Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 5
FRÉTTIR 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 5 Áform um allt að 290 íbúða byggð í landi Laugardæla norðan Selfoss eru í uppnámi og útlit fyrir millj- arða króna tap VBS fjárfestingar- bankans á verkefninu. Einn stærsti fjárfestirinn og hvatamaðurinn að verkefninu er Ferjuholt ehf., sem meðal annars var í eigu Engilberts Runólfssonar verktaka. VBS fjár- festingarbankinn lánaði félaginu hátt í þrjá milljarða króna. Land Laugardæla er nú veðsett VBS fyr- ir um 4 milljarða króna samkvæmt heimildum DV. Heimildarmenn DV furða sig á viðskiptum VBS við Runólf sem á langan brotaferil að baki. Þann 3. janúar 2006 fjallaði DV ítarlega um þennan feril sem teygir sig aft- ur til ársins 1991. Engilbert hefur meðal annars afplánað dóma fyrir fíkniefnabrot, ólöglega vopnaeign, fjársvik og skjalafals. Alls eru raktir sjö dómar yfir honum í umfjöllun blaðsins. Engilbert var einnig við- riðinn uppkaup á gömlum húsum við Hverfisgötu og Laugaveg um og upp úr miðjum áratugnum sem talsvert var fjallað um í fjölmiðlum. Góðærisáform Land Laugardæla er upp með Ölf- usá og liggur að landi Selfyssinga. Íbúar Laugardæla óskuðu eftir því að sameinast Árborg fyrir um fjór- um árum. „Ég held að fyrir þeim í Laugardælum vaki mikil uppbygg- ing á landi sínu, bæði íbúðabyggð og lóðir fyrir atvinnustarfsemi,“ sagði Stefanía K. Karlsdóttir, þá- verandi bæjarstjóri, í samtali við mbl.is 12. ágúst árið 2006. Nærri 290 íbúða byggð var aug- lýst og deiliskipulögð snemma árs 2007 í landi Laugardæla rétt sunnan við fyrirhugað nýtt brúar- stæði yfir Ölfusá. Aukið verðmæti landsins helgaðist meðal annars af fyrirhugaðri brú. Hún hefur ekki enn komist á framkvæmdaáætl- un Vegagerðarinnar. Aðeins hefur verið lögð stofnbraut frá Selfossbæ inn í fyrirhugaða byggð í Laugar- dælum. Ekkert bólar hins vegar á frek- ari framkvæmdum þótt bygging- arlandið, alls um 150 hektarar, hafi verið deiliskipulagt. Frá því í febrúar árið 2007 hafa liðlega 130 hektarar landsins í eigu Ferjuholts ehf. verið veðsettir VBS fjárfestingarbankanum fyrir 2,7 milljarða króna. Ferjuholt var að 78 prósentum í eigu JB Byggingar- félags og Fremdar ehf. að 22 pró- sentum, en það félag er í eigu VBS. Krosseignatengsl eru á milli þess- ara félaga og VBS. Annað félag, Laugardælir ehf., var skrifað fyrir nærri 18 hekturum landsins. VBS tók einnig áhættuna með þessu félagi sem var að hluta í eigu Njáls Skarphéðinssonar og Fremdar sem áður er getið og er í eigu VBS. Landið er veðsett VBS fyrir nærri 800 milljónir króna. VBS í vanda? Ljóst má vera að tap VBS vegna Laugardælaverkefnisins getur hlaupið á milljörðum króna ef ekki bregður til betri tíðar í bygg- ingastarfsemi og verklegum fram- kvæmdum. VBS fjárfestingar- bankinn hefur sérhæft sig í að fjármagna verklegar framkvæmdir og eru tryggingar einkum sóttar í fasteignir eða land. Jón Þórisson, forstjóri VBS, kom orðum að eftirköstum banka- hrunsins og vanda VBS í árs- skýrslu fyrir árið 2008: „Mest eru áhrifin á eignasafn bankans en eins og kunnugt er hefur bankinn í árafjöld sérhæft sig í fjármögn- un mannvirkja og verklegra fram- kvæmda og er því nokkuð stór hluti lánasafns tengdur verkefnum á fasteignamarkaði. Eftir mjög ít- arlega yfirferð á lánasafni bankans varð það niðurstaðan að lánasafn- ið yrði fært niður um ríflega 6,8 milljarða króna. Staða afskrifta- reiknings nemur því nú um 21,6 prósentum af heildarútlánum. Ekki er þar með sagt að sú fjárhæð sé endanlega töpuð.