Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 17 Frakkar dansa til morguns Skemmtanaglaðir Frakkar geta nú slett ærlega úr klaufunum því stjórn- völd hafa veitt dansstöðum leyfi til að hafa opið til klukkan sjö á morgn- ana. Með því vilja stjórnvöld eyða orðspori Frakklands sem „leiðinleg- asta landi Evrópu“, en næturhrafnar þar hafa löngum kvartað yfir því að skemmtistöðum sé lokað þar löngu fyrr en tíðkast í nágrannalöndunum. Að sögn ráðamanna er markmið- ið með leyfinu að samræma lokun- artíma víða um land, sem hingað til hefur verið ákveðinn af yfirvöldum á hverjum stað fyrir sig, og færa lokun- artíma nær því sem tíðkast í öðrum Evrópulöndum. Sandur í stað salts Vegna hins harða veturs sem frænd- ur vorir Danir hafa búið við und- anfarið er verulega farið að sjá á saltbirgðum landsins og þrír stærstu saltframleiðendur landsins hafa tek- ið upp skömmtun svo allir fái eitt- hvað. Nú þegar er víða farið að for- gangsraða vegum til söltunar. Ef vetrarhörkur verða áfram í Danmörku er hætt við að Danir neyðist til að undirbúa sig fyrir hálku á vegum. Í sumum bæjarfélögum hafa yfirvöld gripið til þess ráðs að nota sand í staðinn fyrir hið dýr- mæta salt sem að öllu óbreyttu verð- ur með öllu uppurið innan nokkurra vikna. Fimm nýir heimar Keppler-geimsjónaukinn sem fer um geiminn í leit að plánetum, í líkingu við jörðina, sem eru á spor- braut um fjarlægar stjörnur gerði sína fyrstu merku uppgötvun þegar hann fann fimm nýja heima utan sólkerfis okkar. Pláneturnar sem Keppler fann eru mun stærri en jörðin, svipaðar að stærð og Júpíter og Neptúnus, og liggja allar tiltölulega nærri móður- stjörnum sínum. Nálægðin gerir að verkum að þær eru of heitar til að á þeim þrífist nokkurt líf. Engu að síð- ur er uppgötvunin talin stórt skref í rétta átt í leitinni að heimi í líkingu við jörðina. Notkun „nektarskanna“ sem í bí- gerð er á breskum flugvöllum kann að ganga í bága við barnaverndar- lög sem banna tilbúning ósæmi- legra mynda af börnum. Baráttu- menn fyrir vernd einkalífsins fullyrða að þær myndir sem verða til með notkun skannanna séu svo skýrar að nánast sé um að ræða „sýndarnektarlíkamsleit“, og hafa þeir krafist takmarkana á notkun skannanna til að vernda einka- líf þeirra farþega sem sæta slíkri skönnun. Ríkisstjórn Bretlands stend- ur því hugsanlega frammi fyrir tveimur valkostum, annars vegar að gera undantekningu á notkun skannanna á einstaklingum undir átján ára aldri eða fresta gildistöku laga sem heimila notkun þeirra og þannig tryggja að starfsfólk flug- valla brjóti ekki af sér gagnvart lögum sem taka til barnakláms og -verndar. Þess er einnig krafist af bar- áttusamtökum fyrir vernd einka- lífsins að tryggt verði að myndir úr skönnunum, til dæmis af frægu fólki, endi ekki á netinu. Nú þegar hefur samgönguráðuneytið viður- kennt að spurningin um „barna- klám“ sé á meðal þeirra sem leit- að er lausnar á í þinginu, eftir að Gordon Brown forsætisráðherra tilkynnti á sunnudaginn um vilja sinn til að skannarnir yrðu tekn- ir jafnt og þétt í notkun á öllum breskum flugvöllum. Skannarnir, sem sýna farþega nánast nakta, kynfæri og brjósta- stækkanir, voru fyrst teknir í notk- un, til reynslu, á flugvellinum í Manchester eftir að veitt hafði ver- ið undanþága gagnvart farþegum undir átján ára aldri. Ákvörðun um undanþáguna var tekin í kjöl- far viðvörunar