þjóðaratkvæðagreiðslan fram? Áður en þjóðar- atkvæðagreiðsla getur farið fram þarf að kalla saman þing til þess að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslur. Það kallar á fjölmörg úrlausar- nefni, til dæmis hvort aukinn meirihluta þurfi til að fella frumvarp og hvort setja þurfi lög um lágmarksþátttöku í kosningunum. Í 26. grein stjórnarskrárinnar segir að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram eins fljótt og auðið er, algengt viðmið er að ekki megi líða meira en tveir mánuðir, en þó ekki minna en fjórar vikur. n Hefur forsetinn raunverulega heimild til að synja lögum staðfestingar? Forseti Íslands hafði aldrei notað málskotsrétt sinn fyrr en Ólafur Ragnar beitti honum í fjölmiðlamálinu árið 2004. Forsetinn túlkar 26. grein stjórnarskrárinnar sér í hag, þar sem segir: „Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Þetta ákvæði er þó langt frá því að vera óumdeilt. n Geta Bretar og Hollendingar gert eigur Íslendinga upptækar vegna Icesave? Það er mjög ólíklegt, en ekki útilokað. Eiríkur Bergmann Evrópufræðingur bendir á að ef milliríkjadeila er farin í mjög hart getur hvað sem er gerst. valgeir@dv.is Spurt og svarað um Icesave 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 11 FORSETINN VELDUR UPPNÁMI komulags við stjórnvöld í Hollandi og Bretlandi, en þau fela í sér viður- kenningu Íslendinga á skuldbinding- um sínum. Þau lög voru samþykkt á Alþingi með aðkomu fjögurra þing- flokka eins og tilgreint var í yfirlýs- ingu forseta 2. september 2009. - Nú fær þjóðin valdið og ábyrgðina í sínar hendur,“ segir í yfirlýsingu forsetans frá því í gær. Beðið viðbragða viðsemjenda Þá ríkir einnig óvissa um viðbrögð hollenskra og breskra stjórnvalda, en frá því í lok nóvember síðastlið- ins hafa þau haft heimild til þess að gjaldfella lán sín vegna Icesave-inn- stæðutrygginganna. Sá möguleiki er fyrir hendi að þau geri slíkt og höfði mál til greiðslu Icesave-skuldarinnar óháð þeim samningi sem lögfestur hefur verið, meðal annars um 7 ára greiðslufrest. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að hollensk og bresk stjórn- völd taki þá afstöðu að enginn samningur sé fyrir hendi úr því lög- in hafi ekki verið staðfest af forseta og geri viðeigandi ráðstafanir í sam- ræmi við það. Við slíkar aðstæður hefðu Íslendingar í raun ekkert að kjósa um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það reynir því talsvert á stjórn- völd að halda sjó næstu daga og vikur gagnvart Bretum og Hollend- ingum sem þegar hafa látið í ljós óánægju og efasemdir um ákvörð- un forsetans þrátt fyrir að hann hafi vonast til þess að ákvörðunin legði grunninn að góðri sambúð við allar þjóðir. Það þykir með öðrum orð- um mjög brýnt að koma Icesave- málinu í öruggt skjól. Loks hefur verið gagnrýnt að í milliríkjasamningum um Icesa- ve-skuldbindingarnar skuli láns- kjör ekki aðeins fest í lög af þjóð- þinginu heldur hugsanlega einnig með þjóðaratkvæðagreiðslu. Það bindi hendur þingsins síðar meir til þess að endursemja um lánskjörin ef aðstæður breytast. Auk þess geti erlendir viðsemjendur hengt sig í niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu telji þeir það hagsmunum sínum til framdráttar. „Ákvörðun Ólafs Ragn- ars hefur legið í loftinu í þröngum hópi manna í nokkra daga sam- kvæmt heimildum DV.“ „Við höfum verið að kalla eftir því að nýta þetta tækifæri sem nú gefst til samstöðu til að leysa Icesa- ve-málið sem okkur hefur fund- ist vanta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins. Hún segir að Ólaf- ur Ragnar Grímsson hafi með synj- un sinni verið samkvæmur sjálfum sér. Hann telji sig hafa þennan rétt. Þorgerður segist hafa orðið fyr- ir vonbrigðum með ákvörðun rík- isstjórnarinnar um að samþykkja Icesave-lögin án þess að reyna að ná samstöðu um málið. Því sé það kjörið tækifæri til samstöðu. Þannig verði þjóðin sáttari við það en hún er í dag. Hún telur að ríkisstjórnin hafi ekki enn stutt málstað Íslands í Ic- esave-málinu á erlendri grund þrátt fyrir að vera búin að sitja í næstum því heilt ár. Vitað var að ákvörðun forsetans um synjun yrði Íslandi erfið erlendis fyrstu dagana. Utanríkisráðuneytið verði að sýna að það sé ekki upp á punt. Það verði að vinna að hagsmunum Íslands á erlendri grund. Enginn tali efna- hagslega hagsmuni Íslands niður nema ríkisstjórnin sjálf. Að mati Þorgerðar voru við- brögð ríkisstjórnarinnar við ákvörð- un forsetans óvenju hörð og svart- sýn í gær. „Ég vona að við náum að komast upp úr þeim skotgröfum sem ríkisstjórnin fór strax í á sín- um fyrsta blaðamannafundi eftir ákvörðun forsetans. Hú var óhemju pirruð,“ segir hún. Það skipti máli að farið verði í þjóðaratkvæða- greiðlsu af yfivegun og með það að leiðarljósi að málið verði leyst með samvinnu. Allir verði að koma að sátt málsins. Hún undirstrikar að sjálfstæðismenn séu reiðubúnir að vinna að lausn málsins. Það verði að nýta tækifærið núna. „Við höfum ítrekað það að þetta mál snýst ekki um ríkisstjórnina og við höfum ekki krafist þess að ríkisstjórnin fari frá vegna þessa máls,“ segir Þorgerður að lokum. as@dv.is ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR, VARAFORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS: Óvenju pirruð ríkisstjórn Upp úr skotgröfunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, telur að ríkisstjórnin hafi strax farið ofan í skotgrafir sem hún þurfi að komast upp úr. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.