Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 2010 FRÉTTIR Tony Blair dragbítur Háttsettir menn innan breska Verkamannaflokksins hafa viðr- að áhyggjur af því að hlutur Ton- ys Blair í rannsókninni á aðild Breta í Íraksstríðinu geri að engu vonir um að hann geti aðstoðað flokkinn í komandi þingkosn- ingum. Enn sem komið er hefur forysta flokksins ekki samþykkt nokkurt formlegt hlutverk Blair til handa, en það kann að virðast undarlegt í ljósi þess að hann fór fyrir þremur samfelldum kosn- ingasigrum flokksins. Rannsóknin á þætti Breta í Íraksstríðinu var ýtt úr vör af núverandi forsætisráðherra, Gordon Brown, og hefur opnað að nýju gjána á milli fylgis- manna Browns og Blairs, nú þegar nokkrir mánuðir eru til kosninga. Neitar sök á fjöldamorðum Helsti sakborningurinn í fjölda- morðunum sem voru framin á Filippseyjum í nóvember lýsti sig saklausan af þeim í gær. Alls var lögð fram 41 morðákæra á hendur honum, en 57 manns voru myrtir, þar af um þrjátíu fréttamenn. Saksóknarar sögðust hafa vitni sem myndu votta að sak- borningurinn, Andal Ampatuan yngri, borgarstjóri í Suður-Mag- uindanao, hefði farið fyrir yfir eitt hundrað manna vopnuðu liði og lögreglu sem stöðvaði för fórnarlambanna, neyddi þau upp á hæð þar sem þau voru skotin og husluð í fjöldagröf. Sakborningur virtist lítt snortinn þegar hann hlýddi á ákæruatriðin. Íranar skrásetja óvini sína Leyniþjónusta Írans hefur sett saman lista yfir sextíu hópa, samtök eða stofnanir sem þar- lend stjórnvöld telja vera fulltrúa fyrir „mjúkt stríð“ gegn landinu. Samkvæmt Mehr-fréttastofunni eru á listanum, meðal annarra, Open Society Institute, sem var stofnað af góðgerðafrömuðinum George Soros, Human Rights Watch-samtökin og hugmynda- bankinn Brookings Institute. Einnig er að finna á listanum fréttaveitu BBC og Voice of Am- erica, austur-evrópsku lýðræð- ismiðstöðina í Póllandi, bresku Wilton Park-stofnunina og fleiri. Íranar eru hvattir til að hafa ekk- ert „óeðlileg samband“ við þá sem nefndir eru á listanum, er- lend sendiráð og útlendinga. Öryggismál Hvíta hússins komust í hámæli þegar pari tókst að lauma sér í matarboð sem haldið var til heiðurs Manmohan Singh, forsætis- ráðherra Indlands, í nóvember. Nú hefur komið í ljós að boðflennurnar Michaele og Tareq Salahi, sem heiðr- uðu boðsgesti með nærveru sinni þá, voru ekki einu boðflennurnar. Að sögn starfsmanna öryggis- þjónustunnar sem sér um öryggi for- setahjónanna laumaði einn óboðinn til viðbótar sér inn í veisluna. Um var að ræða ónafngreindan karlmann sem mætti á staðinn með indverskri viðskiptasendinefnd sem fylgt var til Hvíta hússins af starfsfólki utanríkis- ráðuneytis Bandaríkjanna. En ekkert bendir til þess að hann hafi hitt Bar- ack Obama forseta Bandaríkjanna. Michaele og Tareq Salahi urðu aftur á móti þess heiðurs aðnjótandi að vera heilsað með virktum af forset- anum. Eftir að upp komst að Salahi- hjónin hefðu siglt undir fölsku flaggi í veislunni voru þrír starfsmenn öryggisþjónustunnar sendir í frí. Upplýst hefur verið að engin boð- flennanna fór í gegnum sérstaka ör- yggisrannsókn fyrir veisluna aðra en málmleit og hefðbundið öryggiseft- irlit. Að sögn starfsmanna utanríkis- ráðuneytis Bandaríkjanna hefur ör- yggisrofið verið rannsakað og nú þegar hafa verið gerðar breytingar á því hvernig tekið er á heimsóknum erlendra sendinefnda. Öryggisþjónustan hefur viður- kennt mistök sín með tilliti til Salahi- hjónanna, en yfirmaður hennar full- yrðir þó að forsetinn hafi aldrei verið í hættu. Salahi-hjónin og þriðja boð- flennan sæta öll rannsókn og hjón- unum hefur verið skipað að bera vitni fyrir þingnefnd síðar í mánuð- inum. Salahi-hjónin og forsetinn Hjónin voru ekki þau einu sem komust óboðin inn í Hvíta húsið. Salahi-hjónin voru ekki einu boðflennurnar í Hvíta húsinu: Þrjár boðflennur, ekki tvær Sænska