Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 15
Byggið upp sparnað Ingólfur H. Ingólfsson, fjármála- ráðgjafi hjá Spara.is, bendir á að bankarnir séu orðnir óragir við að bjóða óverðtryggð lán með nei- kvæðum raunvöxtum. Ríkissjóður sé auk þess að gefa út óverðtryggð ríkisbréf, það sé nýmæli og ef til vill merki um stöðugleika. Hann bend- ir á að þeir sem taki óverðtryggð lán taki vaxtaáhættu en þeir sem taki verðtryggð lán taki verðbólgu- áhættu. „Spurningin er bara hvora áhætt- una fólk vill. Svo eru til verðtryggð lán með breytilögum vöxtum, sem er galið,“ segir hann. Ingólfi finnst úrræði bankanna á vissan hátt já- kvæð. Bankarnir séu tilbúnir að koma til móts við lántakendur um skuldbreytingar. „Hins vegar get- ur þetta verið skammgóður vermir vegna mögulegrar verðbólgu, hárra vaxta og þess háttar,“ segir Ingólfur sem hvetur fólk til að nota það svig- rúm sem kann að skapast með lægri greiðslubyrði til að spara. „Ekki létta greiðsluna til þess eins að auka neysluna, heldur til að byggja upp sparnað. Það er svo um að gera að nota svigrúmið til að greiða niður lánin sín eins hratt og mögulegt er. Þá gætu þessar leiðir orðið mjög farsælar fyrir fólk,“ út- skýrir Ingólfur og bætir við að að öðrum kosti sé einungis verið að fresta vandanum. BLEKKINGAR BANKANNA NEYTENDUR 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 15 Er tappinn fastur? Náðir þú aldrei tappanum úr kampavínsflöskunni um áramótin? Gott húsráð, ef tappinn er óhreyfanlegur, er að verma flöskustútinn yfir vatnsgufu eða undir heitum krana. Gættu þín á því að láta innihaldið ekki hitna, sér í lagi ef innihaldið er dýrmætt. Blikkmótin hreinsuð Oft fellur á eldhúsbúnað úr blikki, þannig að hann verður ljótur og lítur út fyrir að vera óhreinn. Gott ráð er að sjóða blikkform í hálftíma í sterku sódavatni ásamt einhverjum gömlum ónýtum álhlut (til dæmis gömlu loki). Skolið hlut- ina á eftir og þurrkið. Samanburður á heildargreiðslum lántaka, miðað við þær leiðir sem bankarnir bjóða. Miðað er við gengistryggt lán sem var 13,4 milljónir króna þegar það var tekið í október 2006. Lánið er reiknað út með LIBOR vöxtum ásamt 3% vaxtaálagi lánveitenda. Gert er ráð fyrir 2% árlegri hækkun erlendu gjalmiðlanna, jens og franka. Upphaflegt lán Lán án aðgerða Greiðslujöfnun Arion banki Íslandsbanki Landsbanki Frjálsi fjárfest. Hagsmunas.h. Vextir (%) 3,9 3,9 GJV 4,0** 6,0* 7,0* 6,0* 7,0 Afsláttur x x 30,0 25,0 27,0 Afborgun 17,4 31,0 31,0 22,4 23,3 22,7 23,1 15,5 Vextir + verðbætur 7,5 14,8 38,8 20,5 25,6 20,8 25,1 24,2 Greiðslur alls (m.kr.) 24,9 45,8 69,8 42,9 48,9 43,5 48,2 39,7 *Þetta miðast við að vextir haldist óbreyttir (6-7%) út lánstímann. **GJV=Greiðslujöfnunarvísitala BYGGT Á ÚTREIKNINGUM FRÁ HAGSMUNASAMTÖKUM HEIMILANNA Heildargreiðslur gengisláns Upphaflegt lán Lán án aðgerða Greiðslujöfnun Arion banki Íslandsbanki Landsbanki Frjálsi fjárfest. Hagsmunas.h. Vextir (%) 3,9 3,9 GJV 4,0 6,0 7,0 6,0 7,0 Afsláttur x x 30,0 25,0 27,0 Afborgun í m.kr. 1,7 3,7 1,2 1,3 1,2 1,3 1,2 1,1 Vextir + verðbætur 1,5 3,3 3,5 3,9 4,7 3,9 4,6 2,1 Greiðslur alls (m.kr.) 3,2 7,0 4,7 5,2 5,9 5,2 5,8 3,2 *Þetta miðast við að vextir haldist óbreyttir (6-7%) út lánstímann. **GJV=Greiðslujöfnunarvísitala BYGGT Á ÚTREIKNINGUM FRÁ HAGSMUNASAMTÖKUM HEIMILANNA Greiðslubyrði fyrstu þrjú árin Heildargreiðslur lánanna Í greinargerð Hagsmunasamtaka heimilanna segir að úrræðin sem varða erlendu lánin geti falið í sér mikla tímabundna lækkun mánaðarlegra afborgana. Greiðslurnar lækki mikið til að byrja með en engin leið líti þó vel út þegar litið sé til heildargreiðslubyrði af 25 ára láni. Þannig nemi heildargreiðslur af 13,4 milljóna króna gengisláni, sem tekið var í október 2006, á bilinu 43 til 70 milljónum króna, eftir því hvaða leið er farin. Leið Arion banka og Landsbanka kemur best út en þar nema heildargreiðslur „aðeins“ um 43 milljónum króna, eins og sjá má í efri töflunni. Ef gengið hefði ekki farið á versta veg hefðu heildargreiðslur af þessu erlenda láni numið 17,4 milljónum króna. Greiðslurnar eru því í sumum tilvikum þrefaldar á við það sem upphaflega stóð til, miðað við eðlilega gengisþróun. „Í reynd er þetta keppni um það hver býður bestu vextina.“ Bankarnir Hagsmunasamtökin benda á að afsláttur bankanna sé aðeins tímabundinn. Þeir nái allri eftirgjöf til baka þegar líður á samningstímann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.