Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 19
Hver er maðurinn? „Hannes Óli Ágústsson heiti ég og er leikari.“ Hvað drífur þig áfram? „Þörfin til að kanna hið óþekkta og skapa list.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég bjó í Seljahverfinu til 15 ára aldurs. Flutti þá á Nýbýlaveginn í Kópavogi og bjó þar til sirka 23 ára aldurs.“ Við hvað lékstu þér helst í æsku? „Fótboltinn, handboltinn og He-Man voru ofarlega á dagskrá en ég var einnig mikill lestrarhestur og kvikmyndafíkill. Ég lærði að lesa þriggja ára þannig að menning af öllum toga hefur verið vinsæl.“ Ertu sáttur við þau viðbrögð sem Áramótaskaupið hefur fengið? „Það er ekki annað hægt. Fólk er í skýjunum yfir þessu öllum saman og það er alltaf jákvætt.“ Hvenær uppgötvaðir þú þennan hæfileika að geta leikið Sigmund Davíð svo vel? „Það var nú eiginlega félagi minn sem benti mér á að ég væri ansi líkur honum. Aðstandendur Skaupsins fréttu það og þá fór ég að æfa mig. Ég tók svo upp prufuvídeó og fattaði þá hversu vel ég næði honum.“ Draumahlutverkið? „Það hlutverk sem ég er að sinna hverju sinni. Þó að það sé margt sem maður væri til í að gera.“ Ertu framsóknarmaður? „Nei, en afi minn var mjög harður framsókn- armaður.“ Hvað finnst þér um að forsetinn hafi ákveðið að samþykkja ekki Icesave-frumvarpið? „Ég er enn þá að melta það. Ég held að hann hefði átt að gera það en það eru margar hliðar á þessu máli. Er ekki 100 prósent andvígur því að hann skyldi sleppa því en tel að óvissan gæti jafnvel verið verri.“ Hvað er fram undan í leiklist- inni? „Á föstudaginn er ég að frumsýna nýtt leikrit í Norræna húsinu sem heitir Munaðarlaus. Eftir það er ég nokkuð frjáls. Ætli maður endi ekki aftur á bótum.“ FERÐ ÞÚ Á ÚTSÖLURNAR? „Ég er ekki búinn að fara. Ég veit ekki hvort ég fer, það gæti vel verið.“ ÁGÚST FREYR MARTIN, 26 ÁRA ÖRYRKI „Já, ég fór í Kringluna en gerði ekki góð kaup.“ HARPA EGGERTSDÓTTIR 39 ÁRA, VINNUR Í BÓKHALDI „Nei, ég fer kannski seinna í mánuðin- um.“ JÓHANN FRÍMANSSON, 39 ÁRA ÖRYRKI „Ég bý úti á landi og hef ekki farið á neinar útsölur enn. Ég ætla að kíkja á þær.“ EYRÚN GUNNARSDÓTTIR, 53 ÁRA SVEITAKONA DÓMSTÓLL GÖTUNNAR HANNES ÓLI ÁGÚSTSSON sló heldur betur í gegn í hlutverki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, í Áramótaskaupinu. Hannes lærði að lesa þriggja ára og var mikið fyrir He-Man. Hann er ekki framsóknar- maður þó að afi hans hafi verið það. EKKI FRAMSÓKNAR- MAÐUR „Nei, ég ætla ekki að fara.“ KRISTÍN SVAVARSDÓTTIR 50 ÁRA HEIMAVINNANDI HÚSMÓÐIR MAÐUR DAGSINS Ísland hefur látið af illræmdu ráð- herraræði. Þjóðin beitti valdi sínu síðastliðið vor og kaus sér nýtt lög- gjafarþing. Nokkrir kjörnir fulltrúar stjórnarliða vildu í kjölfarið leggja niður flokksræðið þegar blés gegn sannfæringu þeirra á þingi og heimt- uðu að sérhver þingmaður fengi að vera sinn eigin flokkur með sína eig- in stefnuskrá sem stundum er kölluð sannfæring. Nú er vald þjóðarinnar, sem eitt sinn var hjá guði og síðan kónginum, komið til Ólafs Ragnars Grímssonar þjóðkjörins forseta Íslands. Hann er orðinn stjórnvald að vilja þjóðarinn- ar og stjórnarskrárinnar. Þjóðin hefur tekið upp forseta- ræði. Hvernig fer forsetinn með vald sitt? Hann notar það til að vísa valdinu aftur til þjóðarinnar. Málið er komið í hring. Allt í nafni lýðræðisins sem nú er að leggja Kali- forníuríki á hliðina. Hátt á fjórða tug milljóna Kaliforníubúa hafa nefni- lega þann háttinn á að bera allt milli himins og jarðar undir atkvæði. Allt væri það vel ef íbúar þverneituðu ekki staðfastlega að samþykkja til- lögur um skattahækkanir eða aðr- ar álögur til að halda uppi velferð eða öryggi borgaranna. Því er nú svo komið að Kaliforníuríki undir stjórn vöðvatröllsins Arnolds Schwarzen- egger er á hvínandi kúpunni. Berum vextina undir þjóðaratkvæði Nú verður það borið undir at- kvæði þjóðarinnar hvort Ísland eigi að greiða skuld við Hollendinga og Breta fyrir 2024 á 5,5 prósenta vöxt- um með gjaldfresti til ársins 2016 og hvaðeina. Kannski ætti þjóðin frekar að fá að kjósa um sjálfa synjun forsetans á staðfestingu Icesave-laganna frá 30. desember síðastliðnum. Spurt