Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2010, Blaðsíða 25
Danska miðjubuffið Jan Mölby er ekki hrifinn af Ryan Babel, leik- manni Liverpool. Mölby, sem lék lengi með Liverpool við gríðarlega góðan orðstír segir að Hollending- urinn eldfljóti hafi ekki nýtt þau tækifæri sem hann hafi fengið og vilji fara auðveldu leiðina. „Það er eins og Babel sé ekki að gera það sem honum er sagt að gera. Hann þarf að setja undir sig hausinn og fara að vinna fyrir laun- unum sínum. Nýta tækifærin sem honum eru gefin. Hann virðist ekki hafa áhuga á því. Mér virðist hann bara vilja fara auðveldu leiðina.“ Heyrst hefur að Babel, sem er 23 ára, verði sendur burt frá Liver- pool, enda hefur honum ekki tekist að heilla Rafa Benitez, stjóra Liver- pool. Þrátt fyrir það hefur Benitez sagt að ekki komi til greina að selja Babel. Babel vill að sjálfsögðu fá að spila fótbolta, enda er það forsend- an hjá Bert van Marwijk, lands- liðsþjálfara Hollands, fyrir því að menn komi til greina í HM-hóp Hollands. Babel kom til Liverpool árið 2007 eftir að hafa slegið í gegn á EM U-21 árs landsliða. Arsenal, Barcelona og AC Milan vildu öll fá Babel til sín, enda þótti hann vera einn efnilegasti kantmaður Evr- ópu. Hann hefur hins vegar aldrei sýnt neitt af viti í búningi Liver- pool. benni@dv.is Jan Mölby, fyrrverandi stórstjarna Liverpool, ekki ánægður með Ryan Babel: VILL FARA AUÐVELDU LEIÐINA BJÖGGI TIL ÞÝSKALANDS Markakóngur Pepsi-deild- arinnar, Björgólfur Takefusa, fór á þriðjudagsmorgun til reynslu hjá þýska félaginu Rot Weiss Ahlen eftir því sem kom fram á vefsíðunni KRReykjavík.is Rot Weiss leikur í næstefstu deild í Þýskalandi en situr á botni deildarinnar með átta stig. Liðið hefur aðeins skorað tíu mörk á tímabilinu og leitar nú að fram- herja. Björgólfur ætti að geta hjálpað þar en hann skoraði sextán mörk í nítján leikjum með KR í sumar, þar af heil fimm gegn Val á Voda fone-vellinum þar sem hann stal markakóngstitlinum. ÆTLA AÐ GRÆÐA Á RYAN Enska úrvalsdeildarliðið Stoke ætlar svo sannarlega ekki að missa miðvörðinn Ryan Shawcross í bráð en þar á bæ hafa menn skellt 20 milljóna punda, eða 4 millj- arða króna, verðmiða á piltinn. Manchester City er nýjasta liðið til að bera víurnar í varnarmanninn unga. Shawcross fór í gegnum ungliðastarf Manchester United og kostaði Stoke ekki nema eina milljón punda þegar það keypti hann fyrir tveimur árum. „Það er alveg skýrt í okkar huga að Shawcross fer hvergi. Hann er hæfi- leikaríkur piltur sem leikur lykilhlutverk hjá Stoke,“ segir Pulis. SPORT 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 25 KANI TIL KEFLAVÍKUR n Úrvalsdeildarlið Keflavíkur í körfubolta landaði Kana í vik- unni. Bandaríkjamaðurinn Drae- lon Burns mun leika með liðinu út tímabil- ið. Á vefsíðu Keflvíkinga kemur fram að Burn sé rétt tæplega tveggja metra hár skotbak- vörður en hann kemur frá Depaul - háskólanum. Burns spilaði í Ís- rael á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 15,7 stig að meðal- tali í leik. Hans fyrsti leikur verð- ur væntanlega gegn Breiðabliki þann 10. janúar. ÞRJÁR SÖMDU VIÐ ELÍSABETU n Sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad verður áfram Íslend- inganýlenda. Elísabet Gunnars- dóttir tók við liðinu í fyrra og þrátt fyrir erfiða byrjun komst liðið á ról og hélt sæti sínu í deildinni. Hólmfríður Magnúsdótt- ir er farin í bandarísku atvinnu- mannadeildina en liðið samdi við allar hinar stúlkurnar þrjár sem léku með liðinu á tímabil- inu. Þær Erlu Steinu Arnardóttur, Guðnýju Björk Óðinsdóttur og svo Margréti Láru Viðarsdóttur. BRIATORE ÚR BANNI n Glaumgosinn og yfirspaðinn Flavio Briatore, fyrrverandi lið- stjóri Renault í Formúlu 1, hefur fengið aflétt eilífðarbanni frá íþróttinni sem hann var dæmd- ur í. Alþjóða akst- ursíþrótta- sambandið dæmdi hann í eilífðar- bann þegar upp komst að hann hefði skipað ökumanninum Nelson Piquet að klessa á vegg og þar með hag- ræða úrslitum í keppni í Singa- púr árið 2008. Taldi hærri dóm- stóll að bannið væri óeðlilegt og getur Briatore því snúið sér aftur að Formúlunni. GOG Í GREIÐSLU- STÖÐVUN n Danska úrvalsdeildarliðið í handbolta, GOG Svendborg, er komið í greiðslustöðvun. Guð- mundur Þórður Guð- mundsson, landsliðsþjálf- ari Íslands, og landsliðs- maðurinn Ásgeir Örn Hallgríms- son leika með liðinu. GOG gat ekki haldið til streitu þeirri björgunaráætl- un sem lögð var fram rétt fyrir jól en liðið hefur glímt við mikil fjárhagsleg vandræði að undan- förnu. Nú geta leikmenn yfirgefið liðið þegar í stað án nokkurra vandkvæða og er flóttinn þegar hafinn. Einnig voru dregin af lið- inu tvö stig. MOLAR Vonbrigði Ryan Babel hefur ekki beint slegið í gegn hjá Liverpool. svo marga menn meidda á tíma- bili sem var mjög erfitt en nú verður gaman að púsla hópnum saman. Það eru auðvitað einhver meiðsli en ekki næstum jafnmikil og voru í undan- keppninni,“ segir Guðmundur. Skilur ekki þjálfara Alexanders Til mikillar lukku eru meira og minna allir landsliðsmennirnir að spila með sínum liðum, margir hverjir ef ekki allir í lykilhlutverki. Einn allra besti leikmaður íslenska liðsins undanfar- in ár, Alexander Petersson, hefur þó þurft að verma tréverkið hjá sínu liði, Flensburg. Það er eitthvað sem Guð- mundur nær ekki. „Maður bara skil- ur þetta ekki. Pabbi hægri skyttunnar (Oscars Carlen) er þjálfari liðsins og hann notar strákinn. Þetta er mjög furðulegt. Alex á að fá fleiri tækifæri þar sem hann er eins og allir vita al- veg frábær leikmaður.“ Afar jákvæður punktur er þó varn- arleikurinn og tröllin þrjú sem sjá um miðvarðarstöður landsliðsins. Ingimundur Ingimundarson leik- ur lykilhlutverk hjá Minden, Vignir Svavarsson hefur leikið afar vel með Lemgo og þá hefur Sverre Jacobson öðlast nýtt líf með Grosswallstadt. „Sverre hefur leikið alveg frábærlega og svo má ekki gleyma Vigga. Það er afar jákvætt að varnarmennirnir séu í svo góðu standi,“ segir Guðmundur. Heldur væntingum í hófi „Það eru alltaf miklar vænting- ar en þetta er mjög sterkt mót og það er ekkert gefið í þessu,“ svar- ar Guðmundur um hæl þegar hann er spurður um miklar, og stundum óraunhæfar, væntingar þjóðarinn- ar til landsliðsins. „Menn þurfa svo sannarlega að halda sig við jörðina, bæði við og þjóðin. Þetta er alveg hörku erfitt mót. Serbarnir eru með alveg frábært lið og það vanmetur enginn Austurríki á heimavelli. Svo þekkjum við Danina auðvitað vel,“ segir Guðmundur sem hefur skýrt markmið, en þó ekki hástemmt. „Fyrsta markmiðið er að komast upp úr riðlinum og það verður bara alls ekkert svo auðvelt,“ segir Guð- mundur en þrjú af fjórum liðum fara áfram í milliriðil. „Nú taka okkur allir mjög alvarlega og munu skoða okkur mikið. Við verðum bara að gera okk- ur grein fyrir því að það að komast upp úr riðlinum verður erfitt verk- efni.“ Kemur ferskur inn Guðmundur tók við þjálfarastöðu danska úrvalsdeildarfélagsins GOG Svendborg í sumar og hefur þjálfað það með fínum árangri. Peninga- staða liðsins hefur þó tekið sinn toll. Hann sjálfur segist endurnærður eftir að hafa hugsað bara um hand- bolta í allan vetur. „Ég held að þetta komi okkur bara að góðum notum. Ég kem mjög ferskur inn enda er ég að vinna við handbolta öllum stund- um. Ég tel mig bara mjög vel undir- búinn. Mér finnst þetta fara mjög vel saman enda erum við svo sem ekk- ert eina þjóðin sem er með lands- liðsþjálfara sem einnig þjálfar fé- lagslið,“ segir Guðmundur en kemur hann þá með einhverjar nýjungar í leik liðsins? „Já, við erum með sitt lítið af hverju. Við byggjum auðvitað á sama grunni en það eru nokkrir nýir hlutir sem við erum að prófa aðeins. Við erum að bæta við tveimur til þremur leikaðferðum. Það kannski hljómar ekki eins og mikið en það er töluvert verkefni á þessum skamma tíma. Svo ætlum við að vinna aðeins áfram með vörnina okkar og þróa hana. Gerum smávægilegar breyt- ingar en fyrst og fremst ætlum við að reyna að viðhalda því góða sem við höfum verið að gera síðan á Ól- ympíuleikunum. Við verðum með sérstakan fund þar sem við förum yfir það sem við höfum verið að gera vel,“ segir Guðmundur. Nýliðinn stöðvaður Ólafur Guðmundsson, nýliðinn í landsliðinu, kemst hvorki lönd né strönd gegn Óla Stef og Alexander Petersson. Ræða málin Snorri Steinn og Róbert Gunnars fara yfir málin með ungu kynslóðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.