Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 13
6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 13 „VIÐ HÖFUM BEÐIÐ Í HEILT ÁR“ Fjölmargir Bretar ræddu um ákvörðun forsetans á vefsíðum blaðanna. Þar vildu sumir að Íslendingum yrði sýndur meiri skilningur. n „Ég held að það sé ósanngjarnt að taka of hart á Íslendingum, þeir bera fæstir sök á bankahruninu. Að krefja venjulega Íslendinga um að borga er ekki svo ólíkt því að láta Skota borga fjármálaráðuneytinu fyrir hrun Royal Bank of Scotland og HBOS. Munið að Bretland var snöggt til að veita íslensku bönkunum starfsleyfi.“ n „Íslendingar eru aðeins 300.000, sem er sami fjöldi og í nokkrum stórum ensk- um bæjum. Það er út í hött að þeir geti greitt þrjá milljarða punda. Það myndu vera 10.000 pund á mann, eða 20.000 fyrir vinnandi menn. Þessir peningar eru tapaðir, á sama hátt og margir milljarðar töpuðust í fjármála- kreppunni. Kennið bankamönnum, eftirlitsaðilum og stjórnmálamönnum um, ekki fá útrás á almenningi á Íslandi. Það væri eins og að heimta að Edinborgarbú- ar borguðu fyrir RBS.“ n „Mér finnst ótrúlegt hvað margir Bretar styðja Ísland hérna... Þeir segjast alveg vera til í að borga í staðinn fyrir þá með eigin skattfé, en þetta er skuld Íslending- anna! Þvílíkir ræningjar!“ n „Lítil eyja tekur 2,5 milljarða punda frá tveimur ríkjum, og segist svo ekki ætla að borga til baka. Sko, ef þetta hefði verið Bretland, hefðu Íslendingar vælt um að fá peningana sína til baka því í öfugri heimssýn Íslands erum við alltaf vondu karlarnir. Það sem ríkisstjórnin okkar ætti að gera, en mun ekki gera vegna gunguháttar, er að taka frá Íslendingum allar eignir, til dæmis skip og flugvélar, þangað til þeir borga.“ Bretar skiptast í tvö horn Á vefsíðu hollenska dagblaðsins De Telegraaf tjáðu hundruð manna sig um málið. n „Frábært frumkvæði hjá forseta Íslands. Af hverju ætti íslenska þjóðin að borga fyrir hegðunina í hollensku spilavíti með mikla peninga?“ JMC Vandijk frá Antwerpen n „Ó, frábært. Þannig að núna þurfa skattgreiðendur í Hollandi að borga fyrir lélega bankastjórn á Íslandi? Ekki fjármálaheimurinn, ekki Ísland, ekki fólkið sem lagði peningana sína inn, heldur ég sem lagði peningana mína ekki þarna inn vegna þess að ég var varkár. Hvenær eru skattpeningarnir mínir notaðir á skynsamlegan hátt?“ Ed frá Adam n „Það eru allir alltaf að kvarta undan löndunum í Suður-Evrópu. En stærsta bananalýðveldið virðist vera Ísland! Hol- lendingar lenda í öðru sæti því þeir héldu að peningarnir myndu endurheimtast!“ Peter frá Utrecht n „Mun eftirlaunaaldurinn vera hækkaður upp í 72 ár núna?“ Crazy Henkie n „Bos og vinir hans eru mjög barnalegir í hugsun, hvernig ætti 360.000 manna þjóð, þar af gamlingjar og börn, að geta borgað 3,8 milljarða skuld með vöxtum? Þarna eru margir flottir hverir og mikið grjót. Landið gæti orðið fínt fjórtánda hérað. Ég styð stækkun konungdæmisins. Englendingar voru með fanganýlendu í Ástralíu, við gætum kannski notað Ísland.