Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 2010 FRÉTTIR Notarðu veturinn; frostið, myrkrið, snjóinn eða vindinn, sem afsökun fyrir því að þú ferð ekki út að skokka eða ganga? Sannleikurinn er sá að veðrið er engin afsökun fyrir því að sitja heima. DV tók saman lista yfir þau atriði sem gott er að hafa í huga þegar æft er við erfiðar aðstæður. Þú hefur enga afsökun lengur. FARÐU ÚT AÐ ÆFA Fatnaður Algengustu mistökin, þegar fólk fer að æfa úti í kulda, er að klæða sig of vel. Æfingin framkallar hita (og svita) þannig að þér líður eins og það sé 20 til 30 gráðum hlýrra en það er í raun og veru. Þegar þú þreytist og hægir á þér þornar svit- inn og þér verður kalt. Lausnin er að klæða sig í nokkrar léttar flíkur. Þannig geturðu klætt þig úr smátt og smátt eftir því sem þér hitnar. Forðastu að klæðast bómullarfatn- aði innst, sem gerir það að verkum að húðin helst rök. Farðu fyrst í flík úr gerviefni sem dregur í sig svit- ann, farðu svo í létta flíspeysu og loks vind- og vatnshelda flík sem andar, þannig að rakinn komist út. Dúnúlpa eða þykkur ullarfatnaður er ekki heppilegur þegar þú ætlar að hlaupa eða æfa úti. Ef það er mikið frost þá getur verið sniðugt að hafa léttan klút fyrir vit- unum. Passaðu útlimina Þegar þú ert í miklum kulda leitast líkaminn við að halda hita á mik- ilvægustu líffærunum. Hendur og fætur geta því orðið berskjaldaðar fyrir kali. Gott ráð til að koma í veg fyrir kaldar hendur er að klæðast þunnum fingravettlingum innan undir þykkari vettlingum eða lúff- um. Á sama hátt má, með því að klæða sig í tvenna sokka, koma í veg fyrir kalda fætur. Ekki gleyma vind- heldri og hlýrri húfu. Öryggið á oddinn Gætið þess að festa á ykkur endur- skinsmerki ef þið ætlið út að æfa í myrkri. Þannig sjá ökumenn ykkur margfalt fyrr en ella. Litríkur fatn- aður getur líka hjálpað. Ef það er hálka eða snjór er mikilvægt að velja skóbúnað sem hefur mik- ið grip. Hægt er að kaupa alls kyns efni og brodda undir skóna til að auka gripið, án þess að það bitni á æfingunni. Notið hjálm ef þið eruð á skíðum, snjóbretti eða hjóli. Sólin er varasöm Það getur verið auðvelt að brenna þegar sólin skín á skjannahvít- an snjóinn, sérstaklega þegar sól- in hækkar á lofti með vorinu. Not- ið sólarvörn ef þið ætlið að vera úti lengi og ekki gleyma sólgleraugun- um. Þannig verndið þið augun fyrir útfjólubláum og óæskilegum geisl- um sólarinnar. Hlauptu upp í vindinn Góð aðferð til að koma í veg fyrir að þú guggnir á miðri leið er að byrja á því að hlaupa eða hjóla upp í vind- inn. Það er ólíklegra að þér verði kalt á heimleiðinni - sérstaklega ef þú ert sveittur - ef þú snýrð bakinu í vindinn. Það er líka auðveldara að hlaupa undan vindi og minni líkur á því að þú gefist upp ef þú hefur vindinn í bakið á bakaleiðinni. Drekktu vatn Gættu þess að drekka nógu mikið vatn þegar þú æfir úti. Þú svitnar yfirleitt alveg jafn mikið þó þú æfir í köldu umhverfi og þú gerir í hita. Drekktu áður en þú æfir, meðan á æfingu stendur og eftir á líka. Vindkæling Ekki vanmeta kuldann þótt það sé bara smávægilegt frost úti. Vind- kæling getur haft mikil áhrif. Þannig jafngildir -5°C frost í logni -10°C ef vindurinn er 4 metrar á sekúndu. Ef vindurinn er 14 metrar á sekúndu jafngildir frostið 15 gráðum. Mikil- vægt er að klæðast fatnaði sem er vindheldur, sérstaklega þegar skíði, hlaup eða hjólreiðar eru stundaðar. Byrjaðu rólega Ef þú hleypur af stað með krafti í miklum kulda aukast líkurnar á tognun eða öðrum eymslum í vöðv- um eða liðamótum. Líttu á fyrstu 10 til 15 mínúturnar sem upphitun og taktu því rólega þar til vöðvarnir eru orðnir heitir. Teygðu létt á áður en þú byrjar. Ekki ætla þér um of Það er mikilvægt fyrir alla þá sem stunda útivist að vetri til að þekkja takmörk sín og þekkja ein- kenni ofkælingar og kals. Fyrstu einkennin eru doði og fölleiki í húðinni. Ef þig grunar að þú sért að kólna um of skaltu ekki nudda svæðið. Reyndu að koma þér inn og jafnaðu þig hægt og rólega. Ekki skella þér strax í heitt bað. Ef þig grunar að um kal eða ofkæl- ingu sé að ræða skaltu hringja á neyðarlínuna. Spurðu lækninn Sérfræðingar segja að nánast hver sem er geti æft í frosti, jafnvel fólk sem er með astma eða hjarta- sjúkdóma. Ráðfærðu þig samt við lækni ef þú ert með einhverja sjúk- dóma. Fyrirhyggja og hvatning Kuldi eða vont veður er engin af- sökun til að liggja í sófanum. Með því að afla sér þekkingar og sýna of- urlitla fyrirhyggju geturðu hægtlega æft í nístandi frosti. Notaðu kuld- ann og einveruna úti í náttúrunni sem hvatningu. baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.