Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 27
SVIÐSLJÓS 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 27 Ný ævisaga um Warren Beatty: Í nýrri ævisögu um leikarann Warren Beatty er hann sagður hafa sængað hjá hvorki meira né minna en 12.775 kon- um. Það er rúmlega þrisvar sinnum meira en sjálfur Russell Simmons úr Kiss og klám- myndaleikarinn Ron Jeremy hafa þorað að halda fram. Bókin heitir Mr. Beatty og höf- undur hennar Peter Biskind sem segir bók- ina samþykkta af sjálfum Beatty. Talsmaður leikarans segir það hins vegar af og frá og að Beatty hafi aldrei lagt bless- un sína yfir bókina og að þar komi margt kolrangt fram. Í bókinni segir Biskind að Beatty hafi ekki misst sveindóminn fyrr en hann var tvítugur en bætt það upp með því að sofa hjá nánast öllum helstu leikkonum Hollywood þegar hann var yngri. Þær Joan Collins, Leslie Caron, Isabelle Adjani, Julie Christie, Diane Keaton og Jane Fonda eru nefndar þar á meðal. Vísindamenn gerðu rannsóknir á því hvort það væri einfaldlega mögulegt að Russell Simmons hefði sofið hjá 4.000 konum líkt og hann heldur fram. Þeir sögðu það rétt svo mögulegt og því verður að teljast mjög hæpið að Beatty hafi þrefaldað þá tölu. 12.775 KVENNA MAÐUR Warren Beatty Reyndur en varla svona reyndur. Foli Warren var sjóð- heitur á yngri árum. Myndirnar sem hafa sést undanfarið af leikkonunni Hayden Panettiere og box-heimsmeistaranum Wladimir Klitschko hafa komið flestum mjög á óvart. Nokkuð óvana- legt par svo ekki sé meira sagt. Hayden Paneti- erre er 20 ára gömul og 155 sentimetrar á hæð. Klitschko er hins vegar 33 ára gamall og 198 senti- metrar á hæð. Þau sáust láta vel hvort að öðru við sundlaug á hóteli í Miami um helgina en hvorugt þeirra hef- ur tjáð sig neitt frekar um málið. Eitt er víst að ef þau eru byrjuð saman þá ættu menn að láta það vera að reyna við stúlkuna því 47 af 56 bardögum Klitschko á ferlinum hafa endað með rothöggi. Hayden Panettiere og þungaviktarboxarinn Wladimir Klitschko: UNDARLEGT PAR Byrjuð saman? Wladimir Klitschko og Hayden Panetierre. GOTT TAK Á RIHÖNNU Rihanna er greinilega komin með nýjan kærasta sem virðist hafa gott tak á henni ... í það minnsta á afturenda hennar eins og sjá má á myndunum. Sá heppni er hafnabolta- leikmaðurinn Matt Kempgrabs sem leikur með L.A. Dodgers. Parið hefur verið í fríi saman í Mexíkó undanfarið og þau látið þar vel hvort að öðru. Matt og Rihanna Ná greinilega vel saman. Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best. Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox). Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger. BETULIC - BIRKILAUF www.birkiaska.is Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - DETOX

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.