er: Var rétt af forseta Íslands að synja Ice asve-lögunum staðfestingar? Já ( ) , Nei ( ). Annars hafa vísir lögfræðing- ar bent á að nú sé Ólafur Ragnar Grímsson forseti orðinn stjórnvald, sama þótt það stjórnvald styðjist við stjórnarskrá enda er hún ekkert annað en lagafyrirmæli. Forsetinn hafi gefið út eins konar stjórnvalds- tilskipun þegar hann synjaði Iceave- lögunum staðfestingar. Þá blasir sem sagt við að unnt er að kæra þessa stjórnvaldsaðgerð, höfða mál fyrir dómstólum. Þannig sé ríkisstjórninni í lófa lagið að kæra þá ákvörðun Ólafs Ragnars að vísa Icesave-víxlinum til þjóðarinnar. Þar getur málið mallað um langa hríð og Steingrímur J. getur þá í næði gengið frá málum við Hollendinga og Breta með fyrirvara um að ein- hvern tíma verði kveðinn upp hæsta- réttardómur um gildi ákvörðunar forsetans. Góður stuðningsmaður forsetans um langa hríð sagði í eyru þess sem þetta ritar að nú væri hann farinn að misnota stjórnarskrána og ákvörð- un hans væri geðþóttaleg og snéri að hans eigin skinni eftir smán útrásar- ævintýrisins. Á þetta verður ekki lagður dóm- ur. En fjári er hart fyrir litla og þjáða þjóð að vera ofurseld duttl- ungum tveggja manna, Davíðs Oddssonar og Ólafs Ragnars Gríms- sonar, sem báðir vilja endurreisa æru sína og bjarga eigin skinni. Má það kosta hvað sem er? Þjóð beri ábyrgð á sjálfri sér En í nafni víðsýni, lýðræðis, gagnsæ- is og göfugs ásetnings: Á ákvörðun Ólafs Ragnars getur verið allt önnur hlið. Veruleikann má skoða frá mis- munandi sjónarhólum. Ólafur Ragnar veit hversu erfitt hefur verið að breyta stjórnskipan landsins. Þar hefur Sjálfstæðisflokk- urinn staðið í vegi fyrst og síðast og vísað til hefða og festu. Ólafur Ragnar veit manna best hversu illa þroskuð þrískipting valds- ins er hér á landi. Hann gagn- rýndi á dögunum hversu ósjálf- stæðir dómstólarnir væru í litla sæta kunningjaþjóðfélaginu með flokksskírteinin. Ólafur Ragnar veit hversu illa er haldið á réttindum borgar- anna í þessu landi, jafnvel lág- marks mannréttindum. Kannski gerði hann sér ágæta grein fyrir því að ákvörðunin, sem hann tók í gær, kynni að falla í grýttan jarðveg um all- ar jarðir. En nauðsynlegt væri að hirta þjóðina, ala hana upp, þroska lýðræðisvilja hennar, koma henni í skilning um það í eitt skipti fyrir öll að hennar sé ábyrgðin; þjóð- in verði á endanum að þroska með sér viljann til upplýsing- ar sem er undirstaða lýðræðisins og mark- aðarins. Hún megi ekki alltaf varpa ábyrgðinni á aðra, fulltrúa sína. Eða jafnvel forsetann. Forsetaræðið íslenska KJALLARI MYNDIN 1 Fyrrverandi starfsmaður AGS reyndi að drepa yfirmann sinn Fyrrverandi hagfræðingur Alþjóðagjald- eyrissjóðsins er nú eftirlýstur af lögreglu fyrir tilraun til morðs eftir að hann skaut einn af yfirmönnum sínum. 2 Bestu brjóstin 2009 – myndir Glamúrmódelið Keeley Hazell er með mikilfenglegasta barminn að mati lesenda breska götublaðsins The Sun. 3 Avatar: Kynlífsatriðið verður á DVD-útgáfunni James Cameron, leikstjóri og handritshöf- undur stórmyndarinnar Avatar, segir að kynlífsatriðið milli Jake Sully og Neytiri verða í DVD-útgáfu myndarinnar. 4 Hommar taka myndir – myndir Marc Jacobs og Lorenzo Martone eyddu áramótunum á St. Barts og tókur þar margar myndir. 5 Rihanna fær bossaknús Söngkonan Rihanna (22) fékk bossaknús frá L.A. Dodgers-kappanum Matt Kemp í Mexíkó. 6 Gerir Gordon Brown innrás? Aðstoðarritstjóri Evrópuútgáfu Wall Street Journal, Ian Martin, telur ekki ólíklegt að Gordon Brown geri innrás á Íslandi í kjölfar Icesave-málsins. 7 Johnson & Johnson erfingi látinn Casey Johnson, erfingi Johnson & Johnson veldisins, fannst látin á heimili sínu í Los Angeles. MEST LESIÐ á DV.is JÓHANN HAUKSSON útvarpsmaður skrifar „Þjóðin verði á enda- num að þroska með sér viljann til upplýs- ingar sem er undir- staða lýðræðisins og markaðarins.“ UMRÆÐA 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 19 Íþróttaárið gert upp Ólafur Stefánsson var valinn íþróttamaður ársins á þriðjudagskvöld. Ólafur Ragnar Grímsson forseti lauk annasömum degi á verðlaunahátíðinni. MYND RAKEL ÓSK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.