“ Á annað þúsund veðskuldabréf tengd Laugardælaverkefninu voru samkvæmt heimildum DV seld inn í eignastýringu hjá einstaklingum eða fóru að veði inn í viðskipta- bankana eða Seðlabanka Íslands. Stóru viðskiptabankarnir og Seðla- banki Íslands eiga því væntanlega kröfur á VBS vegna veðskuldabréf- anna sem endanlega gætu orðið til þess að þeir hirtu hektarana 150 í landi Laugardæla upp í skuld. Veð sem gufa upp JB Byggingarfélag ehf. á hlut að máli eftir að Engilbert Runólfs- son eignaðist félagið í gegnum Innova ehf. og síðar Eignarsmára ehf. Eignarsmári er aftur félagið sem stofnaði Ferjuholt ehf. utan um Laugardælalandið ásamt VBS. Félagið Eignarsmári ehf. var tek- ið yfir af JB Byggingarfélagi árið 2007. Á bak við þessi viðskipti stóðu meðal annars Engilbert og VBS. Kaupverð félaga á snærum Engilberts á JB Byggingarfélaginu er ekki gefið upp en samkvæmt heimildum DV nemur það veru- legum fjárhæðum, eða nær 10 milljörðum króna. Skuldir vegna JB Byggingarfélags og Engilberts eru ívið minni, eða um 8 milljarð- ar króna, samkvæmt heimildum DV. JB Byggingarfélag ehf. er ekki starfandi lengur og er í raun á valdi lánardrottna. Félagið byggði og seldi íbúðir fyrst og fremst en sem kunnugt er fraus sá markaður í kjölfar bankahrunsins. Ekkert bólar hins vegar á frekari fram- kvæmdum þótt bygg- ingarlandið, alls um 150 hektarar, hafi ver- ið deiliskipulagt. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is VBS TÓK ÁHÆTTU MEÐ MARGDÆMDUM MANNI VBS fjárfestingarbanki kann að tapa milljörðum króna á byggingaráformum við Sel- foss sem eru að engu orðin. VBS tók meðal annars áhættu með Engilbert Runólfssyni verktaka en hann hefur afplánað dóma fyrir stórfelld brot, meðal annars fíkniefna- brot og fjársvik. VBS afskrifaði nærri 7 milljarða króna í fyrra vegna útlána. Verktaki með vafasama fortíð VBS fjárfestingarbankinn tók áhættu með félögum á snærum Engilberts Runólfssonar varðandi uppbyggingu í landi Laugardæla við Selfoss. Stór áform sett í salt Hverfi fyrir nærri 290 íbúðir var skipu- lagt í landi Laugardæla við Selfoss og það veðsett fyrir nærri 4 milljarða króna. VBS gaf út á annað þúsund veðskuldabréf fyrir milljarða króna með tryggingum í Laugardælaverkefninu. Stórfellt tap blasir nú við bankanum. Börn sleppa betur en áður Slysum á börnum í umferðinni hefur stórfækkað síðustu ellefu ár. Þetta kemur fram í tölum sem Umferðarstofa hefur tek- ið saman. Til marks um þetta hefur ekkert barn undir fjórtán ára aldri látist í umferðarslysi síðustu tvö árin. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var. Þannig létust til dæmis sex börn í umferðarslysum árið 1997. Síðustu þrjú árin hafa fimmt- án manns látist í umferðarslys- um að meðaltali hvert ár. Árin þar á undan höfðu 24 látist í um- ferðarslysum að meðaltali. Fjórir dópaðir undir stýri Lögreglumenn á Akureyri höfðu óvenju mikið að gera fyrstu helgi ársins við að stöðva ökumenn sem grun- aðir voru um að keyra bíl undir áhrifum fíkniefna. Alls voru fjórir stöðvaðir af þeim sökum og á einum þeirra fannst „lítilræði af ætluðu örvandi efni“ eins og því er lýst í dagbók Lögreglunnar á Akureyri. Annar ökumaður reyndist svo hafa 40 grömm af kannabisefnum í bíl sínum og sagðist hafa ætlað að neyta þeirra sjálfur. Vilja hugsa vel um börnin Borgarfulltrúar samþykktu ein- róma tillögu frá borgarfulltrú- um vinstri-grænna um að árið í ár verði tileinkað velferð barna í Reykjavík. Tillagan var lögð fram á borgarstjórnarfundi á þriðju- dag og þrátt fyrir að flokkarnir væru ekki alls kostar sammála um allar áherslur og skilgrein- ingar lögðu allir borgarfulltrú- ar áherslu á að gera sitt besta til að forgangsraða í þágu barna og velferðar þeirra við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir árið. Nýr strætó fyrir nýjan háskóla Umhverfis- og samgöngu- ráð Reykjavíkurborgar sam- þykkti á þriðjudag að setja á fót sérstaka strætisvagnaleið milli Hlemms og Háskólans í Reykjavík sem verið er að reisa í Vatnsmýri. Nýja leið- in er númer 16 og fer á milli Hlemms og Nauthólsvíkur á fimmtán mínútna fresti. Fyrir er ein strætisvagnaleið sem gengur að Háskólanum í Reykjavík, það er leið 19 sem gengur á hálftíma fresti. Fyrsti vagninn byrjar að ganga á leið 16 næsta mánu- dag, þegar kennsla hefst í nýj- um húsakynnum Háskólans í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.