frá Terry Dowty hjá Action for Rights of Children, sam- tökum um réttindi barna. Dowty varaði við því að notkun skann- anna kynni að brjóta gegn barna- verndarlögum frá 1978 þar sem kveðið er á um að bannað sé að búa til ósiðlega mynd eða „óekta mynd“ af slíkum toga af barni. Nektarskanni í notkun Gagnrýnend- ur segja notkun hans ganga í bága við friðhelgi einkalífsins. MYND: AFP Ýmsar hindranir gegn notkun „nektarskanna“ í Bretlandi: Gengur gegn barnaverndarlögum Fullyrðingar um að fyrrverandi fangar Bandaríkjamanna í Gvant- anamó á Kúbu gangi í raðir al- Kaída á ný eru ekki nýjar af nál- inni. Að sögn breska dagblaðsins The Times hafa að minnsta kosti tólf fyrrverandi fangar gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin og veldur það miklum áhyggjum á Bretlandi ekki síst vegna þess að mögulega munu Bretar taka við um eitt hundrað fyrrverandi föng- um frá Gvantanamó. Flestir fanga frá Jemen Talið er nokkuð víst að Banda- ríkjastjórn takist ekki að standa við loforð um að loka fangabúð- unum þann 22. janúar, en stærstur hluti þeirra 198 fanga sem enn eru þar er frá Jemen, eða 91 talsins. Í desember snéru sex Jemenar til síns heima frá Gvantanamó og eft- ir misheppnað sprengjutilræði yfir Detroit um jólin óttast bandarísk stjórnvöld að Jemen sé að verða hreiður hryðjuverkamanna. Ellefu þeirra fyrrverandi fanga frá Gvantanamó sem vitað er að hafi gengið í raðir al-Kaída á ný fæddust í Sádi-Arabíu, en samtök- in sameinuðu þarlenda og jem- enska starfsemi sína á síðasta ári. Líkist Afganistan Að mati fjölda sérfræðinga er Jem- en vel til þess fallið að verða grið- land hryðjuverkamanna því lands- lag þar líkist landslagi í Afganistan. Í Jemen er landslagið fjöllótt, þar er mikil fátækt og samfélagið ein- kennist af ættbálkum sem lúta fáum lögum. Í síðustu viku upplýstu jemensk stjórnvöld að Hani Abdo Shaalan, Jemena sem var drepinn í loftárás 17. desember, hefði verið sleppt úr fangabúðunum á Gvantanamó árið 2007. Næstráðandi stjórnanda al-Kaída í Jemen er Said Ali al-Shi- hri og var honum einnig sleppt úr fangabúðunum árið 2007. Einnig má geta þess að Ibrahim Suleim- an al-Rubaish, sem er áberandi hugmyndafræðingur á jemensk- um al-Kaída-vefsíðum, var sleppt árið 2006. Sendiráðum lokað og þau opnuð á ný Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, hefur undanfarið viðrað áhyggjur sínar vegna vax- andi styrks al-Kaída-samtakanna í Jemen og segist sjá viðvarandi við- leitni samtakanna til að nýta land- ið sem miðstöð til árása á skot- mörk langt utan svæðisins. Bandaríkjamenn brugðu á það ráð eftir að hafa fengið hótan- ir um yfirvofandi hryðjuverk að loka sendiráði landsins í Jemen, og fylgdu nokkur vestræn ríki fordæmi þeirra. Á mánudaginn fullyrtu jem- ensk stjórnvöld að þeir liðsmenn al-Kaída sem stóðu að hótunun- um hefðu verið vegnir og í gær var sendiráð Bandaríkjanna opnað á ný eftir tveggja daga lokun. Fyrrverandi fangar frá Gvantanamó hafa gengið til liðs við al-Kaída, að sögn breska blaðsins The Times. Þetta gerist á sama tíma og Bandaríkjastjórn áformar að loka Gvantanamó. Ljóst þykir hins vegar að það tekst ekki í þessum mánuði eins og stefnt hafði verið að. AL-KAÍDA Í JEMEN FÆR LIÐSSTYRK Jemenskir hermenn Gæsla við vestræn sendiráð hefur verið hert vegna hótana al-Kaída. MYND: AFP KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.