lögreglan segist hafa flett ofan af útsmognum þjófum sem lengi voru einu skrefi á undan rann- sóknarlögreglunni. Málið snérist um þjófa sem lögðu stund á skóþjófnað í Stokkhólmi og Málmey, en virtust sætta sig við að stela eingöngu dýr- um vinstrifótarskóm. Þegar upp var staðið bentu flest- ar vísbendingar í aðeins eina átt – yfir sundið til Danmerkur. Þannig er mál með vexti að sænskar skóbúðir stilla alla jafna aðeins vinstrifótarskóm upp í versluninni, en í Danmörku er víst hefð fyrir því gagnstæða og fyrr í vikunni tilkynnti sænska lögregl- an að hún hefði flett ofan af snilld- aráætlun um að para saman vinstri- fótarskó, sem stolið var í Málmey, og hægrifótarskó, sem stolið væri í Kaupmannahöfn. Algengt en smátt í sniðum Á vefsíðu The Times er vitnað í Stig Möller, aðstoðaryfirlögregluþjón í Málmey, og að hans sögn er greinilegt að reynsla er komin á stuld af þessu tagi. Um síðustu helgi varð starfsfólk í Entré-verslunarmiðstöðinni í Málm- ey vitni að því þegar tveir karlmenn á sextugsaldri stálu vinstri skóm og komust undan á hlaupum með sjö slíka. Ef tækist að para vinstrifótar- skóna með réttum hægri skóm yrði parið um 180.000 króna virði. Þrátt fyrir að um hafi verið að ræða tiltölulega lítinn þjófnað er þjófnaður af þessu tagi nokkuð algengur. Náðust í annarri tilraun Að sögn Önnu Johansson, afgreiðslu- konu í Entré, er það ekki nýtt að vinstri skór hverfi úr hillunum, en ekki hafi tekist að ná þjófunum hing- að til. Anna Johansson sagðist ekki vita af hverju Danir hefðu hægri skóna til sýnis en þar sem þeir gerðu þetta öfugt við Svía hefði vaknað grunur um að hægri skór sem samsvöruðu stolnum vinstri skóm í Svíþjóð hyrfu úr dönskum skóbúðum. Áðurnefndir skóþjófar komu nokkrum tímum síðar aftur í verslun- ina í Entré, en riðu ekki feitum hesti frá búðinni í það skiptið. Afgreiðslu- fólkið bar kennsl á þjófana og hafði hendur í hári þeirra eftir stuttan elt- ingaleik og kom þeim í hendur lag- anna varða. Engin augljós lausn Á annað hundrað skóverslana eru í Málmey sem er aðeins steinsnar frá Kaupmannahöfn með sínar nokkur hundruð skóverslanir. Í fjölda tilfella eru sömu skómerki til sölu beggja vegna sundsins og víðar í Skandin- avíu. Anna Johansson óttast að skó- þjófnaður eigi eftir að færast í auk- ana í ár því skór séu hentugir til þjófnaðar, einfalt að flytja og koma í verð. Aukinheldur segir hún að skór hafi hækkað í verði undanfarið og vegna kreppunnar hafi verslanir þurft að fækka starfsfólki og séu því ekki eins vel í stakk búnar til að verj- ast þjófum. Engin samvinna við Dani Haft er eftir Lars-Håkan Lindholm, talsmanni lögreglunnar í Málmey, á vefsíðu The Times að engin gögn væru fyrirliggjandi um hve mörg- um vinstri skóm hefði verið stolið og að engin samvinna hefði verið með dönsku lögreglunni vegna málsins. Ein möguleg lausn til að koma í veg fyrir þjófnað á vinstri skóm í Sví- þjóð væri að danskir skókaupmenn tæku upp þann sið að hafa eingöngu vinstri skó til sýnis í verslunum sín- um, en að mati Marie Andersen, af- greiðslustúlku í skóverslun í Kaup- mannahöfn, er sú laus ekki raunhæf. „Það er enginn tilgangur í því að skipta yfir í vinstri skó því í Þýska- landi sýna þeir hægri skóinn,“ sagði Marie í viðtali við The Times. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is EINN SKÓR HÉR, ANNAR ÞAR Ef tækist að para vinstri-fótarskóna með réttum hægri skóm yrði parið um 180.000 króna virði. Skór mátaður Líkt og prinsinn í Öskubusku þurftu þjófarnir að finna hinn skóinn. MYND PHOTOS.COM Óprúttnir reyna ýmislegt þegar skórinn kreppir. Að því komst lögreglan í Málmey nýlega þegar hún fletti ofan af bíræfnum þjófum sem stálu eingöngu vinstrifótar- skóm í Svíþjóð, en handans sundsins, í kóngsins Köben, biðu hægrifótarskór þess að fullkomna hvert skópar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.