Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 18
Eitt mesta sérkenni Íslendinga er að þeir virðast gjarnan bíða þess að utanaðkomandi aðilar bjargi þeim. Að þessu leyti er þjóðin eins og barn, enda er gjarnan talað um að Íslendingar séu ung þjóð. Frá hruni hafa bjargvætt- irnir verið Mats Josefsson, Svein Har- ald Öygaard, allir útlenskir gestir Silf- urs Egils, Joseph Stiglitz og fleiri. Þessi áhersla Íslendinga á ábyrgð hinna utanaðkom-andi á rót sína í því að þjóðin er tiltölulega nýbúin að slíta barnsskónum frá því að hafa verið ný- lenda Dana. Íslendingar hafa barna- legt og einfaldað viðhorf gagnvart útlendingum, líkt og barn gagnvart foreldri, af því að stjórnmálalega hlýddu þeir tilskipunum annarr- ar þjóðar í sjö aldir. Stundum fengu þeir gott, en stundum var maðkur í gottinu. Vegna þess hve þjóðin er barnaleg gerði nánast eng-inn Íslendingur athugasemd þegar íslensk stjórnvöld svöruðu utanaðkomandi gagnrýni árið 2006 með þeim rökum að út- lendingarnir væru öfundsjúkir. Í öðr- um tilfellum voru útlendingar sagðir vera á móti Íslendingum. Davíð Odds- son útskýrði upphafið að kreppunni vorið 2008 með því að óvinveittir vogunarsjóðir væru að gera árás. Áður hafði hann afskrifað alla gagn- rýni á þeim grundvelli að hún kæmi frá Baugsliðinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að matsfyrirtæk- ið Standard & Poors sé á mála hjá rík- isstjórninni vegna þess að það breytti horfum úr neikvæðum í stöðugar við tímabundna samþykkt Icesave. Fáir fullorðnir með eðlilegan þroska myndu beita fyrir sig slíkum rökum í samskiptum við aðra. Jafnvel dæmigerður íslenskur asni, sem legði Range Rover sínum ólöglega, myndi ekki svara gagnrýni vegfaranda með þeim orð- um að gagnrýnandinn væri á móti sér. „Þú ert bara öfundsjúkur,“ myndi hann varla segja, þótt erfitt sé að full- yrða slíkt um Range Rover-eigendur. Í hugarheimi barnsins eru all-ar þessar útskýringar gildar. Einhver er í liði með öðrum, öfundsjúkur, á móti barninu eða bara vondur. Í leikskólagarðinum og í barnaskólanum eru þetta algeng andsvör. Allt bendir til þess að þroski þjóðfélagsumræðunnar á Íslandi samsvari um það bil þroska 8 ára barns. Enda er sjálfstæði þjóðarinnar bara átta ára í hundaárum. Mörg dæmi eru þó um að umræðan hafi risið á hærra þroskastig. Í að-draganda bankahrunsins svaraði Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, gagnrýni bandarísks greinanda með þeim orðum að hann þyrfti að fara aftur í skóla. Þar var um að ræða svar sem átta ára barn réði varla við og væri helst á færi um 13 ára gelgju. Helsta vörn stjórnvalda vegna hrunsins var að bankinn Lehman-bræður hefði fallið. Á leikvellinum er fullkomlega við hæfi að kenna öðr- um um og öllu öðru en sjálfum sér. Þó ber að líta til þess að skólakrakkar biðjast oft afsökunar að lokum. Útsmognasta bragð barn-anna á leikvellinum er hins vegar að benda á næsta og segja „hann gerði það!“ þegar þau hafa gert eitthvað alvarlegt af sér. Það er einmitt afstaða Sjálf- stæðisflokksins í Icesave-málinu. Steingrímur J. stendur nú drull-ugur upp fyrir haus og há-grátandi á leikvelli íslenskra stjórnmála. Nú fór hins vegar í verra, því breska barnfóstran er komin á svæðið. Hún hótar að Íslend- ingum verði ekki hleypt inn í ESB. Og íturvaxin hollensk fóstra hótar að refsa okkur. Kannski yrði harðasta refsingin að gera Bjarna Benedikts- son forsætisráðherra og eftirláta honum að leysa Icesave-málið, með