“ The Admiral frá Vlissingen n „Fyrir mér mun Holland lýsa yfir stríði á hendur Íslandi. En JP [Balkenende forsætisráðherra] mun líklega ekki þora, frekar en venjulega.“ The Vakantieman frá Roosendaal Fanganýlenda og stríðsyfirlýsing Mikið karpað Hollenskir lesendur höfðu margt að segja á athuga- semdakerfi De Telegraaf í gær. ist sammála íslensku ríkisstjórn- inni. Hann varar íslensku þjóðina við að kjósa gegn frumvarpinu. „Ef íslenska þjóðin tæki þá ákvörð- un væri hún í raun að segja að Ís- land vildi ekki vera hluti af alþjóð- lega fjármálakerfinu, að Ísland vildi ekki hafa aðgang að alþjóðlegu fjár- magni og að hún vildi ekki að litið væri á sig sem þjóð sem óhætt væri að eiga í viðskiptum við.“ Ákvörðunin með hreinum ólíkindum Nigel Cassidy, viðskiptafréttarit- ari BBC í Evrópu, sagði að ákvörð- un Ólafs Ragnars væri með hrein- um ólíkindum. Hans mat er það að ákvörðunin steypi þjóðinni í stjórn- skipunarkrísu. „Þeir eiga ekki fyrir þessu,“ sagði Cassidy þegar hann benti á að Ísland þyrfti að fá lán fyrir 5 milljörðum pundanna sem endurgreiða þyrfti breskum og hol- lenskum sparifjáreigendum. „Þjóðin þarf lán frá AGS til að ná endum saman, ekki bara fyrir þess- ari endurgreiðslu heldur mörgu öðru, svo þetta setur allt í loft upp, frekari lán frá AGS og þetta gæti skaðað möguleika Íslands á inn- göngu í ESB,“ er haft eftir Cassidy. Breska ríkisútvarpið virðist síð- an hafa þann útgangspunkt í mál- inu að Ólafur Ragnar Grímsson hafi í dag ákveðið að endurgreiða ekki breskum og hollenskum spari- fjáreigendum þá fimm milljarða punda sem íslenska ríkið skuldi þeim. Peningarnir fari nú ekki til breskra og hollenskra yfirvalda og því standi íslenska þjóðin illa eft- ir þessa ákvörðun. Vissulega er minnst á þjóðaratkvæðagreiðsluna, en hún er ekki gerð að höfuðatriði í frétt BBC. Reiðarslag fyrir vonir landsins Fréttaritari BBC í Brussel, Domin- ic Hughes, sagði að langtímaáhrif ákvörðunar Ólafs gætu orðið mikil í stjórnmálalegum og efnahagslegum skilningi. „Það er litið á hana sem reiðarslag fyrir vonir landsins um skjóta inngöngu í Evrópusamband- ið. Málið allt hefur gert Íslendinga af- huga Evrópusambandinu.“ Hughes nefndi einnig að þessi nýja staða setti stöðu fjárhagsaðstoðar erlendra lán- alína til Íslands í mikla óvissu. Hollenska dagblaðið De Telegraaf fullyrðir að frekari seinkun vegna Icesave muni minnka möguleika á innöngu Íslands í Evrópusamband- ið. Hollendingar hafi hótað að beita áhrifum sínum innan Evrópusam- bandsins til að þvinga Íslendinga til að borga áður en þeir gerðust með- limir. Nú muni margir krefjast þess að harðari aðgerðum verði beitt. Íslendingar óáreiðanlegir Frjálslyndi hægrimaðurinn á hollenska þinginu Frans Weekers vill beita Íslendinga aukinni hörku. Íslendingar segi ekki nei Breski bankamálaráðherrann Paul Myners varar íslensku þjóðina við að fella lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hlutverkin snúast við Fjöldi Íslendinga hefur mótmælt Icesave. Nú bregðast margir Hollendingar og Bretar ókvæða við því að forsetinn staðfesti ekki ríkisábyrgðina. MYND HEIÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.