Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 12
Augu heimsins hafa beinst að Ís- landi í kjölfar yfirlýsingar forseta Ís- lands. Um málið var fjallað í öllum helstu fjölmiðlum á Norðurlönd- unum, Hollandi, Bretlandi og víð- ar. Ákvörðun Ólafs Ragnars um að synja frumvarpinu um Icesave stað- festingar hefur vakið mikla furðu á meðal embættismanna, stjórn- málamanna og fjölmiðlamanna í Hollandi og Bretlandi. Fjölmiðlar á Norðurlöndum hafa enn fremur verið mjög svartsýnir fyrir hönd ís- lensku þjóðarinnar og rætt hefur verið um að nú hefjist nýr sorgar- kafli í sögu þjóðarinnar og jafnvel talað um „efnahagslegt svarthol“. Einfölduð umræða Umfjöllun um málið hefur í mörg- um tilvikum verið einfölduð nokk- uð í alþjóðlegri umfjöllun og virð- ast margir halda að forsetinn hafi einfaldlega beitt neitunarvaldi gegn frumvarpinu um að breskum og hol- lenskum sparifjáreigendum verði borgað tap sitt. Margir fjölmiðlar minnast ekki á að þjóðaratkvæða- greiðsla muni fara fram, né heldur að lög þau er Alþingi samþykkti fyr- ir áramót taki nú gildi og að forset- inn hafi þegar samþykkt lögin með fyrirvörunum í ágúst. Umræðan í erlendum fjölmiðlum hefur því að mestu leyti snúist um hvort Íslend- ingum beri að greiða fyrir Icesave eða ekki. Neikvæðar yfirlýsingar Forystumenn ríkisstjórnarinn- ar sögðu á blaðamannafundinum í Stjórnarráðinu í gær að nú riði á að útskýra ákvörðun forseta Íslands fyrir samningsaðilunum og róa þá. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra líkir starfi ríkisstjórnar- innar við slökkvilið sem nú þurfi að kæfa þá elda sem af gærdegin- um hlutust. Ástandið sé grafalvar- legt. Hann sagði í samtali við DV síðdegis í gær að reiði erlendra stjórnmála- manna skylli nú á þjóðinni af miklum þunga. „Það hellast inn neikvæð- ar yfirlýsingar frá erlendum stjórnmála- mönnum. Við- brögð þeirra sem hafa haft samband við mig eru gjarnan: „Hvað í ósköpunum er að gerast á Íslandi? Ríkir stjórnleysi?“ Það er ljóst að þetta hefur haft mjög alvarleg áhrif á það traust sem ríkisstjórnin og þjóðin höfðu í sameiningu verið að byggja upp. Þessi viðbrögð hafa ver- ið mun harkalegri en ég átti von á svona fljótt,“ sagði Össur. Bos hvattur til að sýna ekki linkind Í Hollandi tjáðu ýmsir stjórnmála- menn sig um málið í gær. Kristi- legir demókratar, flokkur Jans Pet- ers Balkenende forsætisráðherra, sitja í stjórn ásamt Verkamanna- flokknum, flokki Wouters Bos fjár- málaráðherra. Hollenskir stjórn- arandstöðuþingmenn hafa margir gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyr- ir að sýna Íslendingum ekki næga festu í samningaviðræðunum. „Ég er dauðþreyttur á þessu. Við höfum þegar beðið í heilt ár,“ sagði Frans Weekers, þingmaður frjáls- lynda hægriflokksins VVD sem er í stjórnarandstöðu á hollenska þing- inu. „Þetta ríki [Ísland] er óáreiðan- legt. Við erum greinilega nógu góð fyrir Íslendinga þegar þeir þurfa á peningum að halda, en segja svo nei við að borga til baka. Ég vil að við Hollendingar komum því á framfæri við Evrópulöndin hvort ekki sé rétt að endurskoða fríverslunarsamn- inginn við Ísland.“ Hafa frjálslynd- ir hægrimenn óskað eftir að ræða við Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, um málefni Íslands. Þeir krefjast að ríkisstjórnin sýni Íslend- ingum enga linkind. Hollendingar munu endur- heimta peningana Þingmenn Verkamannaflokksins hafa fullyrt að þeir líti á að Íslend- ingum beri full skylda til að borga fyrir tap hollenskra inni- stæðueiganda hjá Ice- save. Það sé ósann- gjarnt fyrir hollenska skattgreiðendur að bæta fyrir mis- gjörðir Íslendinga. „Þetta er furðu- leg pólitísk staða. Alþingi Íslendinga hefur verið vikið til hliðar,“ sagði Paul Tang, þingmaður hollenska Verka- mannaflokksins, við hollenska fjölmiðla í gær. Hann und- irstrikaði að ríkisstjórn Hollands 12 MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 2010 Umfjöllun erlendra fjölmiðla um ákvörð- un forseta Íslands var neikvæð í gær. Þó ít- arlega hafi verið fjallað um málið var það víða einfaldað. Þeir hörðustu vilja fara í hart við Ísland og þingmaður í Hollandi vill segja upp fríverslunarsamningum. Utanríkisráðherra segir viðbrögð erlend- is vera afar hörð. „VIÐ HÖFUM BEÐIÐ Í HEILT ÁR“ myndi endurheimta peningana í heild sinni. „En við þurfum að bíða eitthvað lengur.“ Íslenska þjóðin vöruð við Upplýsingafulltrúi í breska fjár- málaráðuneytinu sagði í gær að starfsmenn þess myndu ræða við starfsbræður sína á Íslandi til að fá „... skilið hvers vegna frumvarp- ið hefur ekki verið samþykkt og myndu svo vinna með Íslending- um, Hollendingum og innan Evr- ópusambandsins til að leysa málið sem allra fyrst.“ Rætt var um í Fin- ancial Times að synjun frumvarps- ins væri Alistair Darling fjármála- ráðherra mikið áfall. Hann hefði í langan tíma unnið að farsælli lausn málsins. Bankamálaráðherra Breta, Paul Myners, var harðorð- ur í viðtali við BBC og sagð- Alda óánægju Össur segir að viðbrögð erlendra stjórn- málamanna séu geysihörð. Áfall fyrir Darling Rætt er um að ákvörðun forseta Íslands sé mikið áfall fyrir Alastair Darling sem hafi beitt sér fyrir lausn málsins í langan tíma. Vonsvikinn Wouter Bos segir að hollensk stjórnvöld séu mjög vonsvikin eftir atburðina á Íslandi í gær. „Hvað í ósköpunum er að gerast á Íslandi? Ríkir stjórnleysi?“ HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.