fjármálaráðherrann Sigmund Davíð Gunnlaugsson sér við hlið. Þá fáum við þúsund milljarða lán frá Noregi, vísum Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr landi og látum hann hjálpa okkur að taka upp evru alveg einhliða. Nana nana bú bú! ÍSLENSKIR ÓVITAR „Ég vil ekki fá spurninguna. Ég afþakka boðið því ég svara ekki svona spurningum,“ segir Örnólfur Thorsson, ritari Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Forsetinn synjaði á þriðjudag lögum um ríkisábyrgð á Icesave og vísaði málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. DV reyndi að spyrja Örnólf spurningarinn- ar Hvað kýst þú? en hann hafnaði því að fá spurninguna upp borna þar sem hann svaraði ekki slíkum spurningum. ÖRNÓLFUR, …? „Nú fær þjóðin valdið og ábyrgðina í sínar hendur.“ n Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, eftir að hann ákvað að samþykkja ekki Icesave-lögin svokölluðu. - DV.is „Þeir eiga ekki fyrir þessu.“ n Nigel Cassidy, viðskiptablaðamaður BBC í Evrópu, eftir að forseti Ísland skaut Icesave-frum- varpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. - DV.is „Algjör skömm, stór skömm og þjóðarskömm. Skömm.“ n Inga, hlustandi síðdegisútvarpsins á Rás 2. Hún var allt annað en sátt við það partístand sem sýnt var í Áramótaskaupinu því Bessastaðir væru bindindisheimili. - Rás 2 „Ný fjölmiðlalög eiga ekki bara að snúast um eignarhald.“ n Sölvi Tryggvason um umhverfi blaðamanna á Íslandi sem hann segir skammarlegt. Blaðamenn geti ekki orðið starfað af fullum krafti af ótta við lögsóknir og lítinn stuðning frá vinnuveitanda. Niðurstaðan sé sjálfsritskoðun. - Pressan.is „Endalok VG sem öðruvísi stjórnmálaafls er staðreynd.“ n Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Hann segir Björn Val Gíslason, þingmann vinstri-grænna, farinn á taugum eftir að sá síðarnefndi sagði sáttatón stjórnarandstöðunnar falskan. - DV.is Háskaspil forsetans LEIÐARI Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-lands, hefur slegið sín fyrri met í lýðskrumi með því að rifta samn-ingum milli Íslendinga, Breta og Hollendinga. Í aðgerð forsetans felst full- komið ábyrgðarleysi. Með einu pennastriki slær hann ríkisstjórn og Alþingi út af borð- inu og baðar sig í sviðsljósunum. Fáir trúa því að neitun forsetans snúist um hagsmuni þjóðar. Flestir eru á þeirri skoðun að hann sé að reyna að upphefja sjálfan sig eftir að hafa misst virðingu þjóðarinnar með grímulausu útrásardaðri sínu. Auðvitað er mikilvægt að þjóðin fái tækifæri til þess að kjósa um stærri mál og þannig náist fram beint lýðræði. Vandinn við Icesave -málið er hins vegar sá að það hefur verið í samningaferli talsvert á annað ár. Allan þann tíma hefur Alþingi Íslendinga verið undirlagt af deilum um þennan klafa sem lagður var á þjóðina vegna stjórnenda og eigenda Landsbankans að ógleymdum þeim sem bera ábyrgð á lagarammanum og eftirlitinu. Fjöldi þeirra sem hvöttu for- setann til þess að synja lögunum staðfest- ingar var í raun að mótmæla því að þurfa að greiða skuldir sem stofnað var til af einkaað- ilum. Það var þetta einfalda atriði sem réð afstöðu fólks. Ekki var tekist á um Icesave í heild sinni. Einungis var verið að breyta lög- um frá því í sumar þegar Ísland undirgekkst greiðsluskyldu og ábyrgð á greiðslum. For- setinn skrifaði undir þau lög og samþykkti þar með klafann á þjóð sína, rétt eins og þrjár ríkisstjórnir og tvö þing þar á undan. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon komust til valda í framhaldi af bús- áhaldabyltingunni sem beindist gegn Sjálf- stæðisflokknum, öðrum fremur. Vilji fólks- ins náði fram að ganga. Þau hafa síðan unnið að endurreisn Íslands eftir bestu getu og sumpart af heilindum. Það skal að vísu árétt- að að starf þeirra hefur verið fálmkennt og ómarkvisst. Samband forsætisráðherra við þjóðina er sáralítið og hvatningin í hlutfalli við það. Jóhönnu hefur ekki tekist að skýra fyrir þjóðinni nauðsyn þess að semja um Ice save og halda þannig góðu sambandi við umheiminn. Henni hefur heldur ekki tek- ist að hefja upp málstað Íslands í útlöndum. Það breytir þó ekki því að ásetningurinn var augljóslega sá að rétta við hag þjóðarinnar. Nú er komið að því að sigla löskuðu fleyi Íslands til hafnar. Spurningin er einungis sú hvaða óþarfafórnir til viðbótar hinn venju- legi Íslendingur þarf að færa. Kannski fer þjóðarskútan á botninn. Hvernig svo sem Íslendingum reiðir af á næstu misserum er ljóst að forseti útrásarinnar ber þar stærsta ábyrgð. Hann ákvað að bregða á leik með fjöreggið. REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Með einu pennastriki slær hann ríkisstjórn og Alþingi út af borðinu. BÓKSTAFLEGA 18 MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 2010 UMRÆÐA SANDKORN n Hlustun á Rás 2 hefur að und- anförnu verið á stöðugri niður- leið undir dagskrárstjórn Sig- rúnar Stefánsdóttur. Sérstaklega hefur þótt sárt að morgunútvarp Rásar 2 skuli hafa tapað fyrir morg- unútvarpi Bylgjunnar. Neyðarúr- ræði Ríkisút- varpsins var það að setja þau Mar- gréti Marteinsdóttur og Svein Guðmarsson til höfuðs Heimi Karlssyni og Sólveigu Bergmann á morgnana. Það mun koma fljótlega í ljós hvort það dugir til að draga að hlustendur. n Meðal áformaðra breytinga í morgunútvarpi Rásar 2 er að fækka pistlum hins glögga sam- félagsrýnis Láru Hönnu Einars- dóttur. Hún hefur verið með pistla sína á hverjum föstudags- morgni. Nú stendur til að fækka pistl- um hennar niður í einn í mánuði og fá poppaðri pistlahöfunda á móti henni. Það er öldungis óvíst að Lára Hanna uni þeim breytingum og allt eins líklegt að rödd hennar hjá RÚV þagni. n Um allt land er fólk nú að setja sig í stellingar vegna sveitar- stjórnarkosninganna. Vestan af fjörðum heyrist að baráttujaxlinn Kristinn H. Gunnarsson gæli við þá tilhugs- un að bjóða sig fram í Bolungar- vík. Kristinn er landlaus maður í póli- tík eftir að hafa flosnað upp úr Frjáls- lynda flokknum og verið hafnað af Framsóknarflokknum. Hann gæti þó náð að fóta sig að nýju ef hann fengi oddvitasætið hjá bræðingslista vinstri manna. Og ef listinn fengi meirihluta yrði bæjarstjóraembættið í hendi. n Hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík er mesta óvissan um slagkraft Geirs Sveinssonar handboltakappa og athafna- manns. Meðal sitjandi borgar- fulltrúa nýtur Júlíus Vífill Ingvarsson mests trausts, samkvæmt könnun Capacent, en Gísli Mart- einn Baldurs- son er í frjálsu falli. Geir er með öflugt bakland í tengdaföður sínum, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Þá nýtur hann stuðnings þess umdeilda Andr- ésar Péturs Rúnarssonar, sam- starfsmanns síns og partípinna. Ekki er þó víst að sá stuðningur skili honum miklu. LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRAR: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. SPURNINGIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.