Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 24
GRÉTAR RAFN BJARTSÝNN Grétar Rafn Steinsson, landsliðsmaður og leikmaður Bolton í ensku úrvalsdeildinni, segir nýjan þjálfara liðsins hafa traustar stoðir til að byggja á. Gary Megson var rekinn í síðustu viku og er Owen Coyle, stjóri Burnley, að taka við liðinu. Bolton hefur farið af- leitlega af stað á árinu og er við fallsvæðið. Leikur liðsins hefur þó skánað að undanförnu og er liðið taplaust í fimm leikjum í öllum keppnum. „Við erum með marga spennandi leikmenn og nýr þjálfari fær marga möguleika. Við stóðum okkur ágætlega í desem- ber þrátt fyrir að sigrarnir væru ekki eins margir og við hefðum viljað. En að vera taplausir í gegnum allan mánuðinn segir allt sem segja þarf um styrk hópsins okkar,“ segir Grétar Rafn. Handknattleiksmaðurinn magnaði Ólafur Stefánsson var í gærkvöldi kjörinn íþróttamaður ársins 2009. Þetta er annað árið í röð sem Ólafur hampar titlinum og annað árið í röð sem hann fær fullt hús stiga. Alls er þetta í fjórða skiptið sem Ólafur hlýt- ur nafnbótina íþróttamaður ársins. Ólafur er 36 ára gamall og er áfram sá þriðji elsti sem hlotið hefur titilinn. Ólafur fór eins og venjulega á kostum með liði sínu Ciudad Real á Spáni og vann nær alla titla sem í boði voru. Annað árið í röð lék hann gífurlega stórt hlutverk í úrslitarimm- unni í meistaradeildinni og leiddi lið sitt til sigurs yfir feikisterku liði Kiel. Hann lék þó engan landsleik á árinu þar sem hann var í fríi frá landsliðinu. Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen varð í öðru sæti og knattspyrnukonan Þóra B. Helga- dóttir í þriðja sæti. Fjórða varð svo Helena Sverrisdóttir sem hefur tvö undanfarin ár verið í ellefta sæti. tomas@dv.is Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins 2009: FULLT HÚS ANNAÐ ÁRIÐ Í RÖÐ UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON, tomas@dv.is 24 MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 2010 DEILDARBIKAR FRESTAÐ n Báðum viðureignunum í und- anúrslitum deildarbikarsins sem áttu að fara fram á þriðjudag og miðvikudag var frestað vegna fann- fergis. Black- burn og Ast- on Villa áttu að mætast á þriðjudaginn og Manchest- er-liðin degi síðar. Leik City og United var frestað til 19. janúar en vegna þess þurfti að fresta deildarleik Manchester United og Hull. Þarf knattspyrnu- sambandið því að finna tíma til að troða honum inn á annars þétt tímaplan ensku liðanna. RAFA EYGIR MAXI n Argentínski kantmaðurinn Maxi Rodriguez er við það að ganga í raðir Liverpool ef marka má umboðs- mann hans. Rodriguez vill komast frá Atletico Madrid sem hefur ekkert getað á tíma- bilinu. Þarf Argentínumaðurinn að taka á sig verulega launalækk- un vilji hann spila á Anfield en sjálfur segist hann tilbúinn til þess. Maxi er sagður hafa verið í viðræðum við bítlaborgara og var hann ekki í leikmannahópi Atlet- ico um síðustu helgi. FERGUSON EKKI KÆRÐUR n Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, verður ekki kærður fyrir ummæli sín eftir bikartap Englands- meistaranna gegn Leeds um helgina. Sagði hann þar dómar- ann, Chris Foy, hefði ekki staðið sig, sérstak- lega þegar að kom uppbótartíma sem Ferguson fannst eiga að vera lengri. Var Skotinn geðstirði þó ekki talinn hafa farið yfir strikið og slapp við sitt annað bann á tímabilinu. KOLLER Í ÞRIÐJU DEILD n Tékkinn tröllvaxni Jan Koller er kominn á nýjan áfangastað á sínum annars áhugaverða ferli. Þessi 36 ára gamli fram- herji hefur yfirgefið rússneska liðið Sam- ara og samið við Cannes sem leikur í þriðju efstu deild frönsku knattspyrnunnar. „Hann vildi helst eiga rólegt líf með fjöl- skyldunni þrátt fyrir áhuga frá félögum í Þýskalandi og Kína,“ sagði umboðsmaður Kollers um vistaskiptin. „36 ára að aldri hef ég ekki lengur mikinn metnað, ég vil spila fótbolta mér til gam- ans,“ sagði Koller sjálfur. MOLAR 1. Ólafur Stefánsson – handbolti 380 stig 2. Eiður Smári Guðjohnsen – knattspyrna 187 stig 3. Þóra B. Helgadóttir – knattspyrna 164 stig 4. Helena Sverrisdóttir – körfubolti 104 stig 5. Helga Margrét Þorsteinsdóttir – frjálsar íþróttir 98 stig 6. Jón Arnór Stefánsson – körfubolti 86 stig 7. Guðjón Valur Sigurðsson – handbolti 78 stig 8. Jakob Jóhann Sveinsson – sund 63 stig 9. Björgvin Páll Gústavsson – handbolti 55 stig 10. Hólmfríður Magnúsdóttir – knattspyrna 50 stig Efstu tíu í valinu 2009 Ólafur Stefánsson Með fullt hús annað árið í röð MYND RAKEL „Menn eru bara mjög vel stemmd- ir, það er ekkert hægt að kvarta yfir því,“ segir Guðmundur Guðmunds- son, landsliðsþjálfari í handbolta, en strákarnir okkar komu til æfinga á mánudagsmorguninn. Þann 19. jan- úar hefur Ísland leik á Evrópumótinu í Austurríki þar sem það er í erfiðum riðli með heimamönnum sem Dagur Sigurðsson þjálfar, Dönum og Ser- bum, en fyrsti leikurinn er gegn þeim síðarnefndu. Guðmundur leggur mikla áherslu á að mótið sé erfitt og heldur öllum væntingum niðri eins og svo oft áður. Ísland mætir til leiks með allt að því sitt sterkasta lið þó að eitthvað sé um meiðsli í hópnum. Vongóður þrátt fyrir meiðsli Hornamaðurinn Þórir Ólafsson sem hefur farið á kostum í þýsku úrvals- deildinni í vetur og skyttan geðþekka Logi Geirsson komu báðir meiddir til leiks í sautján manna hópi Guð- mundar. Logi er tæpur vegna axlar- meiðsla en bakslag kom í bata Þóris eins og greint hefur verið frá. „Menn eru almennt í góðu formi þótt það sé misjafnt ástand á mönnum eins og gengur og gerist. Það er ákveðin óvissa með vissa leikmenn. Við von- um að Þórir verði klár í næstu viku og um sama leyti ættu mál Loga að skýr- ast. Það getur vel verið að hópurinn breytist en ég er tiltölulega vongóður með þetta,“ segir Guðmundur. Þessi meiðsli eru þó smávægileg miðað við þær raunir sem liðið gekk í gegnum í undankeppninni. Þar voru meira og minna allir silfurdrengirnir frá í mörgum leikjum en Ísland end- aði samt í efsta sæti riðilsins. „Við erum með mjög sterkan hóp og það er ágætis tilbreyting. Við vorum með ALLIR VERÐA AÐ HALDA SIG VIÐ JÖRÐINA Undirbúningur íslenska landsliðsins í handbolta er kominn á fullt en æfingar hófust á mánudaginn. Tæpar tvær vikur eru þar til Ísland leikur gegn Serbíu í fyrsta leik sínum á Evrópumót- inu í Austurríki en þar á milli verður æft stíft og leiknir fimm æfingaleikir. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari stillir öllum væntingum í hóf og leggur fyrst og fremst áherslu á að komast upp úr riðlinum. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Hershöfðingi Guðmundur er afar skipulagður þjálfari og veit hvað hann vill. MYNDIR RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.