Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 2010 FRÉTTIR Fimm stjórnarmenn Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélags henn- ar, Reykjavík Energy Investment, REI, ferðuðust fyrir tæpar sjö millj- ónir króna á síðustliðnum tveim- ur árum. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarmaður beggja félag- anna, trónir á toppnum en hún ein á nærri þriðjung alls kostnaðarins eða rúmar tvær milljónir. Misjafnt er hvort stjórnarmenn hafi farið einir út, tveir saman eða jafnvel þrír. Ferðakostnaður stjórn- armannanna fimm er að sjálf- sögðu greiddur af Orkuveitunni og REI en á þessum tveimur árum ferðuðust fulltrúarnir til tólf landa, Bandaríkjanna, Djíbútí, Englands, Eþíópíu, Filippseyja, Indó nesíu, Japans, Jemen, Noregs, Slóvakíu, Svíþjóðar og Ungverjalands. Hefði mátt spara Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orku- veitunnar, telur að allar ferðirnar sem farnar hafa verið undanfarin tvö ár séu innan eðlilegra marka og lærdómsríkar. Hann segir vissulega að í einhverjum tilvikum hefði verið hægt að spara ferða- lög. „Ferðirnar hafa án efa kom- ið stjórnarmönnunum að miklu gagni því þarna hafi fyrirtæki og aðstaða verið skoðuð sem pen- ingar hafa verið settir í. Stjórnar- mennirnir voru því að kanna hvort eitthvert vit hafi verið í því sem gert hefur verið. Það er nauðsyn- legt að skoða þau dæmi sem eru í gangi,“ segir Hjörleifur. Sigrún Elsa bendir á að aðeins sé um tvær ferðir að ræða af henn- ar hálfu á umræddu tímabili. Að- spurð hvort nauðsynlegt hafi verið að senda þrjár fulltrúa í sömu ferð- ina telur hún að svo hafi verið. „Já, ég held að það hafi verið gagnlegt en ég var eini fulltrúi minnihlut- ans og það var meirihlutans að ákveða hversu marga hann sendi. Við náðum að sjá vel starfsemina og þessi verkefni sem unnið er í eru oft á tíðum mjög langt í burtu. Fyrir mína parta hefur það gagn- ast mér mjög vel að ferðast út og kynnast verkefnunum, það er bæði mjög lærdómsríkt og gagnlegt fyrir fyrirtækin,“ segir Sigrún Elsa. Vernda spillinguna Ólafur F. Magnússon borgarfull- trúi er afar ósáttur við þennan háa ferðakostnað og hefur barist fyrir því að dregið sé úr slíkum ferðalögum. Hans skoðun er sú að Orkuveitan hafi í gegnum tíðina hagað sér eins og eyland sem ekki sé hluti af borg- inni. „Þessi ferðakostnaður er með öllu óþolandi. Ég hef iðulega vilj- að hafa þessa hluti uppi á borðin en hef ávallt mætt harkalegri andstöðu annarra borgarfulltrúa, þeim sem ég kalla 14:1 flokkinn því allir fulltrúar hinna flokkanna standa þétt sam- an í að vernda fríðindi sín. Þannig er staðið vörð um spillingu, svínarí og sóun á almannafé,“ segir Ólafur. „Með þessu er vísvitandi ver- ið að sólunda fé borgarbúa. Ég hef lengi barist gegn þessu en það hef- ur reynst mér mjög erfitt að fá svör, til að mynda frá Orkuveitunni og sem borgarstjóri mætti ég mikilli hörku þaðan þegar ég vildi fá ferðalögin upp á borðið. Borgarfulltrúarnir líta svo á að þeir hafi einhver fríðindi langt umfram aðra.“ Ekki ferðafrek Aðspurður segir Hjörleifur: „Það má alltaf ræða fram og til baka hvar TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Á toppnum Sigrún Elsa ferðaðist fyrir rúmar tvær milljónir á tímabilinu en segist alls ekki ferðafrek í störfum sínum fyrir borgina. Rúm milljón Guðlaugur fór til Englands, Japans, Noregs og Svíþjóðar á vegum Orkuveitunnar. Ferðalögin kostuðu 1,2 milljónir króna. Berst gegn spillingu Ólafur segir ferðakostnað stjórnarmannanna út í hött þar sem verið sé að sóa almannafé. Ein og hálf Kjartan ferðaðist fyrir eina og hálfa milljón til Djíbútí, Eþíópíu, Kaliforníu og Jemen. OR og REI Ásta fór líka til Eþíópíu, Djíbúti og Jemen ásamt því að fara á ráðstefnu í Ungverjalandi. Samanlagður kostnaður er rúmar 1,3 milljónir. Á tveimur árum er kostnaður Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja nærri sjö milljónir króna vegna ferðalaga stjórnarmanna. Þeir hafa ferðast til tólf landa á tíma- bilinu en mestur kostnaður hefur hlotist af ferðalögum Sigrúnar Elsu Smáradóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. FERÐAST VÍÐA FYRIR MILLJÓNIR Hvert hafa þau farið? Ár Nafn Áfangastaður Tilefni ferðar 2008 Ásta Þorleifsdóttir Jemen, Djíbútí, Eþíópía Farið með iðnaðarráðherra 2008 Kjartan Magnússon Jemen, Djíbútí, Eþíópía Farið með iðnaðarráðherra 2008 Sigrún Elsa Smáradóttir Filippseyjar, Indónesía og Djibútí Kynnisferð á virkjunarsvæði 2008 Ásta Þorleifsdóttir Búdapest Ráðstefna 2008 Guðlaugur G. Sverrisson Osló/Stokkhólmur Ráðstefna 2009 Hrólfur Ölvisson Kalifornía Fundur með Iceland America Energy 2009 Kjartan Magnússon Kalifornía Fundur með Iceland America Energy 2009 Kjartan Magnússon Galanta í Slóvakíu Aðalfundur Galantaterm 2009 Sigrún Elsa Smáradóttir Kalifornía Fundur með Iceland America Energy 2009 Guðlaugur G. Sverrisson Japan Í viðskiptasendinefnd utanríkisráðuneytisins 2009 Guðlaugur G. Sverrisson London Fundir um rafvæðingu samgangna FERÐIR Á VEGUM ORKUVEITUNNAR 2008 2009 Samtals: Ásta Þorleifsdóttir 259.414 0 259.414 Guðlaugur G. Sverrisson 161.732 1.029.242 1.190.974 Samtals: 421.146 1.029.242 1.450.388   FERÐIR Á VEGUM REI 2008 2009 Samtals: Ásta Þorleifsdóttir 1.086.500 0 1.086.500 Hrólfur Ölvisson 0 464.503 464.503 Kjartan Magnússon 840.127 701.217 1.541.344 Sigrún Elsa Smáradóttir 1.694.960 464.503 2.159.463 Samtals: 3.621.587 1.630.223 5.251.810 London Kalifornía Galanta Búdapest Osló Stokkhólmur Eþíópía Djíbútí